Segir ekki tilefni til að blása af útihátíðir um Verslunarmannahelgina Sóttvarnalæknir segir ekki tilefni til að blása af útihátíðir og aðrar samkomur vegna kórónuveirunnar. Um þrjú hundruð greinast nú dag hvern, í miklum meirihluta eldri borgarar. 21.7.2022 11:33
Sér fram á eitt besta ferðamannasumar á Austurlandi til þessa Hótel víða um land eru uppbókuð vegna stríðs straums erlendra ferðamanna. Hótelstjóri á landsbyggðinni segir þetta vera eitt besta ferðamannasumar sem hann muni eftir. 20.7.2022 22:30
Íslendingar of seinir að bóka til að fá hótelherbergi á sumrin Tæplega 180 þúsund erlendir ferðamenn ferðuðust um Ísland í síðasta mánuði, nærri þrefalt fleiri en á sama tíma í fyrra. Hótelstjórar um land allt hafa tekið eftir aukningunni og segja nánast uppbókað í allt sumar. 20.7.2022 12:30
Evrópskir ferðamenn fegnir að komast í svalann á Íslandi Greinilegt er að margir þeirra evrópsku ferðamanna sem komnir eru hingað til lands eru fegnir að vera lausir undan ofurhitanum á meginlandinu og í Bretlandi. Við hittum nokkra þeirra fyrir í miðbæ Reykjavíkur í dag. 19.7.2022 21:01
Stórkostlegar breytingar fyrirhugaðar í kring um Hlemm Framkvæmdir við fyrsta áfanga að nýju Hlemmtorg eru hafnar á hluta Rauðarárstígs. Hlemmur og nærliggjandi götur munu taka miklum stakkaskiptum á næstu árum þar sem lokað verður fyrir almenna bílaumferð. 19.7.2022 19:51
Ekki opnað aftur fyrir bílaumferð um Rauðarárstíg við Hlemm Framkvæmdir á fyrsta áfanga Hlemmtorgsins svokallaða á Rauðarárstíg eru hafnar. Formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir markmiðið að gera nýtt torg að svæði fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. 19.7.2022 11:45
Telur að smærri útgerðir sameinist þeim stóru á næstu árum vegna íþyngjandi veiðigjalda Hagfræðingur telur að á næstu árum muni smærri útgerðir sameinast þeim stærri vegna veiðigjalda sem þær ráði ekki við. Samkvæmt nýjum tölum frá Fiskistofu á Samherji nú aðild að fjórðungi heildarveiðiheimilda landsins eftir sameiningu Vísis í Grindavík við Síldarvinnsluna 15.7.2022 19:31
Ekki skrítið að lögin séu óbreytt þegar „útgerðarmenn eru með stjórnmálamennina í vasanum“ Samkvæmt endanlegum útreikningum Fiskistofu á Samherji aðild að fjórðungi af heildarkvóta þjóðarinnar. Varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir Sjálfstæðisflokkinn ekki vilja breyta lögum um kvóta enda hafi útgerðarfélögin stutt við kosningabaráttur flokksins í gegn um árin. 15.7.2022 12:10
Breytingar á fiskveiðistjórnunarlögum ekki í augsýn og segir breytingu á stjórnarskrá eina duga til Þingmaður Viðreisnar segir nauðsynlegt að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá varðandi nýtingu á auðlindum hafsins. Ekki dugi að breyta fiskveiðistjórnunarlögum sem ekki hafi náð fram að ganga þrátt fyrir vilja meirihluta þingmanna. 14.7.2022 21:01
Vonast til að auglýsa stöðu forstjóra Festar innan nokkurra vikna Nýkjörin stjórn Festar ráðgerir að auglýsa stöðu forstjóra félagsins á næstu vikum. Mikil ólga hefur verið innan félagsins eftir að eftir að Eggerti Þór Kristóferssyni forstjóra var sagt upp störfum í júní. 14.7.2022 19:25