Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sjóð­heitt og splunku­nýtt Hollywood par

Ofurbomban og stjarnan Pamela Anderson hefur fundið ástina í faðmi leikarans ástsæla Liam Neeson. Hjúin leika á móti hvort öðru í nýju Naked Gun kvikmyndinni þar sem ástarblossi kviknaði sem logar enn.

Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr

„Ég á margar flíkur sem mér þykir vænt um en sú sem ég held mest upp á er Juicy Couture galli sem besti vinur minn Jón Breki átti. Hann var með flottasta fatastíl sem ég hef séð, var skærasta stjarnan í herberginu og óttaðist aldrei að taka pláss,“ segir hin 21 árs gamla Dúa Landmark.

Sögu­legur klæðnaður á dreglinum

Það hefur vart farið fram hjá neinum aðdáanda skvísukvikmynda eða chick flicks að Lindsay Lohan og Jaime Lee Curtis eiga nú sögulega endurkomu á stóra skjánum. Tvíeykið hefur vakið mikla athygli á dreglum víða um heim og sömuleiðis hjartaknúsarinn Chad Michael Murray.  

„Öll dýrin í skóginum voru vinir“

„Við erum bara algjörlega í skýjunum með hvernig þetta fór,“ segir tónlistarmaðurinn Jökull Júlíusson, aðalsöngvari Kaleo í samtali við blaðamann um vel heppnaða tónleika hljómsveitarinnar í Vaglaskógi.

Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið

Þríeykið á bak við hlaðvarpið Veisluna kemur fram á stóra sviðinu á Þjóðhátíð í ár. Það eru þeir Gústi B, Arnór Snær og Siggi Bond en vinirnir eru gríðarlega spenntir og segja mikla vinnu hafa farið í undirbúning atriðisins sem er á dagskrá á laugardagskvöldinu.

„Þetta var al­gjört bíómyndamóment“

„Ég var með vissa sýn á hvernig mig langaði að vera. Ég hef alltaf elskað slör og var einu sinni brúður á öskudag bara til að geta gengið með slör heilan dag,“ segir myndlistarkonan Þórdís Erla Zoega sem gifti sig við draumkennda athöfn í Hellisgerði fyrr í júlí.

„Hefði ekki getað óskað mér fal­legri dags“

„Ég hafði sjúklega miklar áhyggjur af veðrinu því að athöfnin okkar var úti, ég fékk smá þráhyggju fyrir því svo ég fór að rannsaka íslenska veðurgaldra og rúnir. Ég er ekki að djóka, ég risti niður nokkrar rúnir í dagbókina mína og kvað vísu sem ChatGPT bjó til handa mér og við fengum einn fallegasta daginn,“ segir hin nýgifta Alexandra Sif sem hélt glæsilegt sveitabrúðkaup á dögunum.

Skemmti­legasti partur dagsins að klæða sig upp

„Ég elska að klæða mig upp. Það er einn skemmtilegasti hluti dagsins og er mín leið til að vera skapandi og prófa eitthvað nýtt,“ segir tískudrottningin Daníella Saga Jónsdóttir sem kemur sömuleiðis úr mikilli hátískufjölskyldu. Hún ræddi við blaðamann um fataskápinn og persónulegan stíl.

Skot­held og skemmti­leg hlauparáð

Útihlaup eru gríðarlega vinsæl og eru sífellt fleiri farnir að stunda hlaup af miklu kappi. Eflaust eru ófáir að stefna á Reykjavíkurmaraþonið sem er haldið eftir mánuð en við undirbúning er margt sem er mikilvægt að hafa í huga. Lífið á Vísi ræddi við Björn Þór Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Bjöddi, sem lumar á ýmsum góðum ráðum í undirbúningnum fyrir hlaup.

Samfélagsmiðlar sýna ekki ein­mana­leikann

„Kveikjan að öllu þessu var í raun og veru mín eigin líðan,“ segir Sara Líf Guðjónsdóttir, laganemi og flugfreyja, um færslu sem hún birti á Facebook hópinn Mæðratips og hlaut mikla athygli. Þar bauð Sara mæðrum sem hafa einangrast eða finna fyrir einmanaleika að vera með í opnum mömmuhóp og áður en hún vissi af höfðu yfir hundrað konur sent henni skilaboð.

Sjá meira