Hátt í fjögur hundruð börn í sóttkví eftir vikuna Hátt í fjögur hundruð börn hafa verið send í sóttkví í þessari viku vegna leikskóla- eða frístundastarfs. Flestir leikskólar eru nýteknir til starfa á ný eftir sumarfrí. Grunnskólar hefja göngu sína á næstu dögum og má því ætla að enn fleiri börn eigi eftir að lenda í sóttkví á næstu vikum. 14.8.2021 15:32
Landhelgisgæslan sótti meðvitundarlausan hlaupara Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð að Úthlíð nú rétt eftir hádegi vegna hlaupara sem hafði misst meðvitund. 14.8.2021 14:03
Barn Eminem kemur út sem kynsegin Barn rapparans Eminem hefur nú komið út úr skápnum sem kynsegin og notast nú við nafnið Stevie. Eminem ættleiddi Stevie árið 2005 þegar hán var aðeins þriggja ára. 14.8.2021 12:27
Allur leikskólinn sendur í sóttkví Öll börn og allt starfsfólk leikskólans Álftaborg í Safamýri í Reykjavík hafa verið send í sóttkví eftir að smit kom upp hjá einum starfsmanni leikskólans. 14.8.2021 11:28
Minnst 83 greindust með kórónuveiruna í gær Í gær greindust að minnsta kosti 83 innanlands með Covid-19, þar af 49 utan sóttkvíar. Alls liggja 30 sjúklingar inni á Landspítala og hefur þeim því fækkað um tvo frá því í gær. Sjö eru á gjörgæslu með Covid-19 og hefur þeim fækkað um einn frá því í gær. 14.8.2021 11:01
Þolandi stefnir Nicki Minaj Tónlistarkonan Nicki Minaj og eiginmaður hennar Kenneth Petty hafa fengið á hendur sér lögsókn frá konu sem Petty var sakfelldur fyrir að hafa gert tilraun til að nauðga árið 1994. Hjónin eru nú sökuð um áreiti og ofsóknir. 14.8.2021 10:14
Fjórum sinnum dýrara fyrir miðbæjarbúa að leggja bíl við heimili sitt Tæplega fjórum sinnum dýrara verður fyrir íbúa miðbæjarins að leggja bíl í grennd við heimili sín en áður, eftir að gjöld hækka fyrir íbúakort. Íbúar eru ekki á eitt sáttir við hækkunina. 13.8.2021 23:19
Tvöföld hjátrú fylgir föstudeginum þrettánda Föstudagurinn þrettándi hefur lengi verið talinn mikill óhappadagur. Þjóðháttafræðingurinn Símon Jón Jóhannsson segir daginn tengjast tvöfaldri hjátrú og því sé hann sérstaklega hættulegur. 13.8.2021 22:13
Bríet frestar stórtónleikunum Söngkonan Bríet hefur frestað útgáfutónleikum sem stóð til að halda þann 11. september næstkomandi í Eldborgarsal Hörpu. Tónleikarnir verða í stað haldnir þann 22. október. 13.8.2021 20:57
Segir KSÍ hafa vitað af brotum leikmanna landsliðsins Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og forkona jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segir KSÍ hafa vitað af nauðgun, heimilisofbeldi og fleiri brotum leikmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Hún segist hafa fengið miklar þakkir fyrir þá umræðu sem hún opnaði fyrr í dag. 13.8.2021 19:51