Ritstjóri

Erla Björg Gunnarsdóttir

Erla Björg er ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

750 stúlkur kynntu sér tæknina

750 stúlkur kynntu sér tækninám og -störf í Háskólanum í Reykjavík í dag. Tilgangurinn er að opna augu þeirra fyrir framtíðarmöguleikum sem tæknigreinar bjóða upp á. Á sex árum hefur hlutfall kvenna í tölvunarfræði við háskólann aukist úr 11% í 28%

Fatlað fólk kerfisbundið brotið niður strax í grunnskóla

Aðeins helmingur landsmanna telur að fatlað fólk njóti jafnra tækifæra í samfélaginu og minnihluti telur grunnskóla uppfylla þarfir nemenda með sérþarfir samkvæmt nýrri könnun Gallup. Formaður Öryrkjabandalagsins segir mikilvægt að efla skólana svo fatlað fólk sé ekki kerfisbundið útilokað strax frá barnsaldri.

Bjuggu til stafrófsspil

Par sem kemur frá Íslandi og Tælandi ákvað að búa til stafrófsspil til að auka við íslenska orðaforðann á heimilinu. Spilið kennir útlendingum að bera fram íslensk orð og er ætlað bæði innflytjendum og ferðamönnum.

Láta draum Andra rætast

Fjölskylda Andra Freys sem lést við fall úr rússibana fyrir fjórum árum safnar fyrir viðgerð á bíl Andra, í hans anda, til að heiðra minningu hans. Bílinn vilja þau nota í baráttu fyrir auknu öryggi í skemmtigörðum.

Sorgin stendur í stað þar til réttlæti er náð

Fjölskylda Andra Freys Sveinssonar sem lést eftir fall úr rússibana á Spáni hefur höfðað einkamál gegn skemmtigarðinum, í þeirri von að öryggismál verði bætt. Þau fá engan opinberan stuðning við málareksturinn en sárast segja þau að hafa aldrei fengið áfallahjálp á þeim fjórum árum síðan Andri lést.

„Höfum aldrei fengið áfallahjálp“

Ítarlegt viðtal verður við fjölskyldu Andra Freys í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en Andri lést aðeins átján ára þegar hann féll úr rússibana.

Sjá meira