Nígerskur trúleysingi fangelsaður í 24 ár fyrir guðlast Nígerskur trúleysingi og mikill gagnrýnandi trúarbragða hefur verið dæmdur í 24 ára fangelsi fyrir guðlast. Maðurinn játaði sekt sína fyrir dómi í Kano í norðurhluta landsins. 5.4.2022 23:45
Læknar um stöðuna á Landspítala: „Allir sem vinna að öryggismenningu vita að öryggi kostar“ Hópur lækna segir að alvarlegt vanmat á mönnunarþörf Landspítalans komi fram í nýrri skýrslu Heilbrigðisráðuneytisins. Skýrslan, sem unnin var af ráðgjafarfyrirtækinu McKinsey byggir á ítarlegri greiningu á stöðu sjúkrahússins og þeim áskorunum sem eru framundan á Landspítala. 5.4.2022 22:43
Allt að 170 flóttamenn borða saman á hverju kvöldi í Guðrúnartúni Samtökin Flottafólk, sem stofnuð voru til að bjóða flóttafólki frá Úkraínu kvöldmat og samkomuaðstöðu, taka á móti allt að 170 manns á hverju kvöldi í mat. Forsvarsmaður verkefnisins segir augljóst að fólkið þurfi á miðstöðinni að halda til að ræða málin. 5.4.2022 22:01
Segist hafa látið ummælin falla í pirringi eftir mikla skemmtun Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir ummæli sín um Vigdísi Häsler framkvæmdastjóra Bændasamtakanna hafa fallið eftir mikinn gleðskap og í pirringi. Sigurður Ingi tjáði sig í fyrsta sinn um málið við fjölmiðla í kvöldfréttum RÚV eftir að hafa komið sér undan fréttamönnum eftir ríkisstjórnarfund í dag. 5.4.2022 21:34
Jakob Björgvin aftur sveitarstjóraefni í Stykkishólmi og Helgafellssveit Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar er bæjar- og sveitarstjóraefni H-listans fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í nýsameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar. 5.4.2022 21:22
Meirihlutinn í Reykjavík fallinn og Framsókn í stórsókn Meirihlutinn í Reykjavík er fallinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna, jafnvel þótt Sjálfstæðisflokkurinn tapi tveimur borgarfulltrúum frá síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn er í stórsókn og fengi þrjá borgarfulltrúa. 5.4.2022 19:31
Ætlar sér sæti í bæjarstjórn í Vestmannaeyjum Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun skipa fyrsta sætið á framboðslista Fyrir Heimaey í bæjarstjórnarkosningum í maí. Frá þessu greinir Páll á Facebooksíðu sinni. 5.4.2022 19:04
Óléttri konu gert að bera vitni fyrir framan meintan ofbeldismann sinn Konu, sem komin er minnst sjö mánuði á leið, hefur verið gert að bera vitni fyrir héraðsdómi með meintan brotamann sinn í salnum. Maðurinn er sakaður um stórfelld brot í nánu sambandi gegn þáverandi sambýliskonu sinni, sem hann hefur áður sætt nálgunarbanni fyrir. 5.4.2022 18:45
Ásdís Kristjánsdóttir leiðir Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hördís Ýr Johnson fylgir henni í öðru sæti á listanum. 5.4.2022 17:47
Einn handtekinn vegna skotárásarinnar í Sacramento Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn og ákærður í tengslum við skotárás í Sacramento í gær. Sex létust í árásinni og tólf til viðbótar særðust. 4.4.2022 22:37