Kvöldfréttir Stöðvar 2 Framsóknarflokkurinn er í stórsókn í borginni samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Óvíst er hvort að meirihlutinn haldi velli. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30 en landsmenn ganga að kjörborðinu á morgun. 13.5.2022 18:01
Fyrrverandi formaður dæmdur til að greiða húsfélagi 2,8 milljónir Kona, sem gengdi hlutverki formanns í húsfélags Efstasunds 100, hefur verið dæmd til að greiða húsfélaginu rúmar 2,8 milljónir króna. Konan hafði dregið sér fé úr húsfélaginu þegar hún var þar formaður á árunum 2017 til 2019. 13.5.2022 17:43
„Ég sá að löggurnar sem voru í dómnum voru bara sofandi“ Gabríel Douane Boama, sem strauk úr Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl, segir lífið í fangelsi ágætt. Hann segist hafa flúið úr héraðsdómi þegar hann sá að lögreglumennirnir hafi ekki veitt honum næga athygli og hann hafi vitað að hann næði að flýja. 13.5.2022 07:01
Tíu mánaða skilorð fyrir heimilisofbeldi og fyrir að bíta í læri lögreglumanns Karlmaður hefur verið dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni, umferðarlagabrot, ofbeldi í nánu sambandi og brot á barnaverndarlögum. Maðurinn er þar að auki sviptur ökurétti í tvö og hálft ár og til að greiða 210 þúsund króna sekt í ríkissjóð. 12.5.2022 13:17
Systurnar fengu þakkarkveðjur frá úkraínskum hermönnum Systur hafa eftir fyrri undankeppni Eurovision, sem fór fram á þriðjudag, fengið ótal skilaboða frá Úkraínu þar sem þeim hefur verið þakkað fyrir stuðning sem þær hafa sýnt Úkraínumönnum í keppninni. 12.5.2022 12:00
Ísland upp um fimm sæti á Regnbogakorti Evrópu Ísland hækkar um fimm sæti á milli ára á Regnbogakorti ILGA Europe. Ísland er nú komið í níunda sæti en var í því fjórtánda í fyrra. Utanríkisráðherra segir lög um kynrænt sjálfræði spila stórt hlutverk í þessari þróun. 12.5.2022 11:42
Vinstri græn í Hafnarfirði hvetja fólk til að „setja X við D“ „Göngum lengra í Hafnarfirði. Setjum X við D!“ 12.5.2022 10:32
Hér eru lögin sem flutt verða á stóra sviðinu í Tórínó í kvöld Seinna undanúrslitakvöld Eurovision fer fram í Eurovision-höllinni í Tórínó á Ítalíu í kvöld. Átján lönd keppa um tíu sæti í úrslitunum sem fram fara á laugardagskvöld. 12.5.2022 10:31
Þórólfur Guðnason segir upp störfum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt upp störfum frá og með 1. september næstkomandi. Hann segir ástæður uppsagnarinnar bæði persónulegar og faglegar. 12.5.2022 09:52
Dæmdur í fimmtán mánuði fyrir sérstaklega hættulega hnífstunguárás Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir hótun og sérstaklega hættulega líkamsárás. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn einnig til að greiða brotaþola 600 þúsund krónur í miskabætur. 11.5.2022 16:26