Réðst á og kýldi starfsmann 66°Norður Bjarki Sigurðsson skrifar 24. janúar 2023 16:11 Árásin átti sér stað í verslun 66°Norður í Miðhrauni í Garðabæ. 66°Norður Ráðist var á starfsmann verslunar 66°Norður í Miðhrauