Óttast að nýuppgötvuð erfðablöndun skemmi laxastofninn Formaður Landssambands veiðifélaga segir sorglegt að sjá niðurstöður skýrslu Hafrannsóknarstofnunar, að skýr merki séu um erfðablöndun villtra laxa og eldislaxa. Hann óttast að ef íslenskir laxastofnar verði ítrekað fyrir erfðablöndun þá glatist þeir endanlega. 27.7.2017 20:00
Hætt að hanga í tölvunni eftir að ærslabelgur kom í bæinn Öflugt ungmennaráð í Sandgerði hefur fengið hoppudýnu á skólalóðina og á næstu vikum mun rísa hjólabrettavöllur. Fulltrúi í ungmennaráði segir krakkana hætta að hanga í tölvunni. 26.7.2017 21:00
Banna næturgistingu á vegaköntum og bílastæðum Bæjarráð sveitarfélagsins Voga hefur ákveðið að banna gistingu ferðamanna utan skipulagðra tjaldsvæða. Borið hefur á því að ferðamenn gisti á bílastæðum og á vegaköntum með tilheyrandi sóðaskap. 26.7.2017 20:00
Flest vinnuslys vegna umgengni og falls Tvö banaslys á starfsstað urðu á aðeins einni viku í júlí. Tilkynnt hefur verið um ríflega átta hundruð vinnuslys það sem af er ári. 24.7.2017 20:00
Menn bjóða húsaskjól gegn kynlífi Heimilislaus kona í Reykjanesbæ hefur fengið gríðarlega góð viðbrögð frá bæjarbúum og er komin með íbúð. Sum tilboðin eru ósæmileg. 24.7.2017 18:45
Lætur ekki bruna heimilisins stöðva hreinsunarstarf Bláa hersins Blái herinn hreinsar strendur Suðurnesja þessa dagana og tínir tonn af rusli á hvern kílómetra. Tómas Knútsson, stofnandi umhverfissamtakanna, var slökkviliðsmaður í tuttugu ár og lenti í því í síðasta mánuði að horfa upp á húsið sitt brenna til kaldra kola. 23.7.2017 21:00
Boðist til að taka börn í fóstur við útburð hjá Sýslumanni Fimmtán eru heimilislausir í Reykjanesbæ og fjögurra ára bið eftir félagslegu húsnæði. Ástandið hefur aldrei verið jafn slæmt. Úrræðin felast fyrst og fremst í stuðningi við leigu en ekkert húsnæði er að fá. 23.7.2017 20:00
Kosið um sameiningu Sandgerðis og Garðs síðar á árinu Fulltrúar bæjanna segja að efla þurfi stjórnsýslu og þjónustu við íbúa. 23.7.2017 08:10
Konurnar tíu ósáttar við niðurstöðu úttektar á Stígamótum og íhuga næstu skref Aldrei var rætt við konurnar sem segja einelti og ofbeldi ríkja á vinnustaðnum í ferlinu. 22.7.2017 21:00
Heimilislaus í Reykjanesbæ: Lagt til að setja börnin í fóstur Einstæð móðir með fjögur börn hefur árangurslaust leitað að húsnæði í Reykjanesbæ. Eina úrræðið sem félagsmálayfirvöld bjóða henni er að setja börnin í fóstur. 22.7.2017 20:00