Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Frumvarp um veiðigjöld er ekki á dagskrá þingfundar sem hófst á Alþingi nú klukkan tíu. Þingfundi var ítrekað frestað síðdegis í gær og í gærkvöldi á meðan þingflokksformenn funduðu þar sem leitað er leiða til að semja um þinglok. 28.6.2025 10:20
Sögulegur NATO-fundur, umræðumet í uppsiglingu og afmæli í Heiðmörk Íslendingar þurfa að vera tilbúnir, sýna raunsæi og taka virkan þátt hvað lýtur að varnar- og öryggismálum á Norðurslóðum. Þetta segir forsætisráðherra sem meðal annars hvatti Bandaríkjaforseta til að beita sér fyrir vopnahléi á Gasa á sögulegum leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í dag. 25.6.2025 18:15
Orð Kristrúnar vöktu „gott bros“ Bandaríkjaforseta Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins sem fram fór í Haag í Hollandi í dag gekk vel og mikil samstaða var í hópi leiðtoga að sögn Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra. Hún segir að mikill skilningur ríki gagnvart stöðu Íslands sem herlauss ríkis en hún lagði á fundinum meðal annars áherslu á áframhaldandi stuðning við Úkraínu, öryggismál á Norðurslóðum og hvatti bandalagsríki, einkum Donald Trump Bandaríkjaforseta, til að beita sér fyrir vopnahléi á Gasa. 25.6.2025 13:55
Átök í Miðausturlöndum: „Erfitt að meta hvað er í raun og veru í gangi“ Stjórnvöld í Íran og Ísrael hafa sakað hvort annað um brot á vopnahléi í dag en mikil óvissa ríkir um hvort vopnahlé muni halda. Öllum yfirlýsingum stjórnvalda í Íran, Ísrael og í Bandaríkjunum ber að taka með miklum fyrirvara að sögn prófessors. 24.6.2025 21:16
Reiður Trump, fiskeldisáform í Eyjafirði og fjölbragðaglíma Stjórnvöld í Íran og Ísrael hafa sakað hvort annað um brot á vopnahléi í dag en mikil óvissa ríkir um hvort vopnahlé muni halda. Í kvöldfréttum Sýnar á eftir verður rætt við íslenskan prófessor í sagnfræði Miðausturlanda sem segir að öllum yfirlýsingum stjórnvalda í Íran, Ísrael og í Bandaríkjunum beri að taka með miklum fyrirvara. 24.6.2025 18:25
Átök breiðast út í Mið-Austurlöndum, virkjanaáform og brúðkaup Bezos Stigmögnun átaka í Mið-Austurlöndum virðist halda áfram en Íranar beindu árásum að herstöð Bandaríkjanna í Katar í dag. Farið verður yfir stöðuna í kvöldfréttum Sýnar en sprengingar hafa heyrst yfir Dóha, höfuðborg Katar, og lofthelgi víða verið lokað. 23.6.2025 18:25
„Lögreglan var ekki að gera það í fyrsta sinn“ Dómsmálaráðherra lýsir áhyggjum af auknum innflutningi fíkniefna til landsins, og segir tilfelli þar sem einstaklingar sem tengjast erlendum glæpagengjum koma til Íslands vera mun algengari en fólk átti sig á. Aukið magn fíkniefna sem haldlagt er á landamærum sé þó jafnframt til marks um árangur. 15.6.2025 20:59
Uppnám á Alþingi og í beinni frá Bíladögum Alþingi kom saman í dag til að ræða frumvarp um bókun 35 sem hefur nú verið á dagskrá í um sextíu klukkustundir í annarri umræðu. Þingfundir fara afar sjaldan fram á sunnudegi og varð ákvörðun forseta Alþingis þar um þrætuepli meðal þingmanna í dag. 15.6.2025 18:27
Leitað að konu á sextugsaldri, fíkniefni á landamærum og skundað á Þingvöll Um 50 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leit að konu á sextugsaldri þar til um fjögur í nótt eftir að útkall barst laust fyrir miðnætti í gær. Konunnar hefur verið saknað frá því á föstudag. 15.6.2025 11:56
Segir landráðskæru fráleita: „Þetta er mjög hættuleg þróun fyrir íslenskt samfélag“ Róbert Spanó, lagaprófessor og fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, segir kæru Samtakanna Þjóðfrelsis á hendur utanríkisráðherra um landráð, vera í skilningi laganna með öllu haldlausa. Róbert lítur svo á að kærunni hljóti að vera umsvifalaust vísað frá. 14.6.2025 19:17
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti