Fréttamaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

Hallgerður Kolbrún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Icelandair hyggst skipta úr Boeing yfir í Airbus-flugvélar á næstu árum. Um er að ræða tímamót í íslenskri flugsögu. Allt frá því Flugélag Íslands fékk fyrstu Boeing þotuna til landsins árið 1967 hafa Icelandair og forverar þess aldrei keypt nýjar þotur frá öðrum framleiðanda en Boeing. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Áhrif vandræða flugfélagsins Niceair á ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi eru ennþá óljós segir framkvæmdastjóri Skógarbaðanna í Eyjafirði. Flugið hafi verið lyftistöng fyrir samfélagið og brotthvarf þess séu mikil vonbrigði. 

Leigu­salar nýti sér slæma stöðu fólks til að græða

Ekki er leyfi fyrir búsetu í leiguherbergjum við Funahöfða í Reykjavík, þar sem eldur kom upp í gær. Borgarfulltrúi segir að verið sé að nýta slæma stöðu leigjenda til að græða á þeim. Áratugur er síðan fjallað var um slæman aðbúnað í húsnæðinu.

Fram­tíð Sönnu Marin í em­bætti ræðst í kvöld

Finnar gengu til kosninga í dag en samkvæmt fyrstu tölum leiðir Sambandsflokkurinn kapphlaupið með einu prósentustigi. Verði niðurstaða kosninga í takt við þetta mun Sanna Marin forsætisráðherra þurfa að láta af embætti.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Talsmaður leigubílstjóra segir að ný löggjöf um leigubíla muni auðvelda skipulagðri glæpastarfsemi að ná fótfestu á markaðnum. Hopp tilkynnti í gær að fyrirtækið hyggðist hefja innreið á markaðinn og að fyrstu Hopp leigubílarnir hefji keyrslu síðar í vor. Við skoðum málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Minnst 21 látinn í suður- og miðvesturríkjum

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Arkansas í Bandaríkjunum vegna mannskæðs óveðurs sem reið yfir þar og í fleiri ríkjum í gærkvöldi og í nótt. Tugir hvirfilbylja fylgdu veðrinu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Framkvæmdastjóri Hopp, sem stefnir nú á samkeppni á leigubílamarkaði, vonast eftir enn frekari rýmkun á leigubílalöggjöf. Ekkert komi í veg fyrir að Uber hasli sér völl hér á landi. Við fáum að kíkja á nýju leigubílana í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Hopp fer í leigubílarekstur

Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur ákveðið að hefja leigubílarekstur. Ný lög um leigubílarekstur tóku gildi í dag og hefur stöðvarskylda verið afnumin, sem gerir leigubílstjórum kleift að keyra fyrir fleiri en eina stöð.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Engar tilkynningar hafa borist um flóð á Austurlandi síðan síðdegis í gær. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna segir veðurspá hagstæða, en stytta á upp eftir hádegi. Víðir greinir frá stöðu mála á Austurlandi í hádegisfréttum Bylgjunnar. 

Sjá meira