Segist frekar finna skyndikynni en sambönd á forritunum „Ég hata alveg deiting dæmið hérna heima,“ segir Binni Glee sem er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu. Binni hefur aldrei farið á stefnumót og segir að stefnumótaforrit séu meira fyrir skyndikynni en samband. 24.2.2024 07:01
Young Karin með endurkomu inn í íslenskt tónlistarlíf Tónlistarkonurnar Young Karin og Fríd voru að senda frá sér lagið NOT INTO ME. Þetta er fyrsta samstarfsverkefnið sem Fríd vinnur að og sömuleiðis fyrsta lagið sem Karin sendir frá sér í rúm fjögur ár. Blaðamaður tók púlsinn á tvíeykinu. 23.2.2024 11:31
„Yfirleitt er allt sem er gefandi líka krefjandi“ Búningahönnuðurinn Karen Briem skráði sig í meistaranám í búningahönnun um þrítugt. Hún elskar að segja sögur og skapa karaktera en hún sér um búningana fyrir söngleikinn Eitruð lítil pilla, sem verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu í kvöld. 23.2.2024 09:01
Alltaf með nasl í töskunni og þjáist af matarást á háu stigi Markaðsstjórinn og ofurskvísan Pattra Sriyanonge lifir viðburðaríku lífi og er því mikilvægt fyrir hana að vera alltaf með réttu hlutina í töskunni. Lífið á Vísi tók púlsinn á henni í nýjum föstum lið sem heitir Hvað er í töskunni þinni? 22.2.2024 11:30
Maðurinn á bak við Æði þættina Rapparinn og leikstjórinn Jóhann Kristófer er maðurinn á bak við Æði seríurnar fimm. Það urðu straumhvörf í lífi hans árið 2017 þegar að hann ákvað að svara kalli Patreks Jaime um raunveruleikaþátt og ekkert varð eins aftur. Blaðamaður spjallaði við Jóhann og fékk að heyra meira frá viðburðaríku lífi hans, sögunni á bak við Æði þættina og ferlinu. 22.2.2024 07:00
Var hræddur um að pabbi hans myndi hata hann Raunveruleika- og samfélagsmiðlastjarnan Binni Glee kom út úr skápnum fyrir tæpum níu árum síðan. Honum fannst auðveldara að segja stelpum að hann væri hommi og tók þetta í skrefum en þegar uppi er staðið segist hann einungis hafa fengið ást og stuðning frá fjölskyldu sinni og vinum. 20.2.2024 07:01
Full vinna að vera í fæðingarorlofi en nærandi að gleyma sér aðeins Þær Eva Sigrún Guðjónsdóttir og Sólveig Einarsdóttir eru miklir matgæðingar og gætu ekki gleymt því að borða sama hversu uppteknar þær eru. Stöllurnar kynntust nýverið í fæðingarorlofi og ákváðu að sameina krafta sína með hlaðvarpinu Bragðheimar, sem fjallar einmitt um mat. 19.2.2024 11:30
Hámhorfið: Hvað eru barþjónar að horfa á? Sunnudagar eru til sælu fyrir suma, til svefns fyrir aðra og svo mætti jafnvel segja sunnudagar eru til sjónvarpsgláps. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi fólks og spyrja það hvað það er að horfa á þessa dagana. Í dag var rætt við starfsstétt sem stendur jafnan vaktina fram eftir nóttu um helgar, barþjóna, og luma þeir á ýmsum hugmyndum. 18.2.2024 12:31
Klæðir sig upp í þema fyrir öll möguleg tilefni Lífskúnstnerinn Guðný Björk Halldórsdóttir hefur gríðarlega gaman að tískunni og er óhrædd við að fara eigin leiðir. Hún nýtir hvert tilefni til að klæða sig upp í skemmtileg og frumleg föt og segir að með árunum sé hún farin að taka meiri áhættu. Guðný Björk er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 17.2.2024 11:31
Taka stutt hlé frá leikhúsinu fyrir ferðalög til Perú og Keníu „Það er svo gaman að fá að vera umkringd ungu fólki og fólki á öllum aldri. Það er enginn munur á okkur þannig, við erum öll manneskjur,“ segir stórleikkonan Kristbjörg Kjeld. Hún fer með hlutverk í leikritinu Með Guð í vasanum í leikstjórn Maríu Reyndal. Kristbjörg, sem verður 89 ára í sumar, er á leið til Perú í lok mánaðarins og fer sýningin því í pásu fram á vor. 17.2.2024 07:01