Gígar farnir að byggjast upp í Meradölum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. ágúst 2022 20:50 Hraun spýtist upp úr hraunhafinu í Meradölum. Vísir/Vilhelm Við upphaf eldgossins í Meradölum opnaðist ein löng sprunga sem hraun vall upp úr. Nú virðist sem sprungan sé farin að skiljast að og gígar farnir að byggjast upp líkt og í eldgosinu í fyrra. Sérfræðingur segir gosið svipað því sem var í Geldingadölum í fyrra. Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að vísar að gígum væru farnir að myndast, sambærilegir þeim sem voru í síðasta gosi. Kristín segir að núverandi gos sé áþekkt því sem var í fyrra.Vísir/Vilhelm „Þetta er eitt af því sem gerist í þessum sprungugosum. Fyrst myndast ein sprunga sem gýs og það myndast eldveggur og svo þegar líður á gosið fer kvikan að, opin fara að þrengjast og við förum að sjá einstaka gígop og á þeim hlaðast upp gígar,“ sagði Kristín. Gosið svipað því sem var í fyrra Hugsanlegt sé að fleiri op opnist en þá yrði það líklega á sömu línu og sé virk núna. Þá segir Kristín að gosið sé mjög svipað því sem var í Geldingadölum í fyrra. „Hraunflæðið virðist vera áþekkt, kannski heldur meira. Nýjustu mælingar frá Háskóla Íslands sýna að hraunflæðið er sautján rúmmetrar á sekúndu og þetta var að rokka frá fimm upp í tuttugu eftir mælingum síðast þannig að við erum innan þessara marka,“ sagði Kristín. Hraunflæði eldgossins í Meradölum séð ofan frá.Vísir/Vilhelm Vísindamenn séu að skoða sprungurnar og kortleggja gosið Sprungur mynduðust og grjót féll víða úr hlíðum á Reykjanesskaga í jarðskjálftahrinunni sem reið yfir áður en gosið hófst. Þá barst fjöldi tilkynninga um tjón frá Grindavík eftir hrinuna. „Þetta voru það margir skjálftar, þetta eru um tuttugu skjálftar sem eru yfir fjórir að stærð og upp í 5,4. Þannig að þetta eru margir staðir sem þarf að skoða en vísindafólk, bæði hér á veðurstofunni og í Háskóla Íslands, er að skoða þessar sprungur og kortleggja þetta allt saman,“ sagði Kristín í samtali við fréttastofu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Hraunflæði virðist stöðugt Engar breytingar hafa orðið á hraunflæði í gosinu í Meradölum síðan í gær að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Þegar hraunflæði var mælt í gær hafði það minnkað um nær helming frá fyrstu mælingu í fyrradag. Til stendur að fljúga yfir gosstöðvarnar á ný í dag og mæla flæði. 5. ágúst 2022 06:42 Þróun eldgossins komi ekki á óvart Töluvert hefur dregið úr hraunflæðinu úr eldstöðvunum í Meradölum frá því í gær og mældist meðalrennsli frá klukkan 17 í gær fram til 11 í morgun 18 rúmmetrar á sekúndu. Til samanburðar var meðalrennsli 32 rúmmetrar á sekúndu fyrstu þrjá tímana eftir að gosið hófst í gær. Á sama tíma hefur sprungan styst úr 300 metrum í um það bil 100 metra. 4. ágúst 2022 18:33 Kraftur gossins sé sá sami en á minna svæði Nýjustu tölur hraunrennslis vegna eldgossins í Meradölum eru ekki komnar til Veðurstofunnar en þær fást eftir mælingar vísindaflugsins í hádeginu. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir sprunguna hafa minnkað en kraftinn vera þann sama á minna svæði. 4. ágúst 2022 12:35 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Sjá meira
Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að vísar að gígum væru farnir að myndast, sambærilegir þeim sem voru í síðasta gosi. Kristín segir að núverandi gos sé áþekkt því sem var í fyrra.Vísir/Vilhelm „Þetta er eitt af því sem gerist í þessum sprungugosum. Fyrst myndast ein sprunga sem gýs og það myndast eldveggur og svo þegar líður á gosið fer kvikan að, opin fara að þrengjast og við förum að sjá einstaka gígop og á þeim hlaðast upp gígar,“ sagði Kristín. Gosið svipað því sem var í fyrra Hugsanlegt sé að fleiri op opnist en þá yrði það líklega á sömu línu og sé virk núna. Þá segir Kristín að gosið sé mjög svipað því sem var í Geldingadölum í fyrra. „Hraunflæðið virðist vera áþekkt, kannski heldur meira. Nýjustu mælingar frá Háskóla Íslands sýna að hraunflæðið er sautján rúmmetrar á sekúndu og þetta var að rokka frá fimm upp í tuttugu eftir mælingum síðast þannig að við erum innan þessara marka,“ sagði Kristín. Hraunflæði eldgossins í Meradölum séð ofan frá.Vísir/Vilhelm Vísindamenn séu að skoða sprungurnar og kortleggja gosið Sprungur mynduðust og grjót féll víða úr hlíðum á Reykjanesskaga í jarðskjálftahrinunni sem reið yfir áður en gosið hófst. Þá barst fjöldi tilkynninga um tjón frá Grindavík eftir hrinuna. „Þetta voru það margir skjálftar, þetta eru um tuttugu skjálftar sem eru yfir fjórir að stærð og upp í 5,4. Þannig að þetta eru margir staðir sem þarf að skoða en vísindafólk, bæði hér á veðurstofunni og í Háskóla Íslands, er að skoða þessar sprungur og kortleggja þetta allt saman,“ sagði Kristín í samtali við fréttastofu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Hraunflæði virðist stöðugt Engar breytingar hafa orðið á hraunflæði í gosinu í Meradölum síðan í gær að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Þegar hraunflæði var mælt í gær hafði það minnkað um nær helming frá fyrstu mælingu í fyrradag. Til stendur að fljúga yfir gosstöðvarnar á ný í dag og mæla flæði. 5. ágúst 2022 06:42 Þróun eldgossins komi ekki á óvart Töluvert hefur dregið úr hraunflæðinu úr eldstöðvunum í Meradölum frá því í gær og mældist meðalrennsli frá klukkan 17 í gær fram til 11 í morgun 18 rúmmetrar á sekúndu. Til samanburðar var meðalrennsli 32 rúmmetrar á sekúndu fyrstu þrjá tímana eftir að gosið hófst í gær. Á sama tíma hefur sprungan styst úr 300 metrum í um það bil 100 metra. 4. ágúst 2022 18:33 Kraftur gossins sé sá sami en á minna svæði Nýjustu tölur hraunrennslis vegna eldgossins í Meradölum eru ekki komnar til Veðurstofunnar en þær fást eftir mælingar vísindaflugsins í hádeginu. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir sprunguna hafa minnkað en kraftinn vera þann sama á minna svæði. 4. ágúst 2022 12:35 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Sjá meira
Hraunflæði virðist stöðugt Engar breytingar hafa orðið á hraunflæði í gosinu í Meradölum síðan í gær að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Þegar hraunflæði var mælt í gær hafði það minnkað um nær helming frá fyrstu mælingu í fyrradag. Til stendur að fljúga yfir gosstöðvarnar á ný í dag og mæla flæði. 5. ágúst 2022 06:42
Þróun eldgossins komi ekki á óvart Töluvert hefur dregið úr hraunflæðinu úr eldstöðvunum í Meradölum frá því í gær og mældist meðalrennsli frá klukkan 17 í gær fram til 11 í morgun 18 rúmmetrar á sekúndu. Til samanburðar var meðalrennsli 32 rúmmetrar á sekúndu fyrstu þrjá tímana eftir að gosið hófst í gær. Á sama tíma hefur sprungan styst úr 300 metrum í um það bil 100 metra. 4. ágúst 2022 18:33
Kraftur gossins sé sá sami en á minna svæði Nýjustu tölur hraunrennslis vegna eldgossins í Meradölum eru ekki komnar til Veðurstofunnar en þær fást eftir mælingar vísindaflugsins í hádeginu. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir sprunguna hafa minnkað en kraftinn vera þann sama á minna svæði. 4. ágúst 2022 12:35