Ósáttur að rannsóknin heyri undir annað embætti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. ágúst 2022 21:43 Birgir Jónasson lögreglustjóri á Norðurlandi vestra. Stöð 2 Birgir Jónasson lögreglustjóri á Norðurlandi vestra segist ekki sammála því að rannsóknir mála, eins og þess voðaverks sem upp kom á Blönduósi á sunnudag, eigi að vera í höndum annars lögreglustjóra. Lögreglan á Norðurlandi eystra, sem fer með rannsókn málsins, hefur ekki veitt upplýsingar um framgang rannsóknarinnar til þessa. Lögreglan á Norðurlandi eystra fer með rannsókn manndrápsins á Blönduósi á sunnudagsmorgun þó bærinn heyri undir lögregluna á Norðurlandi vestra. Fyrirkomulagið er lögbundið og að sögn Birgis á það sér ákveðna forsögu. Hann segir í viðtali við Ríkisútvarpið í dag að hann sé þrátt fyrir það ekki sáttur með fyrirkomulagið. „Ég er ekki sammála því að rannsókn þessara mála eigi að vera í höndum annars lögreglustjóra, nei ég er ekki sammála því,“ segir Birgir í viðtali hjá RÚV. Birgir segir í viðtalinu ekki geta tjáð sig um rannsókn málsins þar sem lögreglan á Norðurlandi eystra fari með rannsóknarforræðið. Litlar sem engar upplýsingar hafa borist frá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna málsins og enginn hjá embættinu gefið kost á viðtali vegna málsins. Birgir segir í viðtalinu við RÚV þeirrar skoðunar að í upphafi máls hafi upplýsingagjöf verið mikil, meiri en hún hafi verið oft áður. „Það byggir á breyttri samfélagsmynd. Nú fara atburðir eins og eldur í sinu og mjög erfitt að hamla öllu slíku. Ég hef fullan skilning á að lögregla gefi ekki upp upplýsingar um gang rannsóknar eða einstaka atriði rannsóknar. Þetta er ákveðin lína sem þarf að fara og getur verið erfitt að meta hvort hún sé góð eða slæm.“ Fréttastofa óskaði í dag eftir því við Páley Bergþórsdóttur, lögreglustjóra á Norðurlandi eystra, að hún eða einhver annar hjá embættinu veitti fréttastofu viðtal vegna málsins. Páley sagði í skriflegu svari við beiðni fréttastofu að þegar staða rannsóknar gefi tilefni til verði upplýsingar veittar. Málið sé þó alvarlegt og á viðkvæmu stigi og lögregla geti ekki veitt frekari upplýsingar að svo stöddu. Helgi Gunnlaugsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og afbrotafræðingur gagnrýndi í dag lögreglu fyrir skort á upplýsingagjöf. Mikilvægt væri að opinberir aðilar sinni miðlun upplýsinga , meðal annars til að hlífa aðstandendum við ágangi. Bæði börn hjónanna sem ráðist var á og aðstandendur árársarmannsins sendu frá sér yfirlýsingar í gær þar sem þau báðu meðal annars um frið frá fjölmiðlum. „Þegar svona stór áföll verða þá er miðlun upplýsinga til almennings afar mikilvæg. Við viljum vita hvað gerðist, hvernig og af hverju. Er engar upplýsingar berast frá opinberum aðilum er hætta að það fari af stað villandi upplýsingar sem geta orðið skaðlegar fyrir þá sem í hlut eiga hverju sinni. Þess vegna tel ég mikilvægt að það komi fljótt yfirlýsing frá lögreglunni á Norðurlandi án þess að það skaði rannsóknina eða hlutaðeigandi aðila,“ sagði Helgi í samtali við fréttastofu í dag. Lögreglan Lögreglumál Manndráp á Blönduósi Húnabyggð Tengdar fréttir Enn margir þættir málsins óljósir Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna rannsóknar á skotárásinni. Þar biður lögreglan um skilning á þvi að rannsóknin muni taka tíma en tekur einnig fram að enn séu margir þættir málsins óljósir. 24. ágúst 2022 16:25 „Þegar svona stór áföll verða þá er miðlun upplýsinga afar mikilvæg“ Prófessor í afbrotafræði segir harmleikinn á Blönduósi um síðustu helgi með þeim stærri sem hefur orðið í samfélaginu síðustu áratugi. Afar mikilvægt sé að opinberir aðilar gefi greinargóðar upplýsingar þegar slíkir atburðir verði. 24. ágúst 2022 13:10 Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum Bæði aðstandendur hjónanna sem ráðist var á á Blönduósi um helgina og aðstandendur árársarmannsins báðu í dag um næði frá fjölmiðlum. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum. 23. ágúst 2022 18:49 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi eystra fer með rannsókn manndrápsins á Blönduósi á sunnudagsmorgun þó bærinn heyri undir lögregluna á Norðurlandi vestra. Fyrirkomulagið er lögbundið og að sögn Birgis á það sér ákveðna forsögu. Hann segir í viðtali við Ríkisútvarpið í dag að hann sé þrátt fyrir það ekki sáttur með fyrirkomulagið. „Ég er ekki sammála því að rannsókn þessara mála eigi að vera í höndum annars lögreglustjóra, nei ég er ekki sammála því,“ segir Birgir í viðtali hjá RÚV. Birgir segir í viðtalinu ekki geta tjáð sig um rannsókn málsins þar sem lögreglan á Norðurlandi eystra fari með rannsóknarforræðið. Litlar sem engar upplýsingar hafa borist frá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna málsins og enginn hjá embættinu gefið kost á viðtali vegna málsins. Birgir segir í viðtalinu við RÚV þeirrar skoðunar að í upphafi máls hafi upplýsingagjöf verið mikil, meiri en hún hafi verið oft áður. „Það byggir á breyttri samfélagsmynd. Nú fara atburðir eins og eldur í sinu og mjög erfitt að hamla öllu slíku. Ég hef fullan skilning á að lögregla gefi ekki upp upplýsingar um gang rannsóknar eða einstaka atriði rannsóknar. Þetta er ákveðin lína sem þarf að fara og getur verið erfitt að meta hvort hún sé góð eða slæm.“ Fréttastofa óskaði í dag eftir því við Páley Bergþórsdóttur, lögreglustjóra á Norðurlandi eystra, að hún eða einhver annar hjá embættinu veitti fréttastofu viðtal vegna málsins. Páley sagði í skriflegu svari við beiðni fréttastofu að þegar staða rannsóknar gefi tilefni til verði upplýsingar veittar. Málið sé þó alvarlegt og á viðkvæmu stigi og lögregla geti ekki veitt frekari upplýsingar að svo stöddu. Helgi Gunnlaugsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og afbrotafræðingur gagnrýndi í dag lögreglu fyrir skort á upplýsingagjöf. Mikilvægt væri að opinberir aðilar sinni miðlun upplýsinga , meðal annars til að hlífa aðstandendum við ágangi. Bæði börn hjónanna sem ráðist var á og aðstandendur árársarmannsins sendu frá sér yfirlýsingar í gær þar sem þau báðu meðal annars um frið frá fjölmiðlum. „Þegar svona stór áföll verða þá er miðlun upplýsinga til almennings afar mikilvæg. Við viljum vita hvað gerðist, hvernig og af hverju. Er engar upplýsingar berast frá opinberum aðilum er hætta að það fari af stað villandi upplýsingar sem geta orðið skaðlegar fyrir þá sem í hlut eiga hverju sinni. Þess vegna tel ég mikilvægt að það komi fljótt yfirlýsing frá lögreglunni á Norðurlandi án þess að það skaði rannsóknina eða hlutaðeigandi aðila,“ sagði Helgi í samtali við fréttastofu í dag.
Lögreglan Lögreglumál Manndráp á Blönduósi Húnabyggð Tengdar fréttir Enn margir þættir málsins óljósir Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna rannsóknar á skotárásinni. Þar biður lögreglan um skilning á þvi að rannsóknin muni taka tíma en tekur einnig fram að enn séu margir þættir málsins óljósir. 24. ágúst 2022 16:25 „Þegar svona stór áföll verða þá er miðlun upplýsinga afar mikilvæg“ Prófessor í afbrotafræði segir harmleikinn á Blönduósi um síðustu helgi með þeim stærri sem hefur orðið í samfélaginu síðustu áratugi. Afar mikilvægt sé að opinberir aðilar gefi greinargóðar upplýsingar þegar slíkir atburðir verði. 24. ágúst 2022 13:10 Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum Bæði aðstandendur hjónanna sem ráðist var á á Blönduósi um helgina og aðstandendur árársarmannsins báðu í dag um næði frá fjölmiðlum. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum. 23. ágúst 2022 18:49 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Enn margir þættir málsins óljósir Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna rannsóknar á skotárásinni. Þar biður lögreglan um skilning á þvi að rannsóknin muni taka tíma en tekur einnig fram að enn séu margir þættir málsins óljósir. 24. ágúst 2022 16:25
„Þegar svona stór áföll verða þá er miðlun upplýsinga afar mikilvæg“ Prófessor í afbrotafræði segir harmleikinn á Blönduósi um síðustu helgi með þeim stærri sem hefur orðið í samfélaginu síðustu áratugi. Afar mikilvægt sé að opinberir aðilar gefi greinargóðar upplýsingar þegar slíkir atburðir verði. 24. ágúst 2022 13:10
Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum Bæði aðstandendur hjónanna sem ráðist var á á Blönduósi um helgina og aðstandendur árársarmannsins báðu í dag um næði frá fjölmiðlum. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum. 23. ágúst 2022 18:49
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent