Björn Zoëga formaður nýrrar stjórnar Landspítala Heilbrigðisráðherra hefur skipað nýja stjórn Landspítala til tveggja ára en stjórnin er skipuð af fimm einstaklingum í senn. Björn Zoëga, forstjóri Karólínska sjúkrahússins í Svíþjóð, verður formaður stjórnarinnar. 13.7.2022 17:29
Lúðrasveit veittist að manni sem kastaði ruslatunnu í meðlimi Lúðrasveit í Norður-Írlandi veittist í dag að karlmanni sem kastaði ruslatunni í meðlimi sveitarinnar er þeir tóku þátt í skrúðgöngu. Maðurinn lokaði sig inni og brutu meðlimir sveitarinnar rúðu á fjölbýlishúsinu sem maðurinn býr í. 12.7.2022 23:22
Forseti Srí Lanka hefur flúið land Gotabaya Rajapaksa, forseti Srí Lanka, hefur náð að flýja land. Fyrr í dag hafði honum mistekist að flýja er flugvallarstarfsmenn komu í veg fyrir að hann gæti notað sérútgang á flugvellinum í Colombo. 12.7.2022 22:42
Kviknað í bar við Trafalgar-torg Eldur logar á barnum The Admiralty við Trafalgar-torg í London. Alls reyna 125 slökkviliðsmenn nú að slökkva eldinn. 12.7.2022 21:20
Daði og Matthías tilnefndir til Emmy-verðlauna Tilnefningar til Emmy-verðlaunanna voru birtar í dag en hátíðin fer fram þann 12. september næst komandi. Succession fær flestar tilnefningar í ár eða 25 talsins en rétt á eftir koma þættirnir Ted Lasso og The White Lotus með tuttugu tilnefningar. 12.7.2022 19:48
Vilja grafa John Snorra hjá Juan Pablo og Ali á K2 Fjölskylda Johns Snorra Sigurjónssonar hefur óskað eftir því að lík hans verði fært og grafið með ferðafélögum hans, Juan Pablo Mohr og Muhammad Ali Sadpara. Sé ekki hægt að gera það verði líkið fært af gönguleiðinni upp fjallið K2. 12.7.2022 19:02
Sex umferðarslys á Austurlandi í júní Alls voru sex umferðarslys, auk eins banaslyss, tilkynnt til lögreglunnar á Austurlandi í júnímánuði. Hlúa þurfti að alls níu einstaklingum vegna áverka sem þeir hlutu í slysunum. 12.7.2022 18:14
Salmonella í karrý kryddi Matvælastofnun (MAST) hefur varað við neyslu á einni framleiðslulotu af Karríi Hot madras curry sem Lagsmaður ehf. flytur inn vegna gruns um salmonellusmit. 12.7.2022 17:27
Mo Farah var seldur í mansal sem barn Langhlauparinn Sir Mo Farah var seldur í mansal sem barn en hann kom til Bretlands frá Sómalíu þegar hann var einungis níu ára gamall. Hann var látinn gera húsverk hjá fjölskyldu í Bretlandi og fékk ekki að fara í skóla fyrstu þrjú árin. 11.7.2022 23:52
Var vart hugað líf en hefur náð ótrúlegum bata þökk sé fiskroði Pétur Oddsson brann verulega þegar hann lenti í vinnuslysi í Önundarfirði árið 2020. Hann var á gjörgæslu í sextíu daga eftir slysið og í dái í hundrað daga. Með aðstoð Kerecis sem framleiðir stoðefni úr fiskroði hefur Pétur náð ótrúlegum bata. 11.7.2022 23:01