Íslenskir skátar beri sig vel þrátt fyrir hrakfarirnar í Suður-Kóreu Eiður Þór Árnason skrifar 5. ágúst 2023 08:03 Mikið hefur gengið á hjá íslensku skátunum í Suður-Kóreu sem eru á aldrinum fjórtán til átján ára. Sigrún María Bjarnadóttir Mikil rigning og hitabylgja hefur leikið 140 íslenska skáta grátt sem staddir eru í Suður-Kóreu til að taka þátt í Alheimsmóti skáta. Mannskapur frá suður-kóreska hernum og Rauða krossinum var sendur á staðinn þegar uppbygging vinnubúða á mótssvæðinu gekk illa vegna veðurs. Íslensku skátarnir hafa þurft að sækja sér heilbrigðisþjónustu vegna hita og skordýrabita en engin alvarleg óhöpp hafa komið upp, að sögn Bandalags íslenskra skáta. Matur og vatn hafi verið lengi að berast á svæðið fyrstu dagana og einnig skort upplýsingagjöf frá skipuleggjendum mótsins. Þátttakendur eru á aldrinum fjórtán til átján ára. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að hundruð skáta hafi örmagnast í hitanum sem hefur náð 35 gráðum og leitað sér heilbrigðisaðstoðar. Yfirvöld hafa varað fólk við hitabylgjunni og voru um 400 tilfelli hitaörmögnunar tilkynnt fyrstu nótt mótsins á þriðjudag. Skátar frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Singapúr hafa ákveðið að yfirgefa mótið. Mikill fjöldi skáta er kominn saman á mótssvæðinu.Sigrún María Bjarnadóttir „Síðustu dagar hafa litast af hitabylgjunni sem gengur yfir. Breytingar hafa verið gerðar á dagskrá svo ungmennin séu ekki undir berum himni á heitasta tíma dagsins, aðgengi að vatni og kælitjöldum hefur verið stórbætt og heilbrigðisstarfsfólki fjölgað,“ segir Harpa Ósk Valgeirsdóttir skátahöfðingi í tilkynningu. Frestuðu för sinni út Alheimsmótið fer fram dagana 1. til 12. ágúst og eru um 50 þúsund skátar sagðir vera á mótssvæðinu víðs vegar að úr heiminum. Íslenskir skátar bera sig vel þrátt fyrir hitann. Sigrún María Bjarnadóttir „Fréttir hafa borist af bágum aðstæðum á svæðinu, en í upphafi vikunnar hófst mikil uppbygging á aðstöðunni sem seinkaði vegna rigninga og bleytu vikunni áður,“ segir Harpa. Fyrsti hluti íslenska hópsins hafi mætt á svæðið þegar uppbygging var að hefjast en þegar hún gekk hægt hafi verið sendur mikill mannafli frá Suður-Kóreska hernum og Rauða krossinum, auk hóps sjálfboðaliða. Í kjölfarið hafi restin af íslenska hópnum seinkað komu sinni á mótið um sólarhring á meðan nauðsynlegar úrbætur fóru fram. Meta stöðuna eftir Brexit Að sögn Bandalags íslenskra skáta hefur hópur fjögur þúsund breskra skáta ákveðið að færa sig um set til að minnka álag á mótssvæðinu. Dvöl íslenska hópsins á svæðinu sé metin daglega og ekki verið tekin ákvörðun um að færa hópinn á þessum tímapunkti. „Íslenski hópurinn ber sig vel, sú dagskrá sem hefur verið í boði verið vel sótt og ótal tækifæri boðist til þess að kynnast skátum frá öllum heimshornum enda eru alheimsmót skáta eitt mesta ævintýri sem skátar fá tækifæri til að taka þátt í. Þátttakendur eru á aldrinum 14-18 ára og hafa undirbúið sig fyrir þátttöku í mótinu síðastliðin tvö ár,“ segir í tilkynningu frá Bandalagi íslenskra skáta. Suður-Kórea Íslendingar erlendis Skátar Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira
Íslensku skátarnir hafa þurft að sækja sér heilbrigðisþjónustu vegna hita og skordýrabita en engin alvarleg óhöpp hafa komið upp, að sögn Bandalags íslenskra skáta. Matur og vatn hafi verið lengi að berast á svæðið fyrstu dagana og einnig skort upplýsingagjöf frá skipuleggjendum mótsins. Þátttakendur eru á aldrinum fjórtán til átján ára. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að hundruð skáta hafi örmagnast í hitanum sem hefur náð 35 gráðum og leitað sér heilbrigðisaðstoðar. Yfirvöld hafa varað fólk við hitabylgjunni og voru um 400 tilfelli hitaörmögnunar tilkynnt fyrstu nótt mótsins á þriðjudag. Skátar frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Singapúr hafa ákveðið að yfirgefa mótið. Mikill fjöldi skáta er kominn saman á mótssvæðinu.Sigrún María Bjarnadóttir „Síðustu dagar hafa litast af hitabylgjunni sem gengur yfir. Breytingar hafa verið gerðar á dagskrá svo ungmennin séu ekki undir berum himni á heitasta tíma dagsins, aðgengi að vatni og kælitjöldum hefur verið stórbætt og heilbrigðisstarfsfólki fjölgað,“ segir Harpa Ósk Valgeirsdóttir skátahöfðingi í tilkynningu. Frestuðu för sinni út Alheimsmótið fer fram dagana 1. til 12. ágúst og eru um 50 þúsund skátar sagðir vera á mótssvæðinu víðs vegar að úr heiminum. Íslenskir skátar bera sig vel þrátt fyrir hitann. Sigrún María Bjarnadóttir „Fréttir hafa borist af bágum aðstæðum á svæðinu, en í upphafi vikunnar hófst mikil uppbygging á aðstöðunni sem seinkaði vegna rigninga og bleytu vikunni áður,“ segir Harpa. Fyrsti hluti íslenska hópsins hafi mætt á svæðið þegar uppbygging var að hefjast en þegar hún gekk hægt hafi verið sendur mikill mannafli frá Suður-Kóreska hernum og Rauða krossinum, auk hóps sjálfboðaliða. Í kjölfarið hafi restin af íslenska hópnum seinkað komu sinni á mótið um sólarhring á meðan nauðsynlegar úrbætur fóru fram. Meta stöðuna eftir Brexit Að sögn Bandalags íslenskra skáta hefur hópur fjögur þúsund breskra skáta ákveðið að færa sig um set til að minnka álag á mótssvæðinu. Dvöl íslenska hópsins á svæðinu sé metin daglega og ekki verið tekin ákvörðun um að færa hópinn á þessum tímapunkti. „Íslenski hópurinn ber sig vel, sú dagskrá sem hefur verið í boði verið vel sótt og ótal tækifæri boðist til þess að kynnast skátum frá öllum heimshornum enda eru alheimsmót skáta eitt mesta ævintýri sem skátar fá tækifæri til að taka þátt í. Þátttakendur eru á aldrinum 14-18 ára og hafa undirbúið sig fyrir þátttöku í mótinu síðastliðin tvö ár,“ segir í tilkynningu frá Bandalagi íslenskra skáta.
Suður-Kórea Íslendingar erlendis Skátar Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira