Einar ráðinn sveitarstjóri Skaftárhrepps Einar Kristján Jónsson er næsti sveitarstjóri Skaftárhrepps. Ráðning hans verður staðfest á fundi sveitarstjórnar næstkomandi þriðjudag. 7.8.2022 13:58
Stór skjálfti á Reykjanesskaga Stór skjálfti varð rétt í þessu á Reykjanesi og fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar var skjálftinn 4,1 að stærð. 7.8.2022 11:53
Sænskur þingmaður sendi nektarmyndband úr þinghúsinu Nektarmyndband af sænskum þingmanni sem talið er að hafi verið tekið upp í þinghúsinu þar í landi er nú í dreifingu samkvæmt Aftonbladet. Maðurinn situr á þingi fyrir Svíþjóðardemókrata en flokkurinn hefur hafið rannsókn á málinu. 7.8.2022 11:48
Uri Geller segir skoska einkaeyju sína vera sjálfstæða smáþjóð Hinn umdeildi töframaður, sjónvarpsmaður og sjáandi, Uri Geller, heldur því fram að eyja við strendur Skotlands sem er í hans eigu sé nú orðin að smáþjóð (e. micronation). Hann keypti eyjuna árið 2009 en smáþjóðin mun á næstunni fá sinn eigin þjóðsöng, fána og stjórnarskrá. 7.8.2022 11:17
Allt að 22 gráður fyrir norðan en gular viðvaranir sunnanlands Í dag eru gular veðurviðvaranir við gildi á Suðurlandi og Faxaflóa en hiti á suðvesturhorninu verður á bilinu níu til sextán stig. Á norðaustanverðu landinu verður þurrt fram eftir degi með hita að 22 stigum. Fyrri hluta dags verður suðaustan átt og snýst hún í suðvestan seinnipartinn. 7.8.2022 09:30
Biden búinn að losna við Covid, aftur Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur nú aftur losað sig við kórónuveiruna. Forsetinn greindist með veiruna um síðustu helgi en hann mun þó halda áfram í einangrun þar til prófið er staðfest. 6.8.2022 18:59
Gleðigangan fínasti staðgengill Fiskidagsins Gestir Gleðigöngunnar voru margir í dag og voru margir hverjir þeirra ansi litríkir líkt og söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson og útvarpsmaðurinn Siggi Gunnars. Þeir voru báðir í dragi þegar fréttastofa náði tali af þeim. 6.8.2022 18:20
Emmsjé Gauti og Jovana gengin í það heilaga Gauti Þeyr Másson og Jovana Schally giftu sig við hátíðlega athöfn í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag. Parið trúlofaði sig árið 2019. 6.8.2022 17:52
Tveir sérmerktir torfærubílar teknir í notkun hjá almannavörnum Almannavarnir hafa fest kaup á tveimur buggy-bílum sem verða notaðir við störf þeirra og lögreglunnar. Fyrst um sinn munu bílarnir vera notaðir af lögreglunni á Suðurnesjum. 6.8.2022 17:32
Gossvæðinu lokað á morgun Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að gosstöðvarnar í Meradölum verði lokaðar á morgun. Lokunin hefst klukkan fimm um morgun og verður staðan endurmetin seinna um daginn. 6.8.2022 16:28