

Fréttamaður
Elísabet Inga Sigurðardóttir
Elísabet Inga er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.
Nýjustu greinar eftir höfund

Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum
Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður, telur niðurstöðu Héraðsdóms um Hvammsvirkjun efnislega ranga. Líkt og fjallað hefur verið um var virkjunarleyfi Landsvirkjunar fellt úr gildi í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni og ríkir mikil óvissa um framhaldið.

Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum
Vopnahlé er hafið milli Ísraelsmanna og Hamas samtakanna. Fyrstu gíslum verður sleppt úr haldi í dag. Við ræðum stöðuna í beinni útsendingu.

Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé
Fjögurra manna fjölskylda var drepin í loftárásum Ísraelsmanna á Gasasvæðið í nótt, sólarhring áður en umsamið vopnahlé tekur þar gildi.

Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði
Gangverk samfélagsins myndi hætta að virka ef mikilvægir sæstrengir til landsins rofna og því er mikilvægt þjóðaröryggismál að tryggja varnir þeirra. Þetta segir yfirmaður netöryggissveitar CERT-IS. Um tvö hundruð sérfræðingar koma saman síðar í þessum mánuði og æfa viðbrögð við rofi á sæstrengjum.

Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins segist treysta fjármála- og efnahagsráðherra fullkomlega til að ganga frá sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Flokkurinn hefur til þessa lýst harðri andstöðu gegn sölu bankans en formaðurinn segist nú vona að farsæl lausn finnist sem allir geti sætt sig við.

Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð
Kona sem missti heimili sitt í bruna í hjólhýsabyggð í nótt segir eldhafið hafi teygt sig á milli hjólhýsa á nokkrum mínútum. Hún er nú heimilislaus og finnst borgaryfirvöld bera ábyrgð á því að svo illa fór. Borgin verði að finna byggðinni annan og öruggari stað.

Íbúar hafi óttast að svona gæti farið
Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir að eldur kom upp í hjólhýsabyggðinni sem myndast hefur á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í nótt. Íbúi á svæðinu segir aðbúnað skelfilegan, þeir hafi óttast að svona gæti farið.

Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur
Bjarni Benediktsson gefur ekki kost á sér til áframhaldandi starfa sem formaður Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi og mun ekki taka sæti á þingi síðar í mánuðinum. Kapphlaupið um formennsku flokksins er því formlega hafið. Við ræðum við stjórnmálafræðing um vendingar dagsins í beinni útsendingu í myndveri og fáum viðbrögð frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins.

Veður gæti haft áhrif á brennuhald
Jólin verða kvödd með þrettándabrennum víða um land í kvöld, það er að segja ef veður leyfir. Útlit er fyrir norðanátt í dag og nokkuð vindasamt veður.

Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán
Eftirlit með neytendalánum er á herðum of margra og hafa stjórnvöld því ekki hugmynd um umfang markaðarins. Þetta segir formaður Neytendasamtakanna sem hvetur fólk til að gjalda varhug við slíkum lánum. Aðgengi að þeim sé mun betra en í ríkjunum í kringum okkur og starfsemin auglýst grimmt.