Telja fimmtíu hafa fallið í árás í Hvítasunnumessu Talið er að meira en fimmtíu hafi fallið í árás á kaþólska kirkju í suðvesturhluta Nígeríu í dag. Árásarmennirnir skutu fólk á færi og sprengdu sprengjur inni í kirkjunni. 5.6.2022 22:44
Kínverjar herja á KK á Spotify: „Ég heyri bara í Jóni Gunnarssyni, hann er duglegur að henda útlendingum út“ Tónlistarmaðurinn Kristján Kristjánsson, betur þekktur sem KK, kannast ekkert við þrjú nýjustu lögin sem hann er skráður fyrir á Spotify. Kannski ekki skrítið, því lögin eru kínversk hiphop lög, ekki beint sá tónlistarstíll sem KK er þekktur fyrir. 5.6.2022 22:15
Á fimmta tug látnir eftir sprengingu í Bangladess Minnst 49 eru látnir og hundruðir eru slasaðir eftir mikla sprengingu og eldsvoða á gámasvæði í Bangladess. Talið er að fjöldi látinna muni aukast á næstu sólarhringum. 5.6.2022 22:11
Dagur kynnir málefnasamninginn fyrir Samfylkingarliðum annað kvöld Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík mun kynna málefnasamning nýs meirihluta fyrir flokksmönnum sínum í borginni annað kvöld. Fundarboð barst félagsmönnum á níunda tímanum í kvöld. 5.6.2022 21:09
Árni Gils er látinn Árni Gils Hjaltason er látinn, tuttugu og níu ára að aldri, en hann var fæddur 3. október 1992. 5.6.2022 20:53
Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Landspítalann í Fossvogi Þrír voru fluttir á slysadeild Landspítalans í Fossvogi á níunda tímanum í kvöld eftir að tveggja bíla árekstur varð við gatnamót Bústaðavegar og Háaleitisbrautar. 5.6.2022 20:47
Neituðu að borga og réðust á starfsfólk veitingastaðar Lögreglu barst tilkynning um tvo einstaklinga sem voru að ráðast á starfsfólk veitingastaðar í Kópavogi en fólkið neitaði að borga fyrir veitingarnar. Fólkið var flúið á brott í bíl sínum þegar lögreglu bar að garði, sem lögregla fann svo stuttu síðar yfirgefinn. 5.6.2022 20:39
Hljóp 168 kílómetra á 31 klukkustund: „Ég veit að ég get farið miklu lengra“ Davíð Rúnar Bjarnason var eini keppandinn sem lauk 163 kílómetra hlaupi í Hengill Ultra hlaupinu sem fram fór í Hveragerði um helgina. Davíð hljóp í þrjátíu og eina klukkustund og sautján mínútur. Þrátt fyrir átök helgarinnar líður honum vel í líkamanum í dag og segir að það hafi verið draumi líkast að hlaupa í mark. 5.6.2022 20:04
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum fjöllum við um morðrannsókn. Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald, grunaður um að hafa orðið nágranna sínum að bana í gær. Lögregla hafði fyrr um daginn verið kölluð til vegna hegðunar mannsins en ekki fjarlægt hann. Við ræðum við lögreglu í fréttatímanum. 5.6.2022 18:07
Apabólutilfelli utan Afríku hafa þrefaldast á einni viku Alls hafa 780 greinst smitaðir af sjúkdómnum apabólu utan Afríku. Fjöldi þeirra hefur tæplega þrefaldast á aðeins einn viku en fyrir einni viku síðan höfðu 257 greinst smitaðir af sjúkdómnum. 5.6.2022 18:02