Strípalingur, harmonikkuspilari og vinnuvélabruni meðal verkefna lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur þrátt fyrir gott veður þurft að glíma við ýmis verkefni í dag. Eins og lögregla skrifar sjálf í dagbók sína virðist sumarhitinn hafa farið misvel í fólk. 4.6.2022 18:02
Fjórir látnir og þrjátíu slasaðir eftir lestarslys í Suður-Þýskalandi Minnst fjórir létust og þrjátíu slösuðust þegar lest fór af sporunum nærri vinsælu útivistarsvæði í suðurhluta Þýskalands í dag. Sextíu voru um borð í lestinni þegar slysið varð. 3.6.2022 23:07
Amerískur túristi bað Elísabetu að taka mynd af sér með lífverðinum hennar Richard Griffin, fyrrverandi lífvörður Elísabetar Bretadrottningar, rifjaði upp skondna sögu frá starfstíð sinni hjá drottningunni í tilefni af sjötíu ára valdaafmæli hennar sem fagnað er í Bretlandi um helgina. Griffin sagði frá því þegar þau mættu tveimur amerískum túristum, sem könnuðust ekkert við Elísabetu. 3.6.2022 22:15
„Ég myndi ekki vilja vera Brynjólfur, hann fær allt of mikið af símtölum“ Háskólaneminn Jessý Jónsdóttir lenti í þeim óheppilegu aðstæðum í dag að starfsmaður Sáms Sápugerðar hafði, líklega óvart, látið áframsenda öll símtöl í hennar símanúmer. 3.6.2022 22:00
Fetar í fótspor föðurins og hefur formlega feril í stjórnmálum Margrét Bjarnadóttir tók í gær sæti í bæjarstjórn Garðabæjar og hóf þar með formlega feril í stjórnmálum. Bjarni Benediktsson, faðir Margrétar, segist einstaklega stoltur af dótturinni. 3.6.2022 20:48
Þjófar höfðu á brott mikið magn af bílskoðunarmiðum Þjófar höfðu á brott mikið magn skoðunarmiða af skoðunarstöð á höfuðborgarstæðinu síðdegis í dag. Lögregla segir að sé fólk staðið að því að vera með ranga skoðunarmiða á skráningarmerkjum ökutækja sinna fái þeir kæru vegna brota á hegningarlögum í verðlaun. 3.6.2022 20:25
Íslenska óperan hyggst ekki áfrýja dómi Landsréttar Stjórn Íslensku óperunnar hefur ákveðið að una dómi Landsréttar í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni. Fram kemur í tilkynningu frá stjórninni að óperan hafi þegar greitt Þóru og öðrum söngvurum sýningarinnar Brauðkaup Fígarós í samræmi við niðurstöðu dómsins. 3.6.2022 20:10
Þriggja bíla árekstur á Vesturlandsvegi en enginn alvarlega slasaður Þriggja bíla árekstur varð á Vesturlandsvegi fyrir ofan Ártúnsbrekku rétt upp úr klukkan sex. Þetta staðfestir varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. 3.6.2022 18:58
Anton Máni kjörinn formaður SÍK Anton Máni Svansson frá Join Motion Pictures var í gær kjörinn formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SÍK, á aðalfundi félagsins. Hilmar Sigurðsson frá Sagafilm var kjörinn gjaldkeri og Inga Lind Karlsdóttir frá Skot Produtions meðstjórnandi. 3.6.2022 18:27
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja skerðir þjónustu í sumar vegna manneklu Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mun í sumar skerða ýmsa þjónustu vegna manneklu og sumarleyfa. Fram kemur í tilkynningu frá stofnuninni að öllum bráðaerindum verði sinnt en öðrum erindum kunni að vera forgangsraðað í þágu öryggis skjólstæðinga stofnunarinnar. 3.6.2022 17:43