Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Alþingi var sett í dag við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni í kjölfar eftirminnilegra kosninga 2024. Margir nýir þingmenn mæta til leiks í fyrsta sinn og má skynja eftirvæntingu í loftinu. Eftirfarandi spurning brennur eflaust á einhverjum lesendum: Hverjir klæddust hverju? 4.2.2025 16:18
Halla forseti rokkar svart og hvítt Halla Tómasdóttir forseti Íslands mætti í stílhreinum fatnaði á þingsetninguna í dag. Hún valdi hvítan rúllukragabol við hvítan jakka sem er algjörlega í anda Höllu og má segja að hún hafi klætt sig í stíl við snjókomuna. 4.2.2025 13:33
Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Starfsmenn Sundlauga Reykjavíkur skemmtu sér með stæl á nýársfögnuði sem haldinn var í Þróttaraheimilinu. Margt var um manninn og gleðin var við völd. 4.2.2025 11:32
Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum „Við uppgötvuðum listina svolítið saman,“ segja listakonurnar Karen Ösp og Petra. Þær eru æskuvinkonur frá því þær voru saman í Austurbæjarskóla og hafa báðar lagt land undir fót og sint listinni í Bandaríkjunum og víða um Evrópu. Um helgina opnuðu stöllurnar svo samsýninguna „Fornar slóðir“ í SÍM gallerí í Reykjavík. 3.2.2025 16:01
Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Stærstu stjörnur í heimi voru óhræddar við að taka áhættu á rauða dreglinum í gær þegar Grammy verðlaunahátíðin fór fram í 67. skipti. Ef marka má fataval stjarnanna má gera ráð fyrir að tískan í ár fari bæði í ögrandi og listrænar áttir. 3.2.2025 12:04
Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Ömurlegt veður, gular, appelsínugular og rauðar veðurviðvaranir settu svo sannarlega ekki strik í reikninginn í síðustu viku hjá stjörnum landsins. Hvort sem það voru utanlandsferðir á fjarlægari slóðum eða kósý heima, þá var allt að gerast í vikunni sem leið. 3.2.2025 09:36
Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára „Það er algjör vítamínsprauta að fara í „illuð“ föt,“ segir rapparinn Árni Páll Árnason betur þekktur sem Herra Hnetusmjör. Hann er viðmælandi í fyrsta þætti af Tískutali þar sem hann fer yfir klæðaburðinn, eftirminnileg tískumóment, hverju hann klæddist á fyrsta gigginu, ógleymanleg kaup sem hann gerði tíu ára gamall í Flórída, hvernig stíllinn hans hefur þróast samhliða föðurhlutverkinu og margt fleira. 2.2.2025 07:02
Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt „Það þarf mikinn kjark til að fóta sig ein í borginni og það tók verulega á,“ segir kvikmyndagerðakonan Katla Sólnes. Það vantar ekki ævintýrin í líf Kötlu. Hún hefur verið búsett í New York síðastliðin ár, er að útskrifast úr meistaranámi við virta háskólann Columbia og var valin í tólf manna hóp af þúsundum umsækjenda í prógram hjá einni stærstu kvikmyndahátíð í heimi, Sundance. Blaðamaður ræddi við Kötlu um þetta og margt fleira. 30.1.2025 07:03
Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ljósmyndarar landsins flykktust á Listasafn Íslands síðastliðna helgi þar sem sýningin Nánd hversdagsins opnaði við mikið lof gesta. Það var fullt út úr dyrum og mikil stemning. 29.1.2025 11:31
„Sköpunargáfan er svo mikill prakkari að hún ullar á plön“ „Þegar ég skrifa lögin þá hugsa ég alltaf: Ó, get ég deilt þessu? Á ég að sleppa því að deila þessu? Ég held að flestir lagahöfundar fari í gegnum það,“ segir stórstjarnan, listagyðjan og tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir. Blaðamaður ræddi við Björk um nýjasta risaverkefni hennar, tónlistarkvikmyndina Cornucopiu, ferilinn, listina, tækninýjungar og margt fleira. 29.1.2025 07:01