Samgöngur og þrýstingur á uppbyggingu stærstu málin fyrir kosningar á Vestfjörðum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 13. maí 2018 18:51 Eitt stærsta málið fyrir sveitarstjórnarkosningar á Vestfjörðum eru bættar samgöngur og hvernig sveitarstjórnir geta þrýst á uppbyggingu. Vegir eru úreltir og flugsamgöngur óáreiðanlegar sem gerir allri byggðarþróun erfitt fyrir. Heitustu málin hjá Vestfirðingum eru án nokkurs vafa er aukið laxeldi og bættar samgöngur og hvernig sveitarstjórnarstigið getur barist fyrir þessum hagsmunum. Og þessi tvö mál tengjast. Uppbygging Arnarlax á Bíldudal er háð bættum samgöngum þar sem mesta áskorunin er að koma afurðum á markaðinn. „Við þurfum að koma frá okkur þessum 5-10 bílum á hverjum einasta degi. Yfir vetrartímann og yfir vegi sem eru löngu orðnir úreltir þá er það stórmál,“ segir Víkingur Gunnarsson framkvæmdastjóri Arnarlax. Og vegirnir eru sannarlega úreltir og það fengum við að reyna við keyrslu frá Ísafirði til Bíldudals. Það var á mörkunum að það væri fært fyrir venjulegan fólksbíl, enda snjór, stórgrýti og djúpar holur á malarveginum. Allir oddvitar framboða á Vestfjörðum eru sammála um að hlutverk sveitarstjórna sé að þrýsta á ríkisstjórnina og funda enn meira í Reykjavík.Frá Patreksfirði.Vísir/Egill„Þar erum við sífellt að herja á stjórnvöld að koma inn og skila okkur inn í 21. öldina svo við getum staðið samfætis öðrum sveitarfélögum á landinu,“ segir Friðbjörg Matthíasdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vesturbyggð. Það þarf einnig að bæta vegi milli byggðarkjarna á svæðinu. „Að ná tengingu bæði norðu og suður. Það er ekki hlaupið að því en núna um helgina vorum við með fund á Patreksfirði go það var ófært næstum því,“ segir Iða Marsibil Jónsdóttir, oddviti Nýrrar Sýnar í Vesturbyggð. Oddviti sjálfstæðimanna í Ísafjarðarbæ segir óvissuna í samgöngumálum óboðlega og bendir á að mikilvæg uppbygging í raforkumálum hangi saman við samgönguáætlanir. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að beita okkur fyrir að hér sé sett samgönguáætlun svo við vitum hverju við er að búast. Svo þetta sé ekki tilviljunarkennt ár frá ári,“ segir Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ. En það eru ekki bara vegirnir. Á þeim fjórum dögum sem fréttateymi Stöðvar tvö var fyrir vestan var tveimur flugum aflýst vegna ófærðar. Í maí. „Þetta getur auðvitað skapað vandræði en það er sjúkraflug en hér eru öflugir flugmenn og höfum þurft að fá þyrlu en þetta hefur sloppið til en er auðvitað áhyggjuefni,“ segir Arna Lára Jónsdóttir, oddviti Í-listans í Ísafjarðarbæ. Kosningar 2018 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira
Eitt stærsta málið fyrir sveitarstjórnarkosningar á Vestfjörðum eru bættar samgöngur og hvernig sveitarstjórnir geta þrýst á uppbyggingu. Vegir eru úreltir og flugsamgöngur óáreiðanlegar sem gerir allri byggðarþróun erfitt fyrir. Heitustu málin hjá Vestfirðingum eru án nokkurs vafa er aukið laxeldi og bættar samgöngur og hvernig sveitarstjórnarstigið getur barist fyrir þessum hagsmunum. Og þessi tvö mál tengjast. Uppbygging Arnarlax á Bíldudal er háð bættum samgöngum þar sem mesta áskorunin er að koma afurðum á markaðinn. „Við þurfum að koma frá okkur þessum 5-10 bílum á hverjum einasta degi. Yfir vetrartímann og yfir vegi sem eru löngu orðnir úreltir þá er það stórmál,“ segir Víkingur Gunnarsson framkvæmdastjóri Arnarlax. Og vegirnir eru sannarlega úreltir og það fengum við að reyna við keyrslu frá Ísafirði til Bíldudals. Það var á mörkunum að það væri fært fyrir venjulegan fólksbíl, enda snjór, stórgrýti og djúpar holur á malarveginum. Allir oddvitar framboða á Vestfjörðum eru sammála um að hlutverk sveitarstjórna sé að þrýsta á ríkisstjórnina og funda enn meira í Reykjavík.Frá Patreksfirði.Vísir/Egill„Þar erum við sífellt að herja á stjórnvöld að koma inn og skila okkur inn í 21. öldina svo við getum staðið samfætis öðrum sveitarfélögum á landinu,“ segir Friðbjörg Matthíasdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vesturbyggð. Það þarf einnig að bæta vegi milli byggðarkjarna á svæðinu. „Að ná tengingu bæði norðu og suður. Það er ekki hlaupið að því en núna um helgina vorum við með fund á Patreksfirði go það var ófært næstum því,“ segir Iða Marsibil Jónsdóttir, oddviti Nýrrar Sýnar í Vesturbyggð. Oddviti sjálfstæðimanna í Ísafjarðarbæ segir óvissuna í samgöngumálum óboðlega og bendir á að mikilvæg uppbygging í raforkumálum hangi saman við samgönguáætlanir. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að beita okkur fyrir að hér sé sett samgönguáætlun svo við vitum hverju við er að búast. Svo þetta sé ekki tilviljunarkennt ár frá ári,“ segir Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ. En það eru ekki bara vegirnir. Á þeim fjórum dögum sem fréttateymi Stöðvar tvö var fyrir vestan var tveimur flugum aflýst vegna ófærðar. Í maí. „Þetta getur auðvitað skapað vandræði en það er sjúkraflug en hér eru öflugir flugmenn og höfum þurft að fá þyrlu en þetta hefur sloppið til en er auðvitað áhyggjuefni,“ segir Arna Lára Jónsdóttir, oddviti Í-listans í Ísafjarðarbæ.
Kosningar 2018 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira