Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. janúar 2025 19:01 Vopnahlé tekur gildi á Gasasvæðinu í fyrramálið. AP/Jehad Alshrafi Fjögurra manna fjölskylda var drepin í loftárásum Ísraelsmanna á Gasasvæðið í nótt, sólarhring áður en umsamið vopnahlé tekur þar gildi. Ríkisstjórn Ísrael samþykkti vopnahléstillöguna seint í gærkvöld. Tuttugu og fjórir ráðherrar eru sagðir hafa samþykkt tillöguna en átta munu hafa greitt atkvæði gegn henni. Vopnahlé mun því taka gildi snemma á morgun og verður fyrstu gíslum þá sleppt úr haldi, en talið er að um hundrað séu enn í haldi Hamas samtakanna, af þeim 250 sem teknir voru í gíslingu þann 7. október árið 2023. Þá ætla Ísraelsmenn að sleppa Palestínumönnum úr fangelsi og meðal annars dæmdum hryðjuverkamönnum. Í nótt, sólarhring áður en vopnahlé tekur gildi eru Ísraelar sagðir hafa varpað sprengjum á Gasasvæðið. Fjögurra manna fjölskylda lét lífið í árásinni. „Á síðustu klukkustundunum fyrir stríðslok vorum við vakin með öflugri sprengju sem var varpað úr flugvél. Við hlupum frá tjöldunum okkar til að sjá hvað hafði gerst. Nágrannar okkar úr næstu tjöldum höfðu orðið fyrir eldflauginni. Við hjálpuðum til við að safna saman líkamshlutum þeirra, sagði Waseem Matar, nágranni fjölskyldunnar. Neyðaraðstoð berist á morgun Samkvæmt samkomulaginu eiga ísraelskir hermenn að hörfa frá byggðum Gasastrandarinnar á meðan vopnahléið stendur yfir. Í frétt Times of Israel segir að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi lofað því á ríkisstjórnarfundinum að Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hafi heitið Ísraelum fullum stuðningi verði brotið gegn skilmálum vopnahlésins. Heilbrigðisyfirvöld á Gasasvæðinu, sem Hamas stýrir, segja að minnst 46 þúsund liggi í valnum eftir árásir Ísraela undanfarna fimmtán mánuði. Aðstæður eru sagðar hræðilegar en eftir að vopnahléið tekur gildi er búist við því að neyðaraðstoð streymi inn á svæðið. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira
Ríkisstjórn Ísrael samþykkti vopnahléstillöguna seint í gærkvöld. Tuttugu og fjórir ráðherrar eru sagðir hafa samþykkt tillöguna en átta munu hafa greitt atkvæði gegn henni. Vopnahlé mun því taka gildi snemma á morgun og verður fyrstu gíslum þá sleppt úr haldi, en talið er að um hundrað séu enn í haldi Hamas samtakanna, af þeim 250 sem teknir voru í gíslingu þann 7. október árið 2023. Þá ætla Ísraelsmenn að sleppa Palestínumönnum úr fangelsi og meðal annars dæmdum hryðjuverkamönnum. Í nótt, sólarhring áður en vopnahlé tekur gildi eru Ísraelar sagðir hafa varpað sprengjum á Gasasvæðið. Fjögurra manna fjölskylda lét lífið í árásinni. „Á síðustu klukkustundunum fyrir stríðslok vorum við vakin með öflugri sprengju sem var varpað úr flugvél. Við hlupum frá tjöldunum okkar til að sjá hvað hafði gerst. Nágrannar okkar úr næstu tjöldum höfðu orðið fyrir eldflauginni. Við hjálpuðum til við að safna saman líkamshlutum þeirra, sagði Waseem Matar, nágranni fjölskyldunnar. Neyðaraðstoð berist á morgun Samkvæmt samkomulaginu eiga ísraelskir hermenn að hörfa frá byggðum Gasastrandarinnar á meðan vopnahléið stendur yfir. Í frétt Times of Israel segir að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi lofað því á ríkisstjórnarfundinum að Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hafi heitið Ísraelum fullum stuðningi verði brotið gegn skilmálum vopnahlésins. Heilbrigðisyfirvöld á Gasasvæðinu, sem Hamas stýrir, segja að minnst 46 þúsund liggi í valnum eftir árásir Ísraela undanfarna fimmtán mánuði. Aðstæður eru sagðar hræðilegar en eftir að vopnahléið tekur gildi er búist við því að neyðaraðstoð streymi inn á svæðið.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira