Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum greinum við frá því að öll framlög ríkisins á fimmtán ára jarðgangaáætlun ásamt gjaldtöku í öllum göngum landsins duga ekki til að standa undir 47 milljarða kostnaði við gerð Fjarðarheiðarganga. Eins og Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins hefur bent á hefur að legið fyrir lengi að göngin væru ófjármögnuð. 14.7.2022 18:30
Sparkaði í konu og hundana hennar Lögreglu barst í dag tilkynning frá konu sem hafði orðið fyrir árás manns en hún segir árásarmanninn hafa sparkað í sig og hundana sína. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 14.7.2022 17:31
Ríkisstjórnin á Ítalíu er sprungin Ríkisstjórnin á Ítalíu féll rétt í þessu eftir að flokkurinn Five Star sagði sig úr stjórnarsamstarfi. Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu mun segja af sér í kvöld. 14.7.2022 17:19
Ákærðir fyrir að selja stolna texta af Hotel California Þrír karlmenn hafa verið ákærðir fyrir að hafa selt handskrifaða texta Don Henley, söngvara Eagles, af lögum plötunnar Hotel California. Textunum var stolið á áttunda áratug síðustu aldar. 13.7.2022 23:41
Hrafn Jökulsson með fjórða stigs krabbamein Hrafn Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, hefur greinst með fjórða stigs krabbamein. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir hann vera á leiðinni í lyfja- og geislameðferð. 13.7.2022 22:00
Ætla að bjóða upp á auglýsingar með aðstoð Microsoft Stjórnendur Netflix hafa ákveðið að fá Microsoft til liðs við sig við að hanna áskriftarleið þar sem áskrifendur horfa á auglýsingar. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem Netflix býður upp á slíka áskrift. 13.7.2022 21:19
Nóra er fundin og komin heim Guðmundur Felixson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir fengu köttinn Nóru aftur heim til sín í dag, mánuði eftir að Reykjavíkurborg fjarlægði hana. Þau vonast til þess að borgin endurskoði verkferla sína eftir málið. 13.7.2022 20:08
Ætlaði að hjóla hringinn í kringum Ísland en hjólið finnst ekki ellefu dögum síðar Hjólreiðamaðurinn Simon Owens kom hingað til Íslands frá Bretlandi fyrir ellefu dögum síðan. Hann ætlaði sér að hjóla í kringum landið á tveimur vikum en hjólið hefur enn ekki borist til landsins. 13.7.2022 19:45
Þyrla hrapaði er barist var við skógarelda í Grikklandi Þyrla á vegum slökkviliðsins á eyjunni Samos í Grikkland hrapaði niður í Eyjahaf er unnið var að því að slökkva skógarelda á eyjunni. Fjórir voru í þyrlunni er hún hrapaði. 13.7.2022 18:31
Rishi Sunak vann í fyrstu umferðinni Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, sigraði í fyrstu umferð leiðtogakosninga breska Íhaldsflokksins í dag. Alls buðu átta manns sig fram og féllu tveir úr keppni. 13.7.2022 17:52