Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt „Það var ekkert annað í boði en að læra að lifa. Til heiðurs honum þá vil ég lifa hamingjusömu og fallegu lífi,“ segir Lilja Eivor Gunnarsdóttir Cederborg. Lilja býr yfir meiri seiglu heldur en flestir þurfa á ævinni að sýna af sér. Vorið 2023 lést fjögurra ára gamall sonur hennar skyndilega og í langan tíma segist hún hafa verið skelin af sjálfri sér. 25.1.2025 07:02
Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík „Fyrstu myndböndin af mér að koma fram eru frá því að ég er í kringum tíu ára syngjandi á Mærudögum á Húsavík svo að þetta kviknaði mjög snemma,“ segir tónlistarmaðurinn Ágúst Þór Brynjarsson. Hann tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins með lagið Like You og frumsýnir hér tónlistarmyndband við lagið. 23.1.2025 07:01
Björk mætir á stóra skjáinn „Þetta voru umfangsmestu tónleikar sem ég hef tekið þátt í,“ segir tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir um tónleikaferðalagið Cornucopia. Kvikmyndin Cornucopia er nýjasta verk úr smiðju hennar en myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi þann 1. febrúar næstkomandi og síðar á árinu um heim allan. 21.1.2025 11:24
Risa endurkoma eftir áratug í dvala Stórstjarnan Cameron Diaz var ein vinsælasta gamanleikkona allra tíma þegar hún ákvað að taka sér pásu frá kvikmyndum. Nú áratugi síðar er hún mætt aftur á skjáinn í hasarmyndinni Back In Action. 20.1.2025 16:30
Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Það var allt í blóma á opnun blómabúðarinnar Hæ blóm síðastliðinn föstudag. Hjónin Bjarmi Fannar og Bjarni Snæbjörnsson eigendur búðarinnar hafa unnið hörðum höndum við að gera og græja og eru í skýjunum með viðtökurnar. 20.1.2025 12:31
Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Athafnakonan og áhrifavaldurinn Tanja Ýr sem á von á sínu fyrsta barni hefur gaman að því að klæða sig skemmtilega upp á meðgöngunni. Tanja, sem er sannkölluð ofurskvísa, hefur óspart rokkað glæsileg meðgöngu „lúkk“ undanfarna mánuði þar sem hún leikur sér með þrönga kjóla, samfestinga og magaboli svo eitthvað sé nefnt. 17.1.2025 07:02
Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Strákarnir í Tónhyl Akademíu eru allir í kringum átján ára aldur og lifa og hrærast í heimi tónlistarinnar. Þeir voru að senda frá sér plötu sem hefur slegið í gegn og á sama tíma seldu þeir upp á tónleika í Gamla Bíói. Blaðamaður ræddi við þessa upprennandi tónlistarmenn. 15.1.2025 20:00
Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Heilsukokkurinn Jana Steingríms sérhæfir sig í hollum en skemmtilegum uppskriftum sem geta sannarlega lífgað upp á svartasta skammdegið. 15.1.2025 16:33
Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Íslenska TikTok stjarnan Embla Wigum átti ævintýralegt kvöld í gær þegar hún skellti sér á forsýningu kvikmyndarinnar A Complete Unknown í London. Þar var hún í félagsskap stórstjarna á borð við Timothée Chalamet. 15.1.2025 13:02
Heitasti leikarinn í Hollywood Erótíski spennutryllirinn Babygirl hefur vakið athygli og umtal að undanförnu en kvikmyndin inniheldur fjöldann allan af djörfum kynlífssenum og einkennist af ögrandi söguþræði. Stórstjarnan Nicole Kidman fer þar á kostum í aðalhlutverki og hefur mótleikari hennar Harris Dickinson ekki vakið minni athygli. 14.1.2025 11:30
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent