Innlent

Breytt af­staða til sölu á Ís­lands­banka og samgöngutruflanir

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast á slaginu klukkan 12:00.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast á slaginu klukkan 12:00. vísir

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins segist treysta fjármála- og efnahagsráðherra fullkomlega til að ganga frá sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Flokkurinn hefur til þessa lýst harðri andstöðu gegn sölu bankans en formaðurinn segist nú vona að farsæl lausn finnist sem allir geti sætt sig við.

Tveir Hæstaréttardómarar voru skotnir til bana og sá þriðji særður í banatilræði í byggingu Hæstaréttar í Tehran í Íran í morgun. Árásarmaðurinn svipti sig lífi þegar reynt var að handtaka hann.

Gular viðvaranir eru í gildi vegna veðurs í öllum landshlutum nema á Suðurlandi og Suðausturlandi. Hríðarveður er víða og fylgja samgöngutruflanir.

Þetta og fleira í Hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 18. janúar 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×