Vilja meina að ákvörðunin hafi ekki ráðið úrslitum ríkisstjórnarinnar Jón Þór Stefánsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 31. ágúst 2023 14:45 Katrín og Bjarni voru sammála um að málið hefði ekki ógnað ríkisstjórnarsamtarfinu, þó það hafi verið umdeilt. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um áframhaldandi hvalveiðar hafi ekki bjargað ríkisstjórnarsamstarfinu. Vissulega hafi málið verið umdeilt meðal stjórnarflokkanna, en það hafi aldrei ógnað samstarfinu. „Ráðherra byggir ákvörðun sína á á faglegum og málefnalegum forsendum,“ segir Katrín í samtali við Vísi.„Hún gerir það skýrt að sjónarmið dýravelferðar séu tekin til greina sem er orðið löngu tímabært.“ Spurð um hvort ákvörðunin hafi bjargað ríkisstjórnarsamstarfinu svarar Katrín neitandi, og bætir við að viðfangsefni stjórnarinnar séu talsvert stærri. „Þó að það þessi mál séu umdeild, og skiptar skoðanir á þeim meðal ríkisstjórnarflokkanna, þá heyrði maður á flokksráðsfundi okkar og hjá Sjálfstæðisflokknum að það er einlægur vilji til að halda áfram þessu samstarfi.“ segir Katrín. „Látum ekki stilla okkur upp við vegg og hóta okkur“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ákvörðun Svandísar varðandi áframhaldandi hvalveiðar vera ágætlega rökstudda. Sjálfstæðismenn hafi gert athugasemdir varðandi það hvernig staðið hafi verið að fyrri ákvörðun Svandísar en nú sé búið að taka aðra ákvörðun. Í samtali við Vísi var Barni spurður út í mögulega sniðgöngu Hollywood-stjarna á Íslandi verði hvalveiðar ekki bannaðar. Hann sagði slíkt ekki eiga að hafa áhrif á ákvörðun sem þessa. „Ég er þeirrar skoðunar að við tökum okkar eigin ákvarðanir. Við látum ekki stilla okkur upp við vegg og hóta okkur,“ segir Bjarni sem bendir á að hvalveiðar eigi sér langa sögu hér á landi. Því finnst honum mikilvægt að þjóðin taki ákvörðun um þetta sjálf. Bjarni talaði á svipuðum nótum varðandi það hvort málið hafi ógnað ríkisstjórninni. Hann taldi svo ekki vera. Hins vegar hafi málið verið alvarlegt engu að síður. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra tjáði sig einnig um ákvörðunina. Hann segist fagna ákvörðuninni og er ánægður að með henni sé mikilli óvissu eytt. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Möguleg sniðganga Hollywood hræsni í augum Vilhjálms Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist orðlaus yfir mögulegri sniðgöngu Hollywood-stjarna á Íslandi vegna hvalveiða. Hann sakar stjörnurnar um hræsni og telur að þær ættu frekar að leysa vandamál eigin lands áður en þær skipti sér að málum Íslands. 31. ágúst 2023 09:31 „Mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag“ „Mér finnst þetta mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, aðspurð um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að heimila hvalveiðar á ný. 31. ágúst 2023 12:35 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
„Ráðherra byggir ákvörðun sína á á faglegum og málefnalegum forsendum,“ segir Katrín í samtali við Vísi.„Hún gerir það skýrt að sjónarmið dýravelferðar séu tekin til greina sem er orðið löngu tímabært.“ Spurð um hvort ákvörðunin hafi bjargað ríkisstjórnarsamstarfinu svarar Katrín neitandi, og bætir við að viðfangsefni stjórnarinnar séu talsvert stærri. „Þó að það þessi mál séu umdeild, og skiptar skoðanir á þeim meðal ríkisstjórnarflokkanna, þá heyrði maður á flokksráðsfundi okkar og hjá Sjálfstæðisflokknum að það er einlægur vilji til að halda áfram þessu samstarfi.“ segir Katrín. „Látum ekki stilla okkur upp við vegg og hóta okkur“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ákvörðun Svandísar varðandi áframhaldandi hvalveiðar vera ágætlega rökstudda. Sjálfstæðismenn hafi gert athugasemdir varðandi það hvernig staðið hafi verið að fyrri ákvörðun Svandísar en nú sé búið að taka aðra ákvörðun. Í samtali við Vísi var Barni spurður út í mögulega sniðgöngu Hollywood-stjarna á Íslandi verði hvalveiðar ekki bannaðar. Hann sagði slíkt ekki eiga að hafa áhrif á ákvörðun sem þessa. „Ég er þeirrar skoðunar að við tökum okkar eigin ákvarðanir. Við látum ekki stilla okkur upp við vegg og hóta okkur,“ segir Bjarni sem bendir á að hvalveiðar eigi sér langa sögu hér á landi. Því finnst honum mikilvægt að þjóðin taki ákvörðun um þetta sjálf. Bjarni talaði á svipuðum nótum varðandi það hvort málið hafi ógnað ríkisstjórninni. Hann taldi svo ekki vera. Hins vegar hafi málið verið alvarlegt engu að síður. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra tjáði sig einnig um ákvörðunina. Hann segist fagna ákvörðuninni og er ánægður að með henni sé mikilli óvissu eytt.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Möguleg sniðganga Hollywood hræsni í augum Vilhjálms Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist orðlaus yfir mögulegri sniðgöngu Hollywood-stjarna á Íslandi vegna hvalveiða. Hann sakar stjörnurnar um hræsni og telur að þær ættu frekar að leysa vandamál eigin lands áður en þær skipti sér að málum Íslands. 31. ágúst 2023 09:31 „Mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag“ „Mér finnst þetta mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, aðspurð um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að heimila hvalveiðar á ný. 31. ágúst 2023 12:35 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Möguleg sniðganga Hollywood hræsni í augum Vilhjálms Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist orðlaus yfir mögulegri sniðgöngu Hollywood-stjarna á Íslandi vegna hvalveiða. Hann sakar stjörnurnar um hræsni og telur að þær ættu frekar að leysa vandamál eigin lands áður en þær skipti sér að málum Íslands. 31. ágúst 2023 09:31
„Mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag“ „Mér finnst þetta mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, aðspurð um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að heimila hvalveiðar á ný. 31. ágúst 2023 12:35