Fréttamaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

Hallgerður Kolbrún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

SÞ segja Kín­verja mögu­lega seka um glæpi gegn mann­kyninu

Michelle Bachelet, fráfarandi framkvæmdastjóri mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, segir stjórnvöld í Kína hafa brotið gróflega á mannréttindum Úígúra í Xinjiang og að meðferðin á fólkinu kunni að flokkast til glæpa gegn mannkyninu.

Talinn hafa ekið á 200 kílómetra hraða þegar hann stakk lögreglu af

Ökumaður bifreiðar, sem lögregla gerði tilraun til að stöðva fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut í átt að Hafnarfirði í nótt, er talinn hafa ekið á allt að 200 kílómetra hraða þegar hann stakk lögreglu af. Maðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu, jók hraðann og stakk af inn í Hafnarfjörð, þar sem hann svo yfirgaf bílinn og hljóp á brott. Lögregla lagði hald á bílinn fyrir rannsókn málsins.

Jón nýr í stjórn og Petrea verður stjórnarformaður

Petrea Ingileif Guðmundsdóttir var í dag kjörin nýr stjórnarformaður Sýnar á hluthafafundi sem fór fram í höfuðstöðvum félagsins við Suðurlandsbraut í hádeginu í dag. Jón Skaftason kemur einn nýr inn í stjórn félagsins. Fjórir af fimm fyrri stjórnarmönnum sóttust eftir endurkjöri og hlutu allir kjör.

Neituðu og játuðu sök á víxl í risavöxnu dópmáli

Sakborningar í þremur risavöxnum dópmálum, sem eru ákærðir fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi, neituðu og játuðu sök á víxl þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fimm eru ákærðir í málinu en tveir sitja í gæsluvarðhaldi í tengslum við málið.

Sjá meira