Uppáhalds lög Birgittu Lífar árið 2022 Árið 2022 var með sanni viðburðaríkt í tónlistinni og fjölbreytileikinn skein skært með ólíkum tónlistarstefnum sem náðu vinsældum. Lífið á Vísi tók púlsinn á nokkrum þekktum einstaklingum sem eiga það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á tónlist og báðum við þá að deila með lesendum hvað stóð upp úr hjá þeim í tónlistinni í ár. 14.12.2022 20:00
Snorri Ásmundsson segist tilbúinn í hlutverkið besti málari Evrópu Snorri Ásmundsson er nýkominn heim úr ævintýralegri og vel heppnaðri gestavinnustofudvöl í Vínarborg þar sem hann hélt frægan píanó gjörning og einkasýningu. Blaðamaður tók púlsinn á Snorra sem hefur nú gefið út yfirlýsingu um það sem koma skal. 14.12.2022 11:30
„Eina sem maður kemst ekki hjá er að fæðast og deyja“ „Móðir mín fór til spákonu og spákonan sagði að dóttir hennar yrði listakona. Þannig að mamma sendi mig strax í myndlist, sem er dálítið fyndið,“ segir listakonan, ljósmyndarinn og leikstjórinn Anna Maggý en hún er viðmælandi í þessum nýjasta þætti af Kúnst. 13.12.2022 06:00
Bestu lög ársins að mati Binna Glee Tónlistarárið 2022 var bæði fjölbreytt og viðburðaríkt. Hérlendis sló ýmislegt í gegn, allt frá endurgerð á sígildum dægurlögum yfir í rappið, og var að öllum líkindum eitthvað sem féll í kramið hjá hverjum og einum. Lífið á Vísi heyrði í nokkrum þekktum einstaklingum sem eiga það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á tónlist og báðum við þá að segja hvað stóð upp úr hjá þeim í tónlistinni í ár. 12.12.2022 20:01
P!nk með vinsælasta lagið Tónlistarkonan P!nk situr í fyrsta sæti Íslenska listans á FM957 þessa vikuna með lagið sitt „Never Gonna Not Dance Again“. Lagið hefur verið á stöðugri siglingu upp listann undanfarnar vikur og er þetta í fyrsta skipti í dágóðan tíma sem hún er mætt á toppinn. 10.12.2022 16:01
Íslensk listakona á Art Basel í Miami „Ég er alltaf jafn hissa þegar ég fæ þessi tækifæri, það er algjör heiður að fá að taka þátt á þessari hátíð,“ segir listakonan María Guðjohnsen í samtali við blaðamann en María tók á dögunum þátt í listahátíðinni Art Basel í Miami. Hátíðin er ein stærsta sinnar tegundar í listheiminum en María er búsett í New York þar sem hún sinnir listsköpuninni af fullum krafti. 8.12.2022 20:01
Elskar að henda sér út í djúpu laugina „Allt frá því ég var krakki hef ég haft áhuga á tölvum og listsköpun,“ segir listamaðurinn og tölvunarfræðingurinn Halldór Eldjárn sem opnar sýninguna „flora inorganica“ á morgun þar sem tækni, plöntur og myndlist blandast saman. Sýningin fer fram í STAK að Hverfisgötu 32 og hefur verið opin gestum alla vikuna þar sem hægt er að fylgjast með verkum í vinnslu og uppsetningu sýningarinnar. 7.12.2022 13:02
Mest spiluðu lögin á Spotify árið 2022 Streymisveitan Spotify gaf á dögunum út yfirlit af tónlistarárinu 2022 hjá hverjum og einum og hafa tónlistarunnendur því verið duglegir að deila sínum mest spiluðu lögum á samfélagsmiðlum. Samhliða því birti Spotify lista yfir 50 mest spiluðu lög ársins á veitunni undir heitinu „Top Tracks of 2022“. 6.12.2022 13:31
Hildigunnur fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum 2024 Hildigunnur Birgisdóttir hefur verið valin fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum í myndlist árið 2024 en það verður í sextugasta sinn sem hann er haldinn. Þá slæst hún í hóp með mörgum af fremstu listamönnum þjóðarinnar og má þar nefna Jóhannes Kjarval, Ragnar Kjartansson, Hrafnhildi Arnardóttur, Rúrí og Egil Sæbjörnsson. Blaðamaður tók púlsinn á Hildigunni. 5.12.2022 21:40
„Það er hættuspil en fátt er betra en þegar það lukkast“ Magnús Jóhann Ragnarsson er tónlistarmaður og lífskúnstner sem sækir tískuinnblástur í ýmsar áttir en hefur tímaleysið að leiðarljósi, bæði í klæðaburði og listsköpun. Magnús Jóhann er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 4.12.2022 09:01