Ritstjóri

Erla Björg Gunnarsdóttir

Erla Björg er ritstjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Vilborg bíður í grunnbúðum: „Fannst ég þurfa að fara til baka“

Vilborg Arna bíður í grunnbúðum Everest eftir að veður leyfi ferð hennar upp á topp. Hún segir biðina það erfiðasta við ferlið og að margir gefist upp á henni. Þetta er í þriðja skipti sem Vilborg reynir við toppinn en síðustu tvö skipti urðu náttúruhamfarir sem kostuðu fjölda manns lífið.

Ferðaþjónustufyrirtæki gera sextán ára stúlku kleift að láta draum sinn rætast

Sextán ára stúlka frá Bandaríkjunum sem er með langvinnan sjúkdóm hefur fengið ósk sína, að ferðast um Ísland, uppfyllta. Hin ýmsu ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi hafa tekið höndum saman og bjóða henni í ferðir og uppihald eftir að auglýst var eftir ódýrum ferðahugmyndum á facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar.

Lungnasjúklingar berjast um súrefnissíur

Aðeins sjötíu ferðasúrefnissíur til handa 500 sjúklingum. Síurnar skipta sköpum fyrir sjúklinga, til dæmis á ferðalögum, á atvinnumarkaði og almennt til að sporna gegn félagslegri einangrun.

Stunda nammiskipti við útlendinga

Íslensk vefsíða hefur tekið upp á því að gera nammiskipti við útlendinga sem eru sólgnir í íslenskt sælgæti. Sætur lakkrís er þó ekki í uppáhaldi.

"Fátækt er ekki aumingjaskapur“

Sjónum er beint að fátækt á Íslandi í kröfugöngu fyrsta maí á morgun. Fjögur til fimm þúsund manns býr við sárafátækt á Íslandi og meðlimur í samtökum fólks í fátækt segir samfélagið þurfa að horfast betur í augu við þá staðreynd.

Hundrað lítrar af matarafgangasúpu

Þrjátíu prósent af framleiddum mat fer í ruslið. Slow food samtökin í Reykjavík buðu í dag upp á súpu úr matarafgöngum - og mettaði súpan um tvö til þrjú hundruð munna.

Sjá meira