Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. janúar 2025 19:13 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. vísir/einar Eftirlit með neytendalánum er á herðum of margra og hafa stjórnvöld því ekki hugmynd um umfang markaðarins. Þetta segir formaður Neytendasamtakanna sem hvetur fólk til að gjalda varhug við slíkum lánum. Aðgengi að þeim sé mun betra en í ríkjunum í kringum okkur og starfsemin auglýst grimmt. Í klippunni hér að ofan má sjá auglýsingu Netgíró sem sýnd var um jólin þar sem fólk var hvatt til að njóta á jólatónleikum í desember og greiða fyrir þá seinna. Fyrirtækið býður upp ýmsar greiðslulausnir svo sem greiðsludreifingu á kaupum og allt að milljón króna lán með rafrænu umsóknarferli. Lögð er áhersla á einfaldleika og getur fólk sótt um þjónustu með því einu að slá inn símanúmer. Kaupa núna - borga seinna Formaður Neytendasamtakanna segist hugsi yfir starfseminni líkt og öðrum sambærilegum. Um neytendalán sé að ræða sem líki til smálána. „Það má segja að þetta sé hluti af einhverju alþjóðlegu trendi sem er buy now, pay later. Kaupa núna, borga seinna. Og eitthvað sem neytendasamtök um allan heim eru að vara stórlega við. Þetta eru mjög dýr lán og ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir því hversu dýr þau eru,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Breki segir neytendalán þau dýrustu sem völ er á. Mun dýrari en yfirdráttur hjá banka og kostnaðarsamari leið en að greiðsludreifa kreditkortum. „Þannig fólk ætti ekki að nota þetta nema í ýtrustu neyð og þá afar varlega.“ Aðgengi takmarkað í nágrannaríkjunum Hann segir aðgengi að slíkum lánum mun meira hér á landi en í ríkjunum í kringum okkur. „Til dæmis er í Danmörku bannað að auglýsa lán sem bera hærri vexti eða hærri kostnað en 25 prósent á ári og þessi lán gera það og miklu meira.“ Á mörgum sjálfsafgreiðslukössum er t.d. hægt að velja að greiða með Netgíró og Pei.vísir/einar Auk þess sem úrræðið má ekki vera fyrsta val í verslunum, en hér á landi býðst fólki nú að greiða með t.d. Netgíró á sjálfsafgreiðslukössum. Aðgengið er því gott og starfsemin til að mynda auglýst í hlaðvörpum. „Og minnum alltaf á að það er alltaf hægt að nota Netgíró, á flestum heimasíðunum,“ sagði Sunneva Einarsdóttir, stjórnandi hlaðvarpsins Teboðsins sem gefið er út í samstarfi við Netgíró. Nauðsynlegt að kortleggja markaðinn Neytendasamtökin hafa þegar sent erindi til stjórnvalda þar sem þau eru hvött til að setja neytendalánastarfsemi skorður. Nauðsynlegt sé að kortleggja markaðinn þar sem eftirlit sé á herðum of margra. „Og það er enginn sem hefur hugmynd um hversu stór markaðurinn er eða hvernig hann hafi verið að stækka á undanförnu.“ Greiðsluleiðin er vel auglýst í sumum verslunum enda aðgengið gott.vísir/einar. Eigi ekki að vera of auðvelt að taka lán Aðspurður hvort það sé ekki í lagi að slík þjónusta standi fólki til boða svarar hann því játandi en leggur áherslu á að fólk sé upplýst um kostnað lánanna og að aðrir ódýrari valkostir standi til boða. Það eigi alltaf að hringja viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán. „Það er eitthvað annað sem hangir á spýtunni. Og í þessu tilfelli, mjög dýrir vextir og kostnaður.“ Neytendur Smálán Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Kvika nú eini eigandi Netgíró Kvika banki hefur gengið frá kaupum á áttatíu prósenta hlut í fyrirtækinu Netgíró og er nú eini eigandi félagsins. Fyrir átti bankinn tuttugu prósent, en viljayfirlýsing um kaupin var undirrituð síðasta sumar. 22. janúar 2021 20:42 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Veginum um Kjalarnes lokað vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Sjá meira
