Emmsjé Gauti og Jovana gengin í það heilaga Gauti Þeyr Másson og Jovana Schally giftu sig við hátíðlega athöfn í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag. Parið trúlofaði sig árið 2019. 6.8.2022 17:52
Tveir sérmerktir torfærubílar teknir í notkun hjá almannavörnum Almannavarnir hafa fest kaup á tveimur buggy-bílum sem verða notaðir við störf þeirra og lögreglunnar. Fyrst um sinn munu bílarnir vera notaðir af lögreglunni á Suðurnesjum. 6.8.2022 17:32
Gossvæðinu lokað á morgun Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að gosstöðvarnar í Meradölum verði lokaðar á morgun. Lokunin hefst klukkan fimm um morgun og verður staðan endurmetin seinna um daginn. 6.8.2022 16:28
Fjárfestingafélag Warren Buffett tapaði sex þúsund milljörðum króna Berkshire Hathaway, fjárfestingafélag rekið af milljarðamæringnum Warren Buffett, tapaði 43,8 milljörðum dollara á öðrum ársfjórðungi, rúmum sex þúsund milljörðum íslenskra króna. 6.8.2022 16:20
Hafa áhyggjur af horuðum mjaldri sem er fastur í Signu Yfirvöld í Frakklandi hafa áhyggjur af mjaldri sem fastur er í ánni Signu. Hvalurinn hefur ekki viljað borða neitt síðan hann fannst. 6.8.2022 15:09
Rúmlega fimm hundruð manns látist í skyndiflóðum í Pakistan Alls hafa 549 manns látið lífið í Pakistan síðasta mánuðinn vegna skyndiflóða. Yfir 42 þúsund heimili eru eyðilögð vegna þeirra. 6.8.2022 14:21
Víkingur tekur formlega við íþróttamannvirkjum í Safamýri Knattspyrnufélagið Víkingur hefur formlega tekið við mannvirkjum í Safamýri og er um leið nýja hverfisfélagið í Safamýri. Stefnt er á að setja nýjar merkingar á mannvirkin á næstu dögum sem og fara í úttekt, tiltekt og viðhald. 6.8.2022 13:07
Tólf manns látnir eftir rútuslys í Króatíu Tólf manns eru látnir eftir að rúta með 43 farþega lenti utan vegar nálægt þorpinu Jarek Bisaki í Króatíu í morgun. Allir þeir farþegar sem enn eru á lífi eru slasaðir og nokkrir þeirra alvarlega. 6.8.2022 12:10
„Í dag er stóri dagurinn“ Hin sívinsæla Gleðiganga fer fram í dag á lokadegi Hinsegin daga. Fjölbreytt dagskrá hefur verið víðsvegar um borgina alla vikuna en hátíðinni lýkur í kvöld með tónleikum á Bryggjunni steikhús þar sem stjórnin mun troða upp. 6.8.2022 11:39
Ellefu látnir eftir árás á Gaza-svæðið Ellefu létu lífið er ísraelski herinn skaut eldflaugum á Gaza-svæðið í gær. Herinn segir að skotmark sitt hafi verið íslamskur öfgahópur en einhverjir þeirra sem létu lífið voru óbreyttir borgarar. 6.8.2022 10:22