Grunur um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum tilkynntur til lögreglu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. ágúst 2022 18:06 Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík. Þrír starfsmenn þáðu aðstoð Fagfélagannna við að komast út úr aðstæðunum en þeir leigðu húsnæði af vinnuveitendum sínum. Getty Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Starfsmennirnir þrír eru allir af erlendum uppruna, fengu lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnu á dag og bjuggu jafnframt í íbúð í eigu vinnuveitendanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fagfélögunum en starfsmennirnir voru félagsmenn í MATVÍS, sem á aðild að Fagfélögunum. Fram kemur í fréttatilkynningunni að vinnustaðaeftirlit Fagfélaganna hafi farið í eftirlitsferð á veitingastaðina, sem staðsettir eru í póstnúmeri 105 í Reykjavík, föstudaginn 19. ágúst síðastliðinn. Fagfélögin hafi fengið ábendingu um málið. „Við fengum ábendingu út úr bæ til Fagfélaganna og þess vegna fórum við af stað og skoðuðum þetta,“ segir Benóný Harðarson forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna í samtali við fréttastofu. Verið sé að vinna að kröfum til að senda á vinnuveitendurna. „Við sjáum það mjög fljótt þegar fólk vinnur tíu til sextán tíma á dag og er á lágmarkslaunum fyrir dagvinnu að upphæðirnar eru háar. Það er ekki greitt neitt orlof, vaktaálag, yfirvinna, uppbætur, bara nefndu það. Okkur sýnist tjónið hlaupa á milljónum fyrir hvern aðila,“ segir Benóný. Benóný sagðist ekki geta greint frá því um hvaða veitingastaði sé að ræða en mbl.is greinir frá að staðirnir séu Bambus í Borgartúni og Flame í Katrínartúni. Fagfélögin, sem hafi fjögur aðildarfélög, sjái launaþjófnað í hverri viku. „En okkur finnst þetta vera að vaxa ásmeginn og við erum að gera eftirlitið okkar betra og erum líka að hvetja fólk að hafa samband við okkur ef grunur er á um að eitthvað sé ekki eins og á að vera,“ segir Benóný. Óútskýrðir frádráttarliðir á launaseðlum Vinnuveitendur í málum þessara þriggja hafi reynt að útskýra lág laun starfsmannanna. Málið hafi verið tilkynnt til lögreglu. „Við höfum fengið viðbrögð frá þeim þar sem þau telja sig vera að útskýra hluta af þessu en við höfum ekki keypt þau rök sem þau hafa komið fram með,“ segir Benóný. Á launaseðlum starfsmannanna séu skrítnir frádráttarliðir, sem engar skýringar hafi fengist á. Óljóst sé hvort fólkið hafi til dæmis þurft að greiða háa leigu fyrir íbúðarhúsnæðið, sem það leigði af vinnuveitendum. „Við höldum að lykilinn að því að vel tókst í þessu máli vera að við vorum með tiltæka íbúð sem var í eigu eins stéttafélags innan Fagfélaganna til að fara með fólkið úr aðstæðunum. Af því að við vitum það að ef fólk hefur ekki stað til að fara á og er hrætt um að hafa ekki tekjur fyrir þann mánuð þá hefði verið erfiðara fyrir okkur að fá það út úr þeim aðstæðum sem það var í,“ segir Benóný. Er grunur um vinnumansal í tilfellum þessara þriggja? „Við svo sem þorum ekki að fullyrða eitt eða neitt en þau voru nokkuð frjáls og voru með vegabréfin sín þannig að grunur um mansal, við teljum ekki vera enda er það í höndum lögreglunnar.“ Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fagfélögunum en starfsmennirnir voru félagsmenn í MATVÍS, sem á aðild að Fagfélögunum. Fram kemur í fréttatilkynningunni að vinnustaðaeftirlit Fagfélaganna hafi farið í eftirlitsferð á veitingastaðina, sem staðsettir eru í póstnúmeri 105 í Reykjavík, föstudaginn 19. ágúst síðastliðinn. Fagfélögin hafi fengið ábendingu um málið. „Við fengum ábendingu út úr bæ til Fagfélaganna og þess vegna fórum við af stað og skoðuðum þetta,“ segir Benóný Harðarson forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna í samtali við fréttastofu. Verið sé að vinna að kröfum til að senda á vinnuveitendurna. „Við sjáum það mjög fljótt þegar fólk vinnur tíu til sextán tíma á dag og er á lágmarkslaunum fyrir dagvinnu að upphæðirnar eru háar. Það er ekki greitt neitt orlof, vaktaálag, yfirvinna, uppbætur, bara nefndu það. Okkur sýnist tjónið hlaupa á milljónum fyrir hvern aðila,“ segir Benóný. Benóný sagðist ekki geta greint frá því um hvaða veitingastaði sé að ræða en mbl.is greinir frá að staðirnir séu Bambus í Borgartúni og Flame í Katrínartúni. Fagfélögin, sem hafi fjögur aðildarfélög, sjái launaþjófnað í hverri viku. „En okkur finnst þetta vera að vaxa ásmeginn og við erum að gera eftirlitið okkar betra og erum líka að hvetja fólk að hafa samband við okkur ef grunur er á um að eitthvað sé ekki eins og á að vera,“ segir Benóný. Óútskýrðir frádráttarliðir á launaseðlum Vinnuveitendur í málum þessara þriggja hafi reynt að útskýra lág laun starfsmannanna. Málið hafi verið tilkynnt til lögreglu. „Við höfum fengið viðbrögð frá þeim þar sem þau telja sig vera að útskýra hluta af þessu en við höfum ekki keypt þau rök sem þau hafa komið fram með,“ segir Benóný. Á launaseðlum starfsmannanna séu skrítnir frádráttarliðir, sem engar skýringar hafi fengist á. Óljóst sé hvort fólkið hafi til dæmis þurft að greiða háa leigu fyrir íbúðarhúsnæðið, sem það leigði af vinnuveitendum. „Við höldum að lykilinn að því að vel tókst í þessu máli vera að við vorum með tiltæka íbúð sem var í eigu eins stéttafélags innan Fagfélaganna til að fara með fólkið úr aðstæðunum. Af því að við vitum það að ef fólk hefur ekki stað til að fara á og er hrætt um að hafa ekki tekjur fyrir þann mánuð þá hefði verið erfiðara fyrir okkur að fá það út úr þeim aðstæðum sem það var í,“ segir Benóný. Er grunur um vinnumansal í tilfellum þessara þriggja? „Við svo sem þorum ekki að fullyrða eitt eða neitt en þau voru nokkuð frjáls og voru með vegabréfin sín þannig að grunur um mansal, við teljum ekki vera enda er það í höndum lögreglunnar.“
Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir