Bjór fyrir átta þúsund krónur í tuttugu þúsund króna dagatali Bjór sem viðskiptavinur Nýju vínbúðarinnar fékk í jóladagatali verslunarinnar kostar rúmlega helmingi minna ef hann hefði verið keyptur í stykkjatali. Einungis helmingur bjórsins var jólabjór og var restin með ódýrari bjór landsins. 2.12.2022 16:35
Þóra og Arnar eignuðust stúlku Fjölmiðlakonan Þóra Tómasdóttir og sambýlismaður hennar, listamaðurinn Arnar Ásgeirsson, eignuðust í vikunni stúlku. Um er að ræða þeirra fyrsta barn saman en fyrir á Þóra eina dóttur. 2.12.2022 15:41
Stjörnutorgsskiltið fer á nýtt Stjörnutorg Fyrirtækið Tæknivörur hefur fest kaup á skilti sem var staðsett á Stjörnutorgi í Kringlunni. Fyrirtækið borgar 200 þúsund krónur fyrir skiltið en öll fjárhæðin rennur til góðgerðarmála. Tæknivörur munu síðan afhenda íþróttafélaginu Stjörnunni skiltið. 2.12.2022 13:24
Skoða að setja kláf í Esjuhlíðar Borgarráð hefur samþykkt að skoða það að setja upp farþegaferju í Esjuhlíðum. Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna varar við því að framkvæmdin eigi eftir að hafa varanleg sjónræn áhrif á ásýnd Esjunnar. 1.12.2022 16:34
Vinnumenn senda konur í karlaklefa Vesturbæjarlaugar Á morgun munu kvenkyns sundlaugargestir nota karlaklefann í Vesturbæjarlaug í Reykjavík en karlar nota kvennaklefann. Viðgerðir á loftræstikerfi kvennaklefans fara fram á morgun. 1.12.2022 15:10
Krónan og Rio Tinto hljóta Hvatningarverðlaun jafnréttismála Krónan og Rio Tinto fengu afhent Hvatningarverðlaun jafnréttismála í hátíðasal Háskóla Íslands í gær. Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á fyrirtækjum sem sett hafa jafnrétti á oddinn. 1.12.2022 14:41
Byssumaðurinn í Hafnarfirði metinn ósakhæfur Karlmaður sem grunaður er um að hafa skotið á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði í júní á þessu ári er ósakhæfur. Maðurinn hafði verið ákærður fyrir tilraun til manndráps en maður var ásamt syni sínum inni í öðrum bílnum þegar árásin átti sér stað. 1.12.2022 14:13
Fyrsta stiklan úr kvikmyndinni um kókaínbjörninn mætt Fyrsta stiklan úr kvikmyndinni Cocaine Bear, á íslensku kókaínbjörninn, var birt í gær. Kvikmyndin er byggð á sannsögulegum atburðum og fjallar um svartbjörn sem étur mikið magn af kókaíni. 1.12.2022 13:21
Svona verður ný álma Keflavíkurflugvallar Ný álma á Keflavíkurflugvelli verður tekin í notkun í áföngum frá lokum næsta árs. Áætluð verklok eru árið 2024. Isavia spáir því að 2,2 milljónir ferðamanna komi til Íslands á næsta ári. 1.12.2022 10:57
Þrír nýir starfsmenn til Fossa Þrír nýir starfsmenn hafa gengið til liðs við Fossa fjárfestingarbanka, Hrafnkell Ásgeirsson, Sigrún Vala Hauksdóttir og Rúnar Friðriksson. 1.12.2022 10:11