Blint stefnumót heppnaðist vel Menningarvitar landsins komu saman í Ásmundarsal síðastliðna helgi og skáluðu fyrir glæsilegri opnun samsýningarinnar Blint stefnumót eða Blind date. Þar mætast listamennirnir Kristín Karólína Helgadóttir og Sigurður Guðmundsson á skemmtilegan máta. 21.1.2026 20:03
Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Nýtt, óhefðbundið og svolítið skemmtilegt trend hefur rutt sér til rúms vestanhafs sérstaklega hjá ríka og fræga fólkinu. Svokallaðir skilnaðarhringir, gjarnan glæsilegir demtanshringir, njóta stigvaxandi vinsælda og skartgripaverslanir bjóða upp á sérstakar athafnir tengdar þeim. 21.1.2026 11:24
Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Þakið ætlaði að rifna af ÍR höllinni um helgina þegar Breiðhyltingar héldu þorrablót með miklum stæl. Borgarstjóraefni létu sig ekki vanta og upprunalegi Breiðholts-rapparinn Emmsjé Gauti tryllti lýðinn. 20.1.2026 20:00
Halla T meðal sofandi risa Elegansinn var í fyrirrúmi í opnunarteiti Kristjáns Maack á ljósmyndasýningunni Sofandi risar. Meðal gesta voru Heiða Björg borgarstjóri og Halla Tómasdóttir forseti. 20.1.2026 17:01
Kjólasaga Brooklyns loðin Það hefur vart farið fram hjá neinum að Beckham-fjölskyldan stendur nú í sögulegum deilum sem vöktu sérstaklega mikla athygli í gær þegar Brooklyn elsti sonur Victoriu og Davids opnaði sig um áralangar erjur hans og fjölskyldu hans. 20.1.2026 14:56
Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Það var gríðarlegt fjör í KR heimilinu á laugardagskvöld þegar Vesturbæingar blótuðu þorrann með miklum stæl. Meðal gesta voru Komið gott skvísurnar Ólöf Skaftadóttir og Kristín Gunnarsdóttir, grínistinn Bergur Ebbi, Líf Magneudóttir borgarfulltrúi, rithöfundarnir Andri Snær Magnason og Eva Björg Ægisdóttir og svo mætti lengi telja. 20.1.2026 11:20
Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York „Ég hélt alltaf að það væri einhver leikþáttur hjá kananum að vera svona „næs“ en það kom mér á óvart að hann er yfirleitt einlægt bara svona,“ segir forritarinn Árni Freyr Magnússon sem flutti til New York til að fara í meistaranám við hinn virta háskóla Columbia. Í kjölfarið fékk hann vinnu hjá sprotafyrirtæki í Brooklyn og þá var ekki aftur snúið. 20.1.2026 07:02
Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Listakonan Kristín Helga Ríkharðsdóttir fer einstakar leiðir í listsköpun sinni og hefur vakið mikla athygli hérlendis undanfarið ár. Kristín Helga, sem er fædd árið 1993 og lærði í New York, var að opna einkasýningu í D-sal Listasafns Reykjavíkur sem ber heitið Silkimjúk. Viðfangsefnið snertir meðal annars á þráhyggju fyrir líkamsumhirðu og óútskýrðum ótta við stutt, svört hár. 19.1.2026 20:03
Fagna tíu árum af ást Heimsfræga og stundum umdeilda ofurparið Meghan Markle og Harry Bretaprins fagna tíu árum af ást í ár. Þegar þau felldu hugi saman átti bókstaflega allt eftir að breytast í lífi þeirra en ástin virðist blómstra sem aldrei fyrr. 19.1.2026 16:03
Aron Mola ástfanginn í bíó Rappararnir Ízleifur og Flóni buðu fjölda frægra í bíó um helgina þar sem þeir frumsýndu sjóðheitt tónlistarmyndband við nýja lagið þeirra Síróp. Meðal gesta voru Aron Mola og frúin hans Erla Lind, Birgitta Líf og Ásthildur Bára. 19.1.2026 13:03