Náði að koma sér út á svalir þegar eldur kviknaði út frá rafhlaupahjóli Eiður Þór Árnason skrifar 1. ágúst 2023 06:21 Rafhlaupahjólið sem um ræðir. Vísir/slökkvilið Eldur kviknaði í íbúð á 3. hæð við Hringbraut í Reykjavík í nótt og er talið að hann hafi kviknað út frá rafhlaupahjóli sem var í hleðslu innandyra. Íbúi komst út á svalir en nágranni sem kom til aðstoðar var fluttur á slysadeild til aðhlynningar og skoðunar. Tilkynning um eldinn barst til slökkviliðs klukkan 04:30 í morgun og voru þrjár stöðvar sendar af stað. Þegar slökkviliðsmenn voru komnir á staðinn var töluverður eldur í íbúðinni. Greint er frá því í færslu á Facebook-síðu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins að um klukkustund hafi tekið að reykræsta íbúðina. Reglulega kvikni eldar út frá rafhlaupahjólum í hleðslu. Orðið töluvert tjón „Það var nú grunur um að það væri ein manneskja þarna inni til að byrja með en hún hafði komist út á svalir og fékk aðstoð við að komast þaðan. Eldurinn kviknaði út frá rafhlaupahjóli sem var í hleðslu og það var töluverður eldur og mikill reykur í íbúðinni. Það gekk nokkuð greiðlega að slökkva eldinn og koma hlutunum út en það tók hátt í klukkustund að reykræsta íbúðina, stigagang og sameign,“ segir Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, í samtali við fréttastofu. Hann segir hafa orðið töluvert tjón og varar fólk við því að hlaða rafhlaupahjólin á næturnar og nálægt hlutum sem geti borið eld. „Þetta eru orðnir svolítið algengir brunar hjá okkur þessi rafhlaupahjól. Það er svo sem allt í lagi að hlaða þetta inni en reyna kannski að hafa ekki nálægt hlutum sem eiga auðvelt með að brenna og hafa þetta ekki í sambandi á nóttunni,“ segir Sigurjón. Mælst sé til þess að fólk taki farartækin úr hleðslu á meðan það er sofandi eða enginn er heima. „Þetta virðist bara ofhlaðast og ofhitna eða eitthvað í hleðslu og hefur kannski orðið fyrir einhverju hnjaski á hoppum og þá er þetta viðkvæmt fyrir því að fá svona mikla hleðslu og langa.“ Slökkvilið Reykjavík Rafhlaupahjól Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Tilkynning um eldinn barst til slökkviliðs klukkan 04:30 í morgun og voru þrjár stöðvar sendar af stað. Þegar slökkviliðsmenn voru komnir á staðinn var töluverður eldur í íbúðinni. Greint er frá því í færslu á Facebook-síðu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins að um klukkustund hafi tekið að reykræsta íbúðina. Reglulega kvikni eldar út frá rafhlaupahjólum í hleðslu. Orðið töluvert tjón „Það var nú grunur um að það væri ein manneskja þarna inni til að byrja með en hún hafði komist út á svalir og fékk aðstoð við að komast þaðan. Eldurinn kviknaði út frá rafhlaupahjóli sem var í hleðslu og það var töluverður eldur og mikill reykur í íbúðinni. Það gekk nokkuð greiðlega að slökkva eldinn og koma hlutunum út en það tók hátt í klukkustund að reykræsta íbúðina, stigagang og sameign,“ segir Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, í samtali við fréttastofu. Hann segir hafa orðið töluvert tjón og varar fólk við því að hlaða rafhlaupahjólin á næturnar og nálægt hlutum sem geti borið eld. „Þetta eru orðnir svolítið algengir brunar hjá okkur þessi rafhlaupahjól. Það er svo sem allt í lagi að hlaða þetta inni en reyna kannski að hafa ekki nálægt hlutum sem eiga auðvelt með að brenna og hafa þetta ekki í sambandi á nóttunni,“ segir Sigurjón. Mælst sé til þess að fólk taki farartækin úr hleðslu á meðan það er sofandi eða enginn er heima. „Þetta virðist bara ofhlaðast og ofhitna eða eitthvað í hleðslu og hefur kannski orðið fyrir einhverju hnjaski á hoppum og þá er þetta viðkvæmt fyrir því að fá svona mikla hleðslu og langa.“
Slökkvilið Reykjavík Rafhlaupahjól Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent