Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“

„Þetta er mjög berskjaldandi því þetta er stressandi, þetta er dýrt og maður þarf að færa miklar fórnir til þess að koma svona verkefni af stað,“ segir vöruhönnuðurinn og tónlistarmaðurinn Logi Pedro sem var að fara af stað með heimilis hönnunarvörumerkið Lopedro. Blaðamaður tók púlsinn á Loga og ræddi við hann um þessi nýju ævintýri.

Komst í jólaskapið í septem­ber

Textíllistakonan og dansarinn Margrét Katrín Guttormsdóttir ber marga listræna hatta. Hún fékk það jólalega og skemmtilega verkefni að hanna jólaskrautið fyrir jólatréð hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Heiðmörk og segir óumflýjanlegt að komast í jólaskap við slíka vinnu. Hvað eru mörg jóla í því?

Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást

Athafnakonan Lína Birgitta Sigurðardóttir og kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, fagna fimm ára sambandsafmæli í dag. Parið hefur vakið mikla athygli í íslensku samfélagi en þau eru miklir tískuunnendur og reka bæði eigin fatalínur. 

Djörf á dreglinum

Heitustu stórstjörnur heims klæddu sig upp í sitt djarfasta hátískupúss í gærkvöldi í tilefni af Tískuverðlaunahátíðinni sem haldin var í tónleikahöllinni Royal Albert Hall í London. 

Kvöddu með stæl

Vinstri grænir, Sósíalistar og Píratar héldu almennileg kosningapartý og skemmtu sér með stæl ásamt stuðningsmönnum og vinum þrátt fyrir að tölurnar hafi ekki verið þeim í hag í þetta sinn. Ljósmyndari Vísis lét sig ekki vanta í teitin og greip góð augnablik. 

Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu

Ragna Sigurðardóttir, læknir og þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík suður, skein skært í kosningapartýi flokksins í Kolaportinu um helgina umkringd flokksfélögum, bestu vinum og sínum heittelskaða Árna Steini. Ragna klæddist glansandi svörtum kjól og skartaði að sjálfsögðu rauðum varalit við.

Opna „hommalegustu blóma­búðina í bænum“

„Ég hefði séð eftir því hefði ég sagt nei. Hæ Blóm verður hommalegasta blómabúðin í bænum,“ segir Bjarmi Fannar vöruhönnuður. Hann og eiginmaður hans Bjarni Snæbjörnsson, leikari og leikstjóri, tóku Svartan föstudag í nýjar hæðir og keyptu heila blómabúð.

Alma Möller og Inga Sæ­land í mesta stuðinu

Reykjavíkurborg iðaði af tilhlökkun, kvíða, eftirvæntingu, gleði og öllum tilfinningaskalanum á kosningavökunni síðastliðið laugardagskvöld. Ljósmyndarar Vísis kíktu í nokkur kosningapartý og náðu ósvikinni stemningu á filmu.

Ás­laug Arna fékk „elegant“ kind í af­mælis­gjöf

Sjálfstæðiskonan og ráðherrann Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fagnaði 34 ára afmæli sínu á kosningadag með flokksfélögum sínum og stuðningsmönnum í Sjálfstæðissalnum sem áður var Nasa. Hún fékk einstaka afmælisgjöf frá góðum vinum sem vísaði í ummæli sem Össur Skarphéðinsson lét falla snemma í kosningabaráttunni. 

Upp­á­halds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sam­bands­slit

Desember er genginn í garð og því samfélagslega samþykkt að byrja að hlusta á jólalög. Lífið á Vísi tekur því fagnandi en í offramboði fjölbreyttra jólalaga, eða öllu heldur fjölbreyttra útgáfna af ákveðnum jólalögum, fengum við álit frá nokkrum rithöfundum um þeirra uppáhalds jólalög.

Sjá meira