Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður er fréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Léttir að fá gosið

Eldgosið í Meradölum virðist leggjast vel í Grindvíkinga sem hafa þurft að bíða milli vonar og ótta eftir fregnum af jarðhræringum í bakgarðinum síðustu daga. Flestir fagna endalokum jarðskjálftanna og vonast til að eiga rólegri nætur fram undan.

Dáðust að náttúrufegurðinni við gosið

Ekki leið langur tími frá því að gos hófst að nýju nærri Fagradalsfjalli þar til fólk byrjaði að streyma að gosstöðvunum til að bera sjónarspilið augum.

Tölu­vert stærra gos og virðist byrja af meiri krafti

Eldgosið sem hófst við Geldingadali í dag er töluvert stærra en það sem sást í fyrra og virðist byrja af meiri krafti. Þrátt fyrir það telst gosið vera lítið og er lítil hætta á því að það ógni byggð eða innviðum á nærliggjandi svæði.

Ríkur tannlæknir dæmdur fyrir að bana eiginkonunni með haglabyssu í veiðiferð

Auðugur bandarískur tannlæknir sem sakaður var um að hafa skotið eiginkonu sína til bana með haglabyssu í veiðileiðangri í Afríku var í gær sakfelldur fyrir morð og póstsvik. Hinn 67 ára Lawrence Rudolph var ákærður fyrir að hafa myrt Bianca Rudolph í Sambíu árið 2016 og brotið lög þegar hann leysti út 4,8 milljónir bandaríkjadala út úr líftryggingunni hennar.

Sér­stak­lega mikil­vægt að halda Hin­segin daga í ljósi bak­slags

Hinsegin dagar voru settir í dag með regnbogamálun í miðborginni þegar Bankastræti var breytt í regnbogastræti. Dagskráin er fjölbreytt á þessari fyrstu hátíð eftir kórónuveirufaraldurinn og nær hámarki á laugardag með Gleðigöngunni og útihátíð í Hljómskálagarðinum.

Reykurinn í Fagradalsfjalli ekki merki um kviku

Reykur sem sést rjúka upp við Fagradalsfjall í vefútsendingu mbl.is frá svæðinu er ekki merki um að kvika sé á leið upp á yfirborðið, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Jarðskjálfti að stærð 3,8 mældist um 2,1 kílómetra suðsuðvestur af Keili um klukkan 19:40 í kvöld og fylgdu minni eftirskjálftar í kjölfarið. Stóri skjálftinn fannst meðal annars á Reykjanesi og á höfuðborgarsvæðinu.

Átta líkams­á­rásir og tvö kyn­ferðis­brot til­kynnt eftir Þjóð­há­tíð

Átta líkamsárásir og tvö kynferðisbrotamál hafa verið skráð hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í tengslum við nýafstaðna Þjóðhátíð. Heildarmálafjöldi frá fimmtudegi til mánudags er mjög áþekkur því sem var í kringum Þjóðhátíð á árunum 2018 og 2019 en tilkynnt hefur verið um ívið færri líkamsárásir og ofbeldisbrot. Þetta sýna bráðabirgðatölur lögreglunnar.

Sjá meira