Ófætt barn ekki manneskja samkvæmt umferðarlögum í Texas Þunguð kona sem var sektuð af lögreglunni fyrir að vera ein að keyra á forgangsakrein hefur mótmælt sektinni sem hún fékk. Hún vill meina að ófætt barn hennar teljist sem farþegi en til að mega keyra á akreininni þurfa að vera tveir eða fleiri í ökutækinu. 11.7.2022 22:58
Blendnar tilfinningar og gríðarlegir hagsmunir í húfi Forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar segist hafa blendnar tilfinningar um kaup Síldarvinnslunnar á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísir. Alls starfa 230 íbúar Grindavíkur hjá fyrirtækinu. 11.7.2022 21:42
Nýr forsætisráðherra þann 5. september Nýr forsætisráðherra mun taka við í Bretlandi þann 5. september. Rétt í þessu var tilkynnt að leiðtogakjör Íhaldsflokksins fari fram þann dag en sigurvegarinn þar mun taka við af Boris Johnson sem sagði af sér sem leiðtogi í síðustu viku. 11.7.2022 20:07
Sveitarstjóri Dalabyggðar með tæplega 1,7 milljón króna í mánaðarlaun Björn Bjarki Þorsteinsson var í dag ráðinn sveitarstjóri Dalabyggðar en hann fær 1,675 milljón króna í mánaðarlaun auk ökutækjastyrks sem nemur 127 þúsundum króna. Ellefu umsóknir um stöðuna bárust en þeim var öllum hafnað og var Björn Bjarki ráðinn í staðinn. 11.7.2022 19:28
Bandaríkjamenn bera af í brottförum Alls voru brottfarir erlendra farþega frá landinu í gegnum Keflavíkurflugvöll 176 þúsund talsins í júní. Aðeins fjórum sinnum hefur meiri fjöldi ferðamanna farið í gegnum flugvöllinn í júnímánuði síðan mælingar hófust. 11.7.2022 18:31
Höfundur James Bond-stefsins er látinn Monty Norman, höfundur James Bond-stefsins, er látinn 94 ára að aldri. Hann lést í dag eftir skömm veikindi samkvæmt tilkynningu á vefsíðu hans. 11.7.2022 17:49
Ólöglegt varnarefni í vanilluís frá Häagen-Dazs Matvælastofnun varar við neyslu á þremur framleiðslulotum af Häagen-Dazs vanilluís þar sem ólöglegt varnarefni hefur greinst í ísnum. 11.7.2022 17:15
Liz Truss staðfestir framboð sitt Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, hefur staðfest að hún ætli að gefa kost á sér í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem fram fer á næstu mánuðum. Hún var einn stuðningsmanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þegar hann var kjörinn leiðtogi flokksins árið 2019. 10.7.2022 23:12
Mikill viðbúnaður við EM-torgið í Manchester eftir alvarlegt slys Nokkrir sjúkrabílar og lögreglubílar eru nú við EM-torgið nærri Piccadilly Gardens í Manchester. Samkvæmt vitnum keyrði strætisvagn á strætóskýli þar sem að minnsta kosti fjórir einstaklingar voru. 10.7.2022 22:13
Hefur áhyggjur af samfylkingu Rússa og Kínverja Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segist hafa áhyggjur af nánu sambandi Rússa og Kínverja. Hann átti fimm tíma fund með Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, í Indónesíu í gær. 10.7.2022 21:07