Sofa með barnið í tjaldi á pallinum Eiður Þór Árnason skrifar 1. ágúst 2023 07:36 Húsið er í Vallarhverfinu í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Þriggja manna fjölskylda hefur búið úti í tjaldi við húsið sitt á Völlunum í Hafnarfirði í um þrjár vikur. Íbúð þeirra er sögð óíbúðarhæf vegna myglu, raka, leka og fleiri galla en hjónin keyptu húsið árið 2008. Þau segjast hafa verið blekkt og afhent fokhelt hús sem þau hafi talið vera fullbúið. Mbl.is greinir frá þessu en mikil lekavandamál uppgötvuðust árið 2011. Sæmundur Jóhannsson telur sig og Ester Erlingsdóttur hafa tapað á bilinu 50 til 55 milljónum króna vegna galla á fasteigninni. Þau gisti nú í tjaldi ásamt níu ára syni þeirra. Hjónin höfðuðu mál gegn seljendum hússins og byggingastjóra þess sem voru dæmd árið 2013 til að greiða 510.645 krónur vegna rakasperru sem var vitlaust sett upp. Niðurstaða héraðsdóms var þrátt fyrir það á þá leið að kaupendum hafi átt að liggja ljóst fyrir að húsið væri einungis fokhelt þegar gengið var frá sölunni og ekki hlotið lokaúttekt. Ekki séð neitt óeðlilegt Sæmundur segir í samtali við mbl.is að seljendur hafi áður átt heima í húsinu og ekkert hafi gefið til kynna að húsið væri ekki fulltilbúið þegar hjónin skoðuðu eignina fyrir kaupin. Parket hafi verið á gólfi, ísskápur fylgt með og fjölskyldan flutt inn. Hann og Ester hafi aldrei ætlað að kaupa fokhelt hús og þau ekki komist að sannleikanum fyrr en árið 2012. Hafi þau vitað að húsið væri einungis fokhelt hafi þau beðið um útlistun á því hvað ætti eftir að taka út og gera. Ekki eru öll kurl komin til grafar í málinu en í frétt mbl.is segir Sæmundur að fram hafi komið í vitnisburði fasteignasalans fyrir héraðsdómi að hann hafi talið sig vera að selja fjölskyldunni fullbúið hús. Á sama tíma segi eigandinn það ekki fara milli mála að einungis hafi verið um fokhelt hús að ræða. Fréttin hefur verið uppfærð og vísar nú til nýrrar fréttar Vísis af málinu. Hafnarfjörður Fasteignamarkaður Neytendur Húsnæðismál Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Mbl.is greinir frá þessu en mikil lekavandamál uppgötvuðust árið 2011. Sæmundur Jóhannsson telur sig og Ester Erlingsdóttur hafa tapað á bilinu 50 til 55 milljónum króna vegna galla á fasteigninni. Þau gisti nú í tjaldi ásamt níu ára syni þeirra. Hjónin höfðuðu mál gegn seljendum hússins og byggingastjóra þess sem voru dæmd árið 2013 til að greiða 510.645 krónur vegna rakasperru sem var vitlaust sett upp. Niðurstaða héraðsdóms var þrátt fyrir það á þá leið að kaupendum hafi átt að liggja ljóst fyrir að húsið væri einungis fokhelt þegar gengið var frá sölunni og ekki hlotið lokaúttekt. Ekki séð neitt óeðlilegt Sæmundur segir í samtali við mbl.is að seljendur hafi áður átt heima í húsinu og ekkert hafi gefið til kynna að húsið væri ekki fulltilbúið þegar hjónin skoðuðu eignina fyrir kaupin. Parket hafi verið á gólfi, ísskápur fylgt með og fjölskyldan flutt inn. Hann og Ester hafi aldrei ætlað að kaupa fokhelt hús og þau ekki komist að sannleikanum fyrr en árið 2012. Hafi þau vitað að húsið væri einungis fokhelt hafi þau beðið um útlistun á því hvað ætti eftir að taka út og gera. Ekki eru öll kurl komin til grafar í málinu en í frétt mbl.is segir Sæmundur að fram hafi komið í vitnisburði fasteignasalans fyrir héraðsdómi að hann hafi talið sig vera að selja fjölskyldunni fullbúið hús. Á sama tíma segi eigandinn það ekki fara milli mála að einungis hafi verið um fokhelt hús að ræða. Fréttin hefur verið uppfærð og vísar nú til nýrrar fréttar Vísis af málinu.
Hafnarfjörður Fasteignamarkaður Neytendur Húsnæðismál Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira