Vikið úr starfi fyrir að dreifa myndskeiðum frá Bankastræti Club Starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið vikið úr starfi fyrir að hafa staðið að dreifingu á myndskeiði af hnífstunguárásinni á Bankastræti Club fyrr í mánuðinum. Talið er að starfsmaðurinn hafi ekki ætlað að myndböndin færu til fjölmiðla. 28.11.2022 15:55
Vegan smákökudeig gæti innihaldið mjólkursúkkulaði IKEA hefur kallað inn vegan smákökudeig með súkkulaðibitum þar sem það gæti innihaldið mjólkursúkkulaði. 28.11.2022 14:35
Kynhneigð og trúarbrögð víkja af Facebook Trúarbrögð, pólitískar skoðanir, heimilisföng og kynhneigð fólks munu hverfa af Facebook um mánaðamótin. Talsmaður Facebook segir breytinguna vera gerða til að einfalda notendum að nota miðilinn. 28.11.2022 14:10
Aurskriða varð fjórtán jarðarfarargestum að bana Að minnsta kosti fjórtán eru látnir eftir að aurskriða fór yfir fótboltavöll í borginni Yaounde í Kamerún í gær. Er aurskriðan fór yfir var jarðarför í gangi á vellinum. 28.11.2022 13:11
Byggja sjóböð í Önundarfirði Til stendur að byggja sjóböð við Holtsfjöru í Önundarfirði á næstu misserum. Tillögur að byggingu þeirra voru kynntar íbúum á Flateyri og í Önundarfirði nú á dögunum. 28.11.2022 09:02
Handalögmál milli þingmanna í þingsal Það kom til slagsmála á þinginu í Síerra Leóne í dag þegar flokkurinn sem er við stjórn í landinu reyndi að koma í gegn breytingum á kosningakerfi landsins. Þingmenn reyndu að slá hvorn annan og grýttu hlutum í kollega sína. 24.11.2022 23:35
Greta Salóme orðin móðir Tónlistarkonan Greta Salóme Stefánsdóttir eignaðist í dag sitt fyrsta barn ásamt unnusta sínum, Elvari Þór Karlssyni. 24.11.2022 22:16
Úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald Héraðssaksóknari hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra ætlar að kæra úrskurðinn til Landsréttar. 24.11.2022 21:55
„Hræðilega afbakaðir“ titlar ekkert samanborið við þá upprunalegu Svokallaður „Tinnafræðingur“ er allt annað en sáttur með að Tinnabækurnar hafi verið þýddar á ný þegar hafið var að endurútgefa þær fyrir tveimur árum. Hann segir það vera synd að yngstu kynslóðir Íslendinga fái ekki að njóta þeirra frábæru þýðinga sem til eru fyrir. 24.11.2022 21:26
Ásdís og Katla taka við rekstri Lovísu Ásdís Bjarkadóttir og Katla Sif Friðriksdóttir hafa gengið frá kaupum á kynlífstækjaversluninni Lovísu. Þær taka við rekstrinum af stofnanda verslunarinnar, Jóni Þór Ágústssyni, sem ætlar að einbeita sér að öðrum verkefnum. 24.11.2022 19:59