Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Konur helmingur þingmanna í aðeins þremur ríkjum heims

Konur skipa helming þingsæta eða meira í aðeins þremur ríkjum heims. Rúanda er eitt þeirra en forseti neðri deildar þingsins þar í landi segir gott regluverk og þátttöku karla í jafnréttisbaráttunni gegna lykilhlutverki.

Starfsmenn Eflingar segjast hafa upplifað algert niðurbrot

Tvær starfskonur Eflingar sem eru í veikindaleyfi telja sig ekki eiga afturkvæmt til starfa, segja forystu félagsins beita skoðanakúgun og óttast að erfitt verði að fá nýja vinnu þar sem styttist í að þær fari á eftirlaun. Þær vilja að samið verði við þær um starfslok og útiloka ekki að leita réttar síns fyrir dómstólum.

ASÍ telur átakshóp um húsnæðismál fara of seint af stað

Átakshópur ríkisstjórnarinnar og heildarsamtaka vinnumarkaðarins á að skila tillögum til úrbóta á húsnæðismarkaði í janúar. Fyrsti varaforseti ASÍ segir vinnuna fara of seint af stað þar sem kjarasamningar renni út um áramótin en forsætisráðherra er bjartsýn á að hópurinn skili af sér raunhæfum tillögum innan skamms.

Útilokar ekki kæru vegna bréfaskrifta Einars

Helga Jónsdóttir, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, útilokar ekki að ummæli Einars Bárðarssonar, sem hann lætur falla í tölvupóstsamskiptum við yfirmenn fyrirtækisins og túlka megi sem hótanir, fari í kæruferli.

Opna neyðarskýli fyrir fimmtán unga fíkla

Pláss verður fyrir fimmtán unga vímuefnaneytendur í nýju neyðarskýli sem Reykjavíkurborg hyggst opna á næsta ári. Þá stendur til að opna athvarf fyrir tvígreindar konur með geð- og fíknisjúkdóma.

Boðar sérgreinalækna á fund vegna rammasamnings á næstu dögum

Verið er að leggja lokahönd á samningsmarkmið stjórnvalda vegna rammasamnings við sérfræðilækna. Forstjóri Sjúkratryggina Íslands segir að mjög ólíklegt að svo fari að sjúklingar þurfi sjálfir að leggja út fyrir kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu.

Fá fræðslu um samskipti kynjanna

Umsækjendum um alþjóðlega vernd sem þjónustaðir eru af Reykjavíkurborg hefur fjölgað um 318 á fimm árum. Borgin býður upp á námskeið fyrir unga karlmenn úr þessum hópi þar sem þeir fá meðal annars fræðslu um samskipti kynjanna.

Sjá meira