Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Telma Tómasson segir fréttir í kvöld.
Telma Tómasson segir fréttir í kvöld. Vísir

Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir brot Samskipa geta valdið miklu tjóni fyrir samfélagið, neytendur og atvinnulífið. Hann á von á enn hærri sektum í sambærilegum samkeppnismálum á næstu árum. Rætt verður við forstjóra eftirlitsins í kvöldfréttum á Stöð 2. 

Þá verður rætt við þingflokksformann Pírata sem segir fullt tilefni til að kalla þing fyrr saman til að ræða ákvörðun matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar fram að áramótum. Reglugerð með hertum skilyrðum taki ekki gildi fyrr en 18. september, sem sé til marks um pólitískan skrípaleik.

Og við kíkjum alla leið til Hong Kong þar sem einn hefur farist í fellibyl sem gengur yfir suðausturströnd Kína. Íslenskur stúdent í borginni segist aldrei hafa séð annað eins. 

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á Stöð 2 og Bylgjunni klukkan 18:30. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×