Spurði bin Salman út í morðið á Khashoggi Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, spurði Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu út í aðild hans að morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 15.7.2022 21:22
Allt fullt við höfnina og þurftu að kasta akkeri á Pollinum Þrjú skemmtiferðaskip höfðu boðað komu sína á Akureyri í dag en aðeins var pláss fyrir tvö þeirra við bryggjuna. Því þurfti eitt skipið að kasta akkeri á Pollinum. 15.7.2022 20:47
Ranglega dæmdur fyrir morðið á Malcolm X: Vill fimm og hálfan milljarð í skaðabætur Muhammad Aziz, einn þeirra sem var ranglega dæmdur fyrir morðið á baráttumanninum Malcolm X, hefur farið í mál við New York vegna fangelsisvistar sinnar. Hann sat inni í tuttugu ár fyrir glæp sem hann framdi ekki en það var ekki fyrr en í fyrra sem hann var hreinsaður af sök eftir að hafa verið sleppt úr fangelsi árið 1985. 15.7.2022 19:17
Ókunnugt fólk skrái sig ítrekað til heimilis hjá honum Íbúi í Vík í Mýrdal hefur lent í því þrisvar upp á síðkastið að ókunnugt fólk skrái sig til heimilis í þinglýstri eign hans, án hans samþykkis. Hann gagnrýnir Þjóðskrá fyrir að leyfa hverjum sem er að skrá heimilisfangið sitt hvar sem er, án leyfis eiganda eignarinnar. 15.7.2022 18:33
Hætt við fund því boðun kom einni mínútu of seint Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar sleit fundi sínum í gær eftir að bókun barst frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins þess efnis að fundarboð hafi borist of seint og fundurinn því ólögmætur. Allt sem hefði verið samþykkt á fundinum hefði því ekki verið gilt. 15.7.2022 07:01
Fundu fjöldagröf með sautján tonnum af ösku Fornleifafræðingar í Póllandi grófu í dag upp fjöldagröf sem innihélt sautján og hálft tonn af ösku. Talið er að askan tilheyri fórnarlömbum nasista á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. 14.7.2022 23:31
Geir Sveinsson nýr bæjarstjóri í Hveragerði Meirihlutinn í Hveragerðisbæ mun leggja fram tillögu um að Geir Sveinsson verði ráðinn sem bæjarstjóri á næsta bæjarstjórnarfundi. Geir mun hefja störf í upphafi ágústmánaðar. 14.7.2022 20:57
Ivana Trump er látin Ivana Trump, fyrrverandi eiginkona Donald Trump, er látin, 73 ára að aldri. Með Donald eignaðist hún þrjú börn, þau Donald yngri, Ivanka og Eric. 14.7.2022 19:55
Segja sóða á Seltjarnarnesi nálægt því að slá vafasamt met Starfsmenn Umhverfisstofnunar fundu alls 934 blautklúta í fjörunni í Bakkavík á Seltjarnarnesi þegar þeir tíndu rusl þar í byrjun vikunnar. Þetta er næst mesti fjöldi klúta sem hafa fundist í einni ferð síðan vöktun hófst. 14.7.2022 19:08
Forseti Srí Lanka segir loks af sér Gotabaya Rajapaksa hefur sagt af sér sem forseti Srí Lanka. Hann flúði land í fyrradag og dvelur nú í Singapúr. 14.7.2022 18:30