Svona var 178. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnir og embætti landlæknis boða til reglulegs upplýsingafundar í dag klukkan 11:03. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mun þar fara yfir stöðu mála varðandi framgang kórónuveirufaraldursins hér á landi ásamt Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá almannavörnum. 29.4.2021 10:15
Verðbólga ekki verið hærri í átta ár Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,6% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,6%. 29.4.2021 09:19
Næstu skref velti á niðurstöðu skimunar Nemendur og kennarar við Flúðaskóla voru beðnir um að halda sig heima í dag eftir að einstaklingur í Hrunamannahreppi greindist með kórónuveiruna í gær. Sá á barn í grunnskólanum sem bíður nú niðurstöðu skimunar en ákveðið var að aflýsa hefðbundnu skólastarfi í fjórða og fimmta bekk til að gæta ítrustu varúðarráðstafana. 28.4.2021 17:10
Sala Elko jókst um 25 prósent milli ára Festi hagnaðist um 289 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 53 milljónir á sama tíma í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 1,5 milljarður króna samanborið við 1,0 milljarð á fyrsta ársfjórðungi 2020 sem jafngildir 47,5% hækkun milli ára. 28.4.2021 16:29
Síminn hagnaðist um 2,8 milljarða króna Hagnaður Símans nam 2,8 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 762 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Hagnaður Símans af sölu upplýsingatæknifyrirtækisins Sensa til hins norska Crayon Group AS nam 2,1 milljarði króna á ársfjórðungnum og skýrir því stærstan hluta hagnaðarins. 28.4.2021 13:08
Gerðu lengsta samning í sögu Bundesligunnar Nordic Entertainment Group (NENT Group) hefur framlengt sýningarrétt sinn á þýsku Bundesligunni og verður sýnt frá þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á streymisveitunni Viaplay til ársins 2029. 28.4.2021 12:30
Bein útsending: Nýsköpunardagur Haga Hagar hafa stofnað styrktarsjóðinn Uppsprettu sem verður kynntur á Nýsköpunardegi Haga sem fram fer í dag. Er nýja sjóðnum ætlað að stuðla að nýsköpun í matvælaiðnaði hér á landi. Markmið og tilgangur Nýsköpunardagsins er að hvetja til nýsköpunar og aukinnar sjálfbærni í matvælaiðnaði. 28.4.2021 11:31
Verðlaunuðu ríkislögreglustjóra, framkvæmdastjóra og mannauðsstjóra Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi voru veitt á mánudag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Veitt voru verðlaun í þremur flokkum auk þess sem heiðursfélagi Stjórnvísi 2021 var útnefndur. 28.4.2021 10:41
Sautján þúsund án atvinnu í mars 17 þúsund einstaklingar voru atvinnulausir í mars síðastliðnum samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Jafngildir það 8,3% atvinnuleysi. 28.4.2021 09:48
Samdi við lánadrottna bróður síns sem vildi hætta í neyslu Gísli Magnússon komst ungur í kynni við vímuefni og lenti í kjölfarið í miklum fjárhagserfiðleikum. Auk þess að takast á við fíknina þurfti hann að glíma við skuldirnar sem hann hafði safnað á meðan hann var í neyslu en þær voru að stórum hluta í formi smálána. 28.4.2021 08:01