Í klippunni hér að ofan má sjá auglýsingu Netgíró sem sýnd var um jólin þar sem fólk var hvatt til að njóta á jólatónleikum í desember og greiða fyrir þá seinna. Fyrirtækið býður upp ýmsar greiðslulausnir svo sem greiðsludreifingu á kaupum og allt að milljón króna lán með rafrænu umsóknarferli. Lögð er áhersla á einfaldleika og getur fólk sótt um þjónustu með því einu að slá inn símanúmer. Kaupa núna - borga seinna Formaður Neytendasamtakanna segist hugsi yfir starfseminni líkt og öðrum sambærilegum. Um neytendalán sé að ræða sem líki til smálána. „Það má segja að þetta sé hluti af einhverju alþjóðlegu trendi sem er buy now, pay later. Kaupa núna, borga seinna. Og eitthvað sem neytendasamtök um allan heim eru að vara stórlega við. Þetta eru mjög dýr lán og ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir því hversu dýr þau eru,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Breki segir neytendalán þau dýrustu sem völ er á. Mun dýrari en yfirdráttur hjá banka og kostnaðarsamari leið en að greiðsludreifa kreditkortum. „Þannig fólk ætti ekki að nota þetta nema í ýtrustu neyð og þá afar varlega.“ Aðgengi takmarkað í nágrannaríkjunum Hann segir aðgengi að slíkum lánum mun meira hér á landi en í ríkjunum í kringum okkur. „Til dæmis er í Danmörku bannað að auglýsa lán sem bera hærri vexti eða hærri kostnað en 25 prósent á ári og þessi lán gera það og miklu meira.“ Á mörgum sjálfsafgreiðslukössum er t.d. hægt að velja að greiða með Netgíró og Pei.vísir/einar Auk þess sem úrræðið má ekki vera fyrsta val í verslunum, en hér á landi býðst fólki nú að greiða með t.d. Netgíró á sjálfsafgreiðslukössum. Aðgengið er því gott og starfsemin til að mynda auglýst í hlaðvörpum. „Og minnum alltaf á að það er alltaf hægt að nota Netgíró, á flestum heimasíðunum,“ sagði Sunneva Einarsdóttir, stjórnandi hlaðvarpsins Teboðsins sem gefið er út í samstarfi við Netgíró. Nauðsynlegt að kortleggja markaðinn Neytendasamtökin hafa þegar sent erindi til stjórnvalda þar sem þau eru hvött til að setja neytendalánastarfsemi skorður. Nauðsynlegt sé að kortleggja markaðinn þar sem eftirlit sé á herðum of margra. „Og það er enginn sem hefur hugmynd um hversu stór markaðurinn er eða hvernig hann hafi verið að stækka á undanförnu.“ Greiðsluleiðin er vel auglýst í sumum verslunum enda aðgengið gott.vísir/einar. Eigi ekki að vera of auðvelt að taka lán Aðspurður hvort það sé ekki í lagi að slík þjónusta standi fólki til boða svarar hann því játandi en leggur áherslu á að fólk sé upplýst um kostnað lánanna og að aðrir ódýrari valkostir standi til boða. Það eigi alltaf að hringja viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán. „Það er eitthvað annað sem hangir á spýtunni. Og í þessu tilfelli, mjög dýrir vextir og kostnaður.“
Neytendur Smálán Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Kvika nú eini eigandi Netgíró Kvika banki hefur gengið frá kaupum á áttatíu prósenta hlut í fyrirtækinu Netgíró og er nú eini eigandi félagsins. Fyrir átti bankinn tuttugu prósent, en viljayfirlýsing um kaupin var undirrituð síðasta sumar. 22. janúar 2021 20:42 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Veginum um Kjalarnes lokað vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Sjá meira
Kvika nú eini eigandi Netgíró Kvika banki hefur gengið frá kaupum á áttatíu prósenta hlut í fyrirtækinu Netgíró og er nú eini eigandi félagsins. Fyrir átti bankinn tuttugu prósent, en viljayfirlýsing um kaupin var undirrituð síðasta sumar. 22. janúar 2021 20:42