Verulegar líkur á gosi á næstu dögum eða vikum Líkurnar á eldgosi á svæðinu í kringum Fagradalsfjall á næstu dögum eða vikum hafa aukist og eru nú taldar verulegar. Þetta má lesa úr niðurstöðum nýrra aflögunarlíkana en líkt og staðan er núna virðist vera að hægja á aflögun og skjálftavirkni við Fagradalsfjall. Var það einn af forboðunum fyrir eldgosið sem hófst í mars á seinasta ári. 2.8.2022 18:40
Ekki náð að leysa út lyfseðla vegna bilunar Margir hafa átt í erfiðleikum með að leysa út lyfseðla í dag vegna bilunar í tölvukerfi sem læknar nota til að senda frá sér rafræna lyfseðla. Bilunin kom upp hjá þjónustuaðila kerfisins seinnipart dags í dag og er unnið að viðgerð. 2.8.2022 18:31
Pelosi lent í Taívan og kínverskum orustuþotum flogið inn í loftvarnarsvæði þeirra Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, lenti í Taívan síðdegis í dag þrátt fyrir mikla andstöðu Kínverja. Talið er að heimsóknin gæti aukið verulega á spennu á milli stórveldanna tveggja. 2.8.2022 18:10
Litakóða fyrir Grímsvötn breytt í gult Veðurstofan hefur breytt litakóða fyrir Grímsvötn í gult. Nokkrir jarðskjálftar stærri en 1,0 að stærð hafa mælst þar í eftirmiðdag og stærsti skjálftinn af þeim mældist 3,6 að stærð klukkan 14:24. Jarðskjálftavirkni er því umfram eðlilega bakgrunnsvirkni að sögn náttúruvársérfræðinga. 2.8.2022 17:24
Talið að níu ára stúlka hafi verið stungin til bana í Boston Grunur leikur á um að níu ára stúlka hafi verið stungin til bana í miðbæ Boston í Lincolnskíri í Bretlandi. Lögreglan rannsakar málið sem hugsanlegt morð en atvikið átti sér stað klukkan 18:20 að staðartíma í gær. 29.7.2022 14:40
Reyndu að færa lík Johns Snorra í tvær klukkustundir Jarðneskar leifar Johns Snorra Sigurjónssonar liggja á einum erfiðasta staðnum á fjallinu K2 og illa hefur gengið að færa þær af gönguleiðinni. Nýfallinn snjór skapar snjóflóðahættu á umræddu svæði og hamlar aðgerðum. 29.7.2022 13:54
Súrir Selfyssingar slúttuðu sólbaðsstofu Húseiganda á Selfossi var óheimilt að reka sólbaðsstofu í fjölbýlishúsi. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði beðni eigandans um að fella úr gildi ákvörðun byggingafulltrúa Árborgar sem veitti ekki leyfi fyrir starfseminni. 29.7.2022 10:51
Kærir prófessor sem sé „í heilagri pólitískri baráttu gegn sjávarútvegi“ Birkir Leósson endurskoðandi hefur ákveðið að kæra Þórólf Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, til siðanefndar HÍ vegna skrifa hans um sjávarútvegsfyrirtækið Vísi. 28.7.2022 16:20
Bernard Cribbins látinn Breski leikarinn Bernard Cribbins er látinn, 93 ára að aldri. Á umfangsmiklum leiklistarferli sem náði yfir sjö áratugi var hann meðal annars þekktur fyrir að fara með hlutverk Tom Campbell í kvikmynd um Doctor Who og Wilfred Mott í þáttaröðinni um doktorinn fræga. 28.7.2022 11:36
Stóð af sér vatnavextina Ekki þurfti að loka bráðabirgðabrúnni yfir Jökulsá á Sólheimasandi þrátt fyrir mikla vatnavexti síðustu sólarhringa en á þriðjudag varaði Vegagerðin við því að óljóst væri hvort brúin myndi standa af sér vatnsflauminn. 28.7.2022 10:51