Nýr lýðháskóli á Flateyri vekur áhuga Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 15. maí 2018 20:45 Hópur frumkvöðla hefur stofnað lýðháskóla hér á Flateyri og mun hann taka til starfa nú í haust. Vísir/Egill Aðalsteinsson Fjöldi umsókna hefur borist um nám í nýjum lýðháskóla á Flateyri. Skólastjórinn segir hugmyndina hafa kviknað hjá Önfirðingum og sumargestum á Flateyri sem vilja efla samfélagið. Námsmenn með fjölskyldur eru boðnir velkomnir og vonast er eftir fjölgun í leik- og grunnskólum. Hópur frumkvöðla hefur stofnað lýðháskóla hér á Flateyri og mun hann taka til starfa nú í haust. Skólinn er hugarsmíð Flateyringa og sumargesta bæjarins, þeirra sem eiga hér hús og dvelja yfir sumartímann. Þeir vildu gefa til baka til samfélagsins. „Ekki síst til að auðga mannlífið yfir vetrartímann. Vegna þess ég hef verið hér bæði að vetri og sumrin. Æði á sumrin en á veturna - það er algjört æði að vera hérna,“ segir Helena Jónsdóttir skólastjóri Lýðháskólans á Flateyri. Helena segir ótrúlegan fjölda umsókna hafa nú þegar borist og verður haldið áfram að taka við þeim út júní. Nemendur geta leigt herbergi í þessum húsum en einnig er fjölskyldum hjálpað að finna sér samastað. „Segjum að við verðum með 30-40 nemendur við skólann í haust. Það er gríðarleg viðbót við samfélagið sem er 160 manna samfélag fyrir. Einhverjir hafa óskað eftir að koma með fjölskyldur með sér og þá vonandi náum við að bæta við skóla og leikskóla.“ Helena Jónsdóttir skólastjóri Lýðháskólans á Flateyri.Vísir/Egill AðalsteinssonTvær námsbrautir verða í boði. Útivistarbraut og skapandi braut. Námið stendur yfir í einn vetur og það er engin gráða eða próf „Persónuþroski sem við erum að leita að. Fólk fari héðan með meiri trú á eigin getu. betri hugmyndir um hvað það vill hvað ekki. Hvaða áhugi og styrkleikar og veikleikar.“ Helena segir Flateyri kjörinn stað fyrir lýðháskóla. „Ég veit ekki hvort þið tókuð eftir því þegar þið keyrðuð út úr göngunum. Það hægist á manni. Hér er lífið í öðrum takti.“ Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Fjöldi umsókna hefur borist um nám í nýjum lýðháskóla á Flateyri. Skólastjórinn segir hugmyndina hafa kviknað hjá Önfirðingum og sumargestum á Flateyri sem vilja efla samfélagið. Námsmenn með fjölskyldur eru boðnir velkomnir og vonast er eftir fjölgun í leik- og grunnskólum. Hópur frumkvöðla hefur stofnað lýðháskóla hér á Flateyri og mun hann taka til starfa nú í haust. Skólinn er hugarsmíð Flateyringa og sumargesta bæjarins, þeirra sem eiga hér hús og dvelja yfir sumartímann. Þeir vildu gefa til baka til samfélagsins. „Ekki síst til að auðga mannlífið yfir vetrartímann. Vegna þess ég hef verið hér bæði að vetri og sumrin. Æði á sumrin en á veturna - það er algjört æði að vera hérna,“ segir Helena Jónsdóttir skólastjóri Lýðháskólans á Flateyri. Helena segir ótrúlegan fjölda umsókna hafa nú þegar borist og verður haldið áfram að taka við þeim út júní. Nemendur geta leigt herbergi í þessum húsum en einnig er fjölskyldum hjálpað að finna sér samastað. „Segjum að við verðum með 30-40 nemendur við skólann í haust. Það er gríðarleg viðbót við samfélagið sem er 160 manna samfélag fyrir. Einhverjir hafa óskað eftir að koma með fjölskyldur með sér og þá vonandi náum við að bæta við skóla og leikskóla.“ Helena Jónsdóttir skólastjóri Lýðháskólans á Flateyri.Vísir/Egill AðalsteinssonTvær námsbrautir verða í boði. Útivistarbraut og skapandi braut. Námið stendur yfir í einn vetur og það er engin gráða eða próf „Persónuþroski sem við erum að leita að. Fólk fari héðan með meiri trú á eigin getu. betri hugmyndir um hvað það vill hvað ekki. Hvaða áhugi og styrkleikar og veikleikar.“ Helena segir Flateyri kjörinn stað fyrir lýðháskóla. „Ég veit ekki hvort þið tókuð eftir því þegar þið keyrðuð út úr göngunum. Það hægist á manni. Hér er lífið í öðrum takti.“
Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira