Fullkomið og fór langt fram úr væntingum „Ég hugsa að fátt toppi tilfinninguna að ganga inn kirkjugólfið,“ segir hin nýgifta Karen Ósk Óskarsdóttir sem gekk að eiga sína heittelskuðu Elvu Hrafnsdóttur fyrr í ágúst. Blaðamaður ræddi við hana um stóra daginn. 22.8.2025 07:02
Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur „Haustið er uppáhalds árstíðin mín sem yfirleitt skín smá í gegnum klæðaburðinn minn þótt það sé sumar,“ segir hin 21 árs gamla Anna Lísa Hallsdóttir, tískudrottning og grafískur hönnuður. Anna Lísa er alltaf með eindæmum smart og vekur athygli hvert sem hún fer en hún ræddi við blaðamann um tískuna og fataskáp sinn. 20.8.2025 20:01
„Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ „Það verður ekkert skafað utan af því að þetta er erfiðasta ár sem ég hef lifað. Ég hef verið að taka einn dag í einu í þessu öllu saman,“ segir félagsráðgjafinn og baráttukonan Þórhildur Gyða Arnarsdóttir. Þórhildur missti bestu vinkonu sína Ólöfu Töru Harðardóttur fyrr á árinu og heldur minningu hennar stöðugt á lofti. 20.8.2025 07:02
Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Ástsæla hljómsveitin Sálin hans Jóns míns án að baki sér fjöldan allan af smellum sem flestir landsmenn geta í það minnsta raulað með. Aðdáendur sveitarinnar geta sannarlega glaðst yfir því að nú er í vinnslu ný íslenskri söngvamynd sem ber titilinn Hvar er draumurinn? Myndin er byggð á sögulegri tónlist Sálarinnar og gerist í Reykjavík snemma á tíunda áratuginum. 19.8.2025 15:00
Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Ástin virðist enn blómstra hjá raunveruleikastjörnunni Kylie Jenner og Hollywood leikaranum Timothée Chalamet, þrátt fyrir háværar sögusagnir um að parið væri að hætta saman. 18.8.2025 17:02
Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar „Eina ástæða þess að tónlistin gekk upp hjá mér er af því ég fór ekki með hana beint til plötuútgefenda,“ segir stórstjarnan Laufey Lín í nýlegu viðtali við tískurisann Vogue. Þar fer hún meðal annars yfir það hvernig velgengni hennar hefur þróast og hvernig hún hefur alltaf fengið að vera hún sjálf. 18.8.2025 15:00
Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Kvikmyndin Ljósbrot heldur áfram sigurför sinni um heiminn en hún er tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2025. 18.8.2025 10:15
„Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ „Athöfnin fór fram í Skrúðgarðinum í fallega Elliðaárdal en sá dalur er okkur afar kær þar sem við sögðumst elska hvort annað í fyrsta skipti í göngutúr þar,“ segir Alexandra Sif Nikulásdóttir, samfélagsmiðlastjóri og förðunarfræðingur. Hún gekk að eiga sinn heittelskaða Arnar Frey Bóasson bifvélavirkja með pomp og prakt í náttúrufegurð nú á dögunum. 5.8.2025 07:00
„Þarna fylltist hjartað af hamingju“ „Það segir manni mikið þegar fólk er til í að sofa í tjöldum og tjaldhýsum, taka þátt í alls konar dagskrá í rigningu, halda samt í gleðina og brosin og leggja sig fram við að búa til ógleymanlegar stundir með okkur,“ segir hin nýgifta Berglind Jónsdóttir, samskipta- og markaðsstjóri breska sendiráðsins. 2.8.2025 07:02
Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu „Ég fórnaði tímanum mínum svolítið til að taka á móti fólkinu á bryggjunni og varð þar að leiðandi hálftíma of sein í athöfnina, þar sem Máni og presturinn svitnuðu aðeins í biðinni, en ég hefði ekki viljað hafa það neitt öðruvísi,“ segir hönnuðurinn og plötusnúðurinn Rebekka Ashley sem giftist ástinni sinni Þorkeli Mána Þorkelssyni forritara hjá Hugsmiðjunni við dásamlega athöfn í Flatey í mjög svo einstökum kjól. 31.7.2025 07:02