Hér má sjá uppskrift Jönu:

„Heitur eplahleifur:
2 egg
1/2 bolli vanillu og kókos jógúrt
1/2 bolli vanillumjólk
1/3 bolli akasíhunang
1/4 bolli kókosolía
1 tsk vanilla
1 bolli möndlumjöl
2 bollar haframjöl
1 kúfuð msk kollagen duft
1 tsk lyftiduft
1/4 tsk matarsódi
Epla-toppur
3 lífræn epli skorin í litla teninga
1 msk akasíuhunang
10 döðlur skornar í bita
1 tsk kanill
Setjið á pönnu og hitið á miðlungshita í um 15 mínútur.
Hitið ofninn í 180 gráður.
Á meðan að eplin og döðlurnar eldast blandið þið öllum þurrefnum saman í skál og hrærið saman, því næst bætið þið blautu hráefnunum við þurru blönduna og hrærið vel saman. Hellið í brauðform og hellið epla toppnum þar ofan á.
Setjið hleifinn inn í ofn og bakið í um það bil 35-45 mínútur. Stingið prjóni inn að miðju til að athuga hvort að hleifurinn er tilbúinn. Þegar prjónninn kemur hreinn út er hleifurinn klár. Leyfið honum aðeins að kólna.
Dásamlegur eplahleifur sem gott er að bera fram með þeyttum rjóma eða vanillu og kókos jógúrt.“
Hér má finna ýmsar aðrar uppskriftir frá Jönu.