Vilja meina að ákvörðunin hafi ekki ráðið úrslitum ríkisstjórnarinnar Jón Þór Stefánsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 31. ágúst 2023 14:45 Katrín og Bjarni voru sammála um að málið hefði ekki ógnað ríkisstjórnarsamtarfinu, þó það hafi verið umdeilt. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um áframhaldandi hvalveiðar hafi ekki bjargað ríkisstjórnarsamstarfinu. Vissulega hafi málið verið umdeilt meðal stjórnarflokkanna, en það hafi aldrei ógnað samstarfinu. „Ráðherra byggir ákvörðun sína á á faglegum og málefnalegum forsendum,“ segir Katrín í samtali við Vísi.„Hún gerir það skýrt að sjónarmið dýravelferðar séu tekin til greina sem er orðið löngu tímabært.“ Spurð um hvort ákvörðunin hafi bjargað ríkisstjórnarsamstarfinu svarar Katrín neitandi, og bætir við að viðfangsefni stjórnarinnar séu talsvert stærri. „Þó að það þessi mál séu umdeild, og skiptar skoðanir á þeim meðal ríkisstjórnarflokkanna, þá heyrði maður á flokksráðsfundi okkar og hjá Sjálfstæðisflokknum að það er einlægur vilji til að halda áfram þessu samstarfi.“ segir Katrín. „Látum ekki stilla okkur upp við vegg og hóta okkur“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ákvörðun Svandísar varðandi áframhaldandi hvalveiðar vera ágætlega rökstudda. Sjálfstæðismenn hafi gert athugasemdir varðandi það hvernig staðið hafi verið að fyrri ákvörðun Svandísar en nú sé búið að taka aðra ákvörðun. Í samtali við Vísi var Barni spurður út í mögulega sniðgöngu Hollywood-stjarna á Íslandi verði hvalveiðar ekki bannaðar. Hann sagði slíkt ekki eiga að hafa áhrif á ákvörðun sem þessa. „Ég er þeirrar skoðunar að við tökum okkar eigin ákvarðanir. Við látum ekki stilla okkur upp við vegg og hóta okkur,“ segir Bjarni sem bendir á að hvalveiðar eigi sér langa sögu hér á landi. Því finnst honum mikilvægt að þjóðin taki ákvörðun um þetta sjálf. Bjarni talaði á svipuðum nótum varðandi það hvort málið hafi ógnað ríkisstjórninni. Hann taldi svo ekki vera. Hins vegar hafi málið verið alvarlegt engu að síður. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra tjáði sig einnig um ákvörðunina. Hann segist fagna ákvörðuninni og er ánægður að með henni sé mikilli óvissu eytt. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Möguleg sniðganga Hollywood hræsni í augum Vilhjálms Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist orðlaus yfir mögulegri sniðgöngu Hollywood-stjarna á Íslandi vegna hvalveiða. Hann sakar stjörnurnar um hræsni og telur að þær ættu frekar að leysa vandamál eigin lands áður en þær skipti sér að málum Íslands. 31. ágúst 2023 09:31 „Mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag“ „Mér finnst þetta mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, aðspurð um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að heimila hvalveiðar á ný. 31. ágúst 2023 12:35 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
„Ráðherra byggir ákvörðun sína á á faglegum og málefnalegum forsendum,“ segir Katrín í samtali við Vísi.„Hún gerir það skýrt að sjónarmið dýravelferðar séu tekin til greina sem er orðið löngu tímabært.“ Spurð um hvort ákvörðunin hafi bjargað ríkisstjórnarsamstarfinu svarar Katrín neitandi, og bætir við að viðfangsefni stjórnarinnar séu talsvert stærri. „Þó að það þessi mál séu umdeild, og skiptar skoðanir á þeim meðal ríkisstjórnarflokkanna, þá heyrði maður á flokksráðsfundi okkar og hjá Sjálfstæðisflokknum að það er einlægur vilji til að halda áfram þessu samstarfi.“ segir Katrín. „Látum ekki stilla okkur upp við vegg og hóta okkur“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ákvörðun Svandísar varðandi áframhaldandi hvalveiðar vera ágætlega rökstudda. Sjálfstæðismenn hafi gert athugasemdir varðandi það hvernig staðið hafi verið að fyrri ákvörðun Svandísar en nú sé búið að taka aðra ákvörðun. Í samtali við Vísi var Barni spurður út í mögulega sniðgöngu Hollywood-stjarna á Íslandi verði hvalveiðar ekki bannaðar. Hann sagði slíkt ekki eiga að hafa áhrif á ákvörðun sem þessa. „Ég er þeirrar skoðunar að við tökum okkar eigin ákvarðanir. Við látum ekki stilla okkur upp við vegg og hóta okkur,“ segir Bjarni sem bendir á að hvalveiðar eigi sér langa sögu hér á landi. Því finnst honum mikilvægt að þjóðin taki ákvörðun um þetta sjálf. Bjarni talaði á svipuðum nótum varðandi það hvort málið hafi ógnað ríkisstjórninni. Hann taldi svo ekki vera. Hins vegar hafi málið verið alvarlegt engu að síður. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra tjáði sig einnig um ákvörðunina. Hann segist fagna ákvörðuninni og er ánægður að með henni sé mikilli óvissu eytt.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Möguleg sniðganga Hollywood hræsni í augum Vilhjálms Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist orðlaus yfir mögulegri sniðgöngu Hollywood-stjarna á Íslandi vegna hvalveiða. Hann sakar stjörnurnar um hræsni og telur að þær ættu frekar að leysa vandamál eigin lands áður en þær skipti sér að málum Íslands. 31. ágúst 2023 09:31 „Mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag“ „Mér finnst þetta mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, aðspurð um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að heimila hvalveiðar á ný. 31. ágúst 2023 12:35 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
Möguleg sniðganga Hollywood hræsni í augum Vilhjálms Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist orðlaus yfir mögulegri sniðgöngu Hollywood-stjarna á Íslandi vegna hvalveiða. Hann sakar stjörnurnar um hræsni og telur að þær ættu frekar að leysa vandamál eigin lands áður en þær skipti sér að málum Íslands. 31. ágúst 2023 09:31
„Mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag“ „Mér finnst þetta mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, aðspurð um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að heimila hvalveiðar á ný. 31. ágúst 2023 12:35