Handteknir í tengslum við umfangsmikinn innflutning á fíkniefnum Fjórir einstaklingar voru í kvöld úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur til 17. ágúst í þágu rannsóknar lögreglu á innflutningi á miklu magni af fíkniefnum. 5.8.2022 22:48
Netárás hafði áhrif á kerfi Lyfjastofnunar Lyfjastofnun varð fyrir netárás sem í dag og í gær hafði áhrif á vef sérlyfjaskrár, þjónustukerfi fyrir Mínar síður og verðumsóknarkerfi. Að sögn stofnunarinnar eru engin persónugreinanleg gögn vistuð á umræddum svæðum og engar vísbendingar enn sem komið er um að átt hafi verið við gögn. 5.8.2022 22:36
Heyrir sama munnsöfnuð núna og hann fékk fyrir þrjátíu árum Gleðiganga Hinsegin daga er gengin á morgun og eru margir í óðaönn við að klára undirbúninginn fyrir stóra daginn. Einn þeirra er tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson sem stendur að venju í stórræðum á þessum tíma. Í ár er þemað tónleikar á hjólum. 5.8.2022 21:46
Ekki allir sem hlusta Eitthvað hefur borið á minniháttar meiðslum og fótameinum hjá fólki sem leggja leið sína að eldgosinu í Meradölum og dæmi um að einstaklingar togni á ökkla og þurfi aðstoð vegna örmögnunar. Heilt yfir hefur þó gengið nokkuð vel á svæðinu að sögn björgunarsveitarfólks en mikill fjöldi hefur gert sér ferð að gosinu frá því á miðvikudag. Er allur gangur á því hversu vel fólk er búið. 5.8.2022 20:06
Eldgosið geti staðið í einhverja mánuði Engin merki eru um að nýjar sprungur séu byrjaðar að myndast við gosstöðvarnar í Meradölum. Líklegast er að slík sprunga myndi opnast til norðausturs þar sem kvikugangurinn liggur og fjarri þeirri hefðbundnu gönguleið sem fólk fari nú að svæðinu. 5.8.2022 19:02
Áskorun að mæta aukinni eftirspurn vegna eldgossins Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir gífurlega landkynningu felast í þeim myndbirtingum og þeirri fjölmiðlaumfjöllun sem gosið hafi fengið í stórum fréttamiðlum um allan heim. Það hafi sýnt sig vel í síðasta gosi að slík kynning sé gríðarlega verðmæt fyrir Ísland sem áfangastað. 5.8.2022 08:00
Jones gert að greiða fjölskyldu drengs sem drepinn var í Sandy Hook 4,1 milljón Alex Jones þarf að greiða minnst 4,1 milljón bandaríkjadala til fjölskyldu sex ára drengs sem var drepinn í skotárásinni í Sandy Hook grunnskólanum vegna þeirrar þjáningar sem hann, og fjölmiðill hans Infowars, olli fjölskyldunni með því að dreifa lygum um ódæðið. 4.8.2022 23:56
Ferðamenn létu sér ekki segjast: „Þú ert hérna líka!“ Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í Meradali frá því að eldgosið hófst í gær og margir heillast að krafti náttúruaflanna. Fréttamaður tók nokkra ferðalanga tali og fékk að heyra hvað þeim finnst um sjónarspilið. 4.8.2022 21:59
Ekki þægilegt að vera fluttur slasaður niður grófa vegina Stríður straumur hefur verið að gosstöðvunum í dag og gær þrátt fyrir að viðbragðsaðilar hafi varað fólk við því að gera sér ferð á staðinn. Björgunarsveitarfólk hefur líkt og í síðasta gosi reynt að huga að öryggi ferðalanga en eitthvað hefur verið um slys á fólki frá því í gær. 4.8.2022 20:08
Þróun eldgossins komi ekki á óvart Töluvert hefur dregið úr hraunflæðinu úr eldstöðvunum í Meradölum frá því í gær og mældist meðalrennsli frá klukkan 17 í gær fram til 11 í morgun 18 rúmmetrar á sekúndu. Til samanburðar var meðalrennsli 32 rúmmetrar á sekúndu fyrstu þrjá tímana eftir að gosið hófst í gær. Á sama tíma hefur sprungan styst úr 300 metrum í um það bil 100 metra. 4.8.2022 18:33