Eiginkona hins látna grunuð um að hafa stungið hann með hnífi í mars Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. október 2022 07:38 Frá vettvangi á Ólafsfirði. Vísir/Tryggvi Páll Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur til rannsóknar nokkur mál þar sem talið er að maðurinn, sem fannst látinn í íbúð á Ólafsfirði fyrir rúmri viku, og eiginkona hans, sem var viðstödd þegar hann lést, hafi átt í átökum sín á milli. Meðal annars er konan grunuð um að hafa stungið manninn, sem nú er látinn, með eggvopni í mars síðastliðnum. Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar frá 5. október síðastliðnum um gæsluvarðhald yfir konunni. Hún var handtekin ásamt þremur öðrum aðfaranótt 3. október síðastliðinn þegar tilkynning barst lögreglu á Ólafsfirði um að karlmaður hafi verið stunginn til bana í íbúð við Ólafsveg á Ólafsfirði. Konan, sem var eiginkona mannsins, sat í gæsluvarðhaldi þar til 7. október þegar henni var sleppt úr haldi ásamt annarri konu, sem var handtekin á sama tíma. Nú situr karlmaður enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins en hann var úrskurðaður í fjögurra vikna varðhald á þriðjudag. Úrskurður Landsréttar um gæsluvarðhald yfir eiginkonunni var kveðinn upp 5. október síðastliðinn en var ekki birtur á vef Landsréttar fyrr en í gærkvöldi. Þar kemur fram að gögn bendi til að upphaf málsins hafi verið að hinn látni hafi sent einstakling, sem sé sennilega vitni í málinu, á heimilið við Ólafsveg að sækja eiginkonu sína. Þar hafi hún virst vera við neyslu á áfengi og hugsanlega öðrum vímugjöfum. Sá sem hinn látni hafi sent til að sækja konu sína hafi snúið til baka og tjáð manninum að hún hafi ekki viljað koma með honum. Þá hafi hinn látni farið sjálfur á staðinn og atburðarrás hafist sem hafi lokið með því að hann hafi verið stunginn til bana og maðurinn, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, hafi hlotið alvarlega áverka eftir hníf. Enn sé ekki vitað hver hafi veitt hinum látna þá áverka sem virðast hafa leitt til dauða hans. Ýmislegt bendi þó til að hinn látni og sá sem nú situr í gæsluvarðhaldi hafi átt í átökum þar sem hnífi var beitt. Rannsókn sé þó ekki komin það langt. Hafa skal í huga að þessar upplýsingar voru ritaðar strax 3. október og því líklegt að lögregla sé komin lengra á veg í rannsókn sinni nú, tíu dögum síðar. Manndráp á Ólafsfirði Lögreglumál Dómsmál Fjallabyggð Tengdar fréttir Fjögurra vikna gæsluvarðhald í Ólafsfjarðarmálinu Einn þeirra sem handtekinn var á Ólafsfirði í síðustu viku vegna gruns um aðild að manndrápi hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. 11. október 2022 11:03 Eiginkona mannsins sem stunginn var til bana laus úr haldi Einn sakborninga í máli manns sem var stunginn til bana á Ólafsfirði á mánudag var sleppt úr haldi lögreglu í dag. 7. október 2022 18:37 Húsráðandi á vettvangi manndrápsins látinn laus Kona, ein þeirra þriggja sem handtekin voru grunuð um aðild að manndrápi á Ólafsfirði aðfaranótt sunnudags, er laus úr haldi. Konan var húsráðandi á heimilinu þar sem karlmaður fannst látinn af völdum stungusára. Réttarkrufning hefur farið fram á hinum látna. Nokkurra vikna bið gæti verið eftir niðurstöðum. 6. október 2022 16:47 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar frá 5. október síðastliðnum um gæsluvarðhald yfir konunni. Hún var handtekin ásamt þremur öðrum aðfaranótt 3. október síðastliðinn þegar tilkynning barst lögreglu á Ólafsfirði um að karlmaður hafi verið stunginn til bana í íbúð við Ólafsveg á Ólafsfirði. Konan, sem var eiginkona mannsins, sat í gæsluvarðhaldi þar til 7. október þegar henni var sleppt úr haldi ásamt annarri konu, sem var handtekin á sama tíma. Nú situr karlmaður enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins en hann var úrskurðaður í fjögurra vikna varðhald á þriðjudag. Úrskurður Landsréttar um gæsluvarðhald yfir eiginkonunni var kveðinn upp 5. október síðastliðinn en var ekki birtur á vef Landsréttar fyrr en í gærkvöldi. Þar kemur fram að gögn bendi til að upphaf málsins hafi verið að hinn látni hafi sent einstakling, sem sé sennilega vitni í málinu, á heimilið við Ólafsveg að sækja eiginkonu sína. Þar hafi hún virst vera við neyslu á áfengi og hugsanlega öðrum vímugjöfum. Sá sem hinn látni hafi sent til að sækja konu sína hafi snúið til baka og tjáð manninum að hún hafi ekki viljað koma með honum. Þá hafi hinn látni farið sjálfur á staðinn og atburðarrás hafist sem hafi lokið með því að hann hafi verið stunginn til bana og maðurinn, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, hafi hlotið alvarlega áverka eftir hníf. Enn sé ekki vitað hver hafi veitt hinum látna þá áverka sem virðast hafa leitt til dauða hans. Ýmislegt bendi þó til að hinn látni og sá sem nú situr í gæsluvarðhaldi hafi átt í átökum þar sem hnífi var beitt. Rannsókn sé þó ekki komin það langt. Hafa skal í huga að þessar upplýsingar voru ritaðar strax 3. október og því líklegt að lögregla sé komin lengra á veg í rannsókn sinni nú, tíu dögum síðar.
Manndráp á Ólafsfirði Lögreglumál Dómsmál Fjallabyggð Tengdar fréttir Fjögurra vikna gæsluvarðhald í Ólafsfjarðarmálinu Einn þeirra sem handtekinn var á Ólafsfirði í síðustu viku vegna gruns um aðild að manndrápi hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. 11. október 2022 11:03 Eiginkona mannsins sem stunginn var til bana laus úr haldi Einn sakborninga í máli manns sem var stunginn til bana á Ólafsfirði á mánudag var sleppt úr haldi lögreglu í dag. 7. október 2022 18:37 Húsráðandi á vettvangi manndrápsins látinn laus Kona, ein þeirra þriggja sem handtekin voru grunuð um aðild að manndrápi á Ólafsfirði aðfaranótt sunnudags, er laus úr haldi. Konan var húsráðandi á heimilinu þar sem karlmaður fannst látinn af völdum stungusára. Réttarkrufning hefur farið fram á hinum látna. Nokkurra vikna bið gæti verið eftir niðurstöðum. 6. október 2022 16:47 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Fjögurra vikna gæsluvarðhald í Ólafsfjarðarmálinu Einn þeirra sem handtekinn var á Ólafsfirði í síðustu viku vegna gruns um aðild að manndrápi hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. 11. október 2022 11:03
Eiginkona mannsins sem stunginn var til bana laus úr haldi Einn sakborninga í máli manns sem var stunginn til bana á Ólafsfirði á mánudag var sleppt úr haldi lögreglu í dag. 7. október 2022 18:37
Húsráðandi á vettvangi manndrápsins látinn laus Kona, ein þeirra þriggja sem handtekin voru grunuð um aðild að manndrápi á Ólafsfirði aðfaranótt sunnudags, er laus úr haldi. Konan var húsráðandi á heimilinu þar sem karlmaður fannst látinn af völdum stungusára. Réttarkrufning hefur farið fram á hinum látna. Nokkurra vikna bið gæti verið eftir niðurstöðum. 6. október 2022 16:47