Sofa með barnið í tjaldi á pallinum Eiður Þór Árnason skrifar 1. ágúst 2023 07:36 Húsið er í Vallarhverfinu í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Þriggja manna fjölskylda hefur búið úti í tjaldi við húsið sitt á Völlunum í Hafnarfirði í um þrjár vikur. Íbúð þeirra er sögð óíbúðarhæf vegna myglu, raka, leka og fleiri galla en hjónin keyptu húsið árið 2008. Þau segjast hafa verið blekkt og afhent fokhelt hús sem þau hafi talið vera fullbúið. Mbl.is greinir frá þessu en mikil lekavandamál uppgötvuðust árið 2011. Sæmundur Jóhannsson telur sig og Ester Erlingsdóttur hafa tapað á bilinu 50 til 55 milljónum króna vegna galla á fasteigninni. Þau gisti nú í tjaldi ásamt níu ára syni þeirra. Hjónin höfðuðu mál gegn seljendum hússins og byggingastjóra þess sem voru dæmd árið 2013 til að greiða 510.645 krónur vegna rakasperru sem var vitlaust sett upp. Niðurstaða héraðsdóms var þrátt fyrir það á þá leið að kaupendum hafi átt að liggja ljóst fyrir að húsið væri einungis fokhelt þegar gengið var frá sölunni og ekki hlotið lokaúttekt. Ekki séð neitt óeðlilegt Sæmundur segir í samtali við mbl.is að seljendur hafi áður átt heima í húsinu og ekkert hafi gefið til kynna að húsið væri ekki fulltilbúið þegar hjónin skoðuðu eignina fyrir kaupin. Parket hafi verið á gólfi, ísskápur fylgt með og fjölskyldan flutt inn. Hann og Ester hafi aldrei ætlað að kaupa fokhelt hús og þau ekki komist að sannleikanum fyrr en árið 2012. Hafi þau vitað að húsið væri einungis fokhelt hafi þau beðið um útlistun á því hvað ætti eftir að taka út og gera. Ekki eru öll kurl komin til grafar í málinu en í frétt mbl.is segir Sæmundur að fram hafi komið í vitnisburði fasteignasalans fyrir héraðsdómi að hann hafi talið sig vera að selja fjölskyldunni fullbúið hús. Á sama tíma segi eigandinn það ekki fara milli mála að einungis hafi verið um fokhelt hús að ræða. Fréttin hefur verið uppfærð og vísar nú til nýrrar fréttar Vísis af málinu. Hafnarfjörður Fasteignamarkaður Neytendur Húsnæðismál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Mbl.is greinir frá þessu en mikil lekavandamál uppgötvuðust árið 2011. Sæmundur Jóhannsson telur sig og Ester Erlingsdóttur hafa tapað á bilinu 50 til 55 milljónum króna vegna galla á fasteigninni. Þau gisti nú í tjaldi ásamt níu ára syni þeirra. Hjónin höfðuðu mál gegn seljendum hússins og byggingastjóra þess sem voru dæmd árið 2013 til að greiða 510.645 krónur vegna rakasperru sem var vitlaust sett upp. Niðurstaða héraðsdóms var þrátt fyrir það á þá leið að kaupendum hafi átt að liggja ljóst fyrir að húsið væri einungis fokhelt þegar gengið var frá sölunni og ekki hlotið lokaúttekt. Ekki séð neitt óeðlilegt Sæmundur segir í samtali við mbl.is að seljendur hafi áður átt heima í húsinu og ekkert hafi gefið til kynna að húsið væri ekki fulltilbúið þegar hjónin skoðuðu eignina fyrir kaupin. Parket hafi verið á gólfi, ísskápur fylgt með og fjölskyldan flutt inn. Hann og Ester hafi aldrei ætlað að kaupa fokhelt hús og þau ekki komist að sannleikanum fyrr en árið 2012. Hafi þau vitað að húsið væri einungis fokhelt hafi þau beðið um útlistun á því hvað ætti eftir að taka út og gera. Ekki eru öll kurl komin til grafar í málinu en í frétt mbl.is segir Sæmundur að fram hafi komið í vitnisburði fasteignasalans fyrir héraðsdómi að hann hafi talið sig vera að selja fjölskyldunni fullbúið hús. Á sama tíma segi eigandinn það ekki fara milli mála að einungis hafi verið um fokhelt hús að ræða. Fréttin hefur verið uppfærð og vísar nú til nýrrar fréttar Vísis af málinu.
Hafnarfjörður Fasteignamarkaður Neytendur Húsnæðismál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira