Efling búin að greiða skattinn Bjarki Sigurðsson skrifar 9. ágúst 2022 23:35 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í skriflegu svari til Ríkisútvarpsins að gjöldin hefðu ekki skilað sér á réttan stað vegna mistaka. Vísir/Vilhelm Stéttarfélagið Efling er búið að skila skattgreiðslum starfsmanna sinna til Skattsins, tveimur mánuðum of seint. Fyrrverandi starfsmaður Eflingar segir málið stangast á við tilgang félagsins. Í dag greindi Ríkisútvarpið frá því að stéttarfélagið Efling hafi ekki staðið skil á skatt- og lífeyrisgreiðslum starfsmanna sinna síðustu tvo mánuði þrátt fyrir að gjöldin hafi verið dregin af launum starfsfólks. Greiðslur frá núverandi jafnt sem fyrrverandi starfsmönnum félagsins höfðu ekki skilað sér til Skattsins eða lífeyrissjóða. Átti þetta sér stað í kjölfar þess að fjármálastjóri Eflingar hætti störfum í byrjun júní og var verkefnum hans útvistað til bókhaldsfyrirtækis. Þetta uppgötvaðist í gær þegar fyrrverandi starfsmaður Eflingar sem enn fær greiddan uppsagnarfrest fékk ábendingu frá fyrrverandi samstarfsfélaga að ekki væri búið að borga inn á aukalífeyrissparnaðinn hennar. Fljótt að berast á milli manna Fólkið sem starfaði áður hjá Eflingu en var sagt upp í hópuppsögninni stóru í apríl á þessu ári er mjög náið. Fregnirnar voru því fljótar að berast á milli manna og í ljós kom að enginn hafði fengið greitt í lífeyrissjóð sinn og greiðslur af laununum hefðu heldur ekki borist til Skattsins. Starfsmaðurinn fyrrverandi segir þó að nú sé búið að greiða skattinn hennar en hún getur ekki staðfest að búið sé að gera það hjá öllum. Enn ein þversögnin Inga Þóra Haraldsdóttir, einnig fyrrverandi starfsmaður Eflingar, segir þetta mál vera enn ein þversögnin í málefnum Eflingar síðan Sólveig Anna Jónsdóttir tók aftur við sem formaður. Þetta mál gæti þó dregið dilk á eftir sér fyrir starfsfólkið. „Það sem er líka að hafa áhrif á þetta starfsfólk og fyrrverandi starfsfólk er að lífeyrissjóðsgreiðslurnar hafa ekki borist, þá sérstaklega séreignarsparnaðargreiðslurnar, sem hefur auðvitað áhrif á vextina hjá fólki,“ segir Inga í samtali við fréttastofu. Kjaramál Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Skattar og tollar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Í dag greindi Ríkisútvarpið frá því að stéttarfélagið Efling hafi ekki staðið skil á skatt- og lífeyrisgreiðslum starfsmanna sinna síðustu tvo mánuði þrátt fyrir að gjöldin hafi verið dregin af launum starfsfólks. Greiðslur frá núverandi jafnt sem fyrrverandi starfsmönnum félagsins höfðu ekki skilað sér til Skattsins eða lífeyrissjóða. Átti þetta sér stað í kjölfar þess að fjármálastjóri Eflingar hætti störfum í byrjun júní og var verkefnum hans útvistað til bókhaldsfyrirtækis. Þetta uppgötvaðist í gær þegar fyrrverandi starfsmaður Eflingar sem enn fær greiddan uppsagnarfrest fékk ábendingu frá fyrrverandi samstarfsfélaga að ekki væri búið að borga inn á aukalífeyrissparnaðinn hennar. Fljótt að berast á milli manna Fólkið sem starfaði áður hjá Eflingu en var sagt upp í hópuppsögninni stóru í apríl á þessu ári er mjög náið. Fregnirnar voru því fljótar að berast á milli manna og í ljós kom að enginn hafði fengið greitt í lífeyrissjóð sinn og greiðslur af laununum hefðu heldur ekki borist til Skattsins. Starfsmaðurinn fyrrverandi segir þó að nú sé búið að greiða skattinn hennar en hún getur ekki staðfest að búið sé að gera það hjá öllum. Enn ein þversögnin Inga Þóra Haraldsdóttir, einnig fyrrverandi starfsmaður Eflingar, segir þetta mál vera enn ein þversögnin í málefnum Eflingar síðan Sólveig Anna Jónsdóttir tók aftur við sem formaður. Þetta mál gæti þó dregið dilk á eftir sér fyrir starfsfólkið. „Það sem er líka að hafa áhrif á þetta starfsfólk og fyrrverandi starfsfólk er að lífeyrissjóðsgreiðslurnar hafa ekki borist, þá sérstaklega séreignarsparnaðargreiðslurnar, sem hefur auðvitað áhrif á vextina hjá fólki,“ segir Inga í samtali við fréttastofu.
Kjaramál Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Skattar og tollar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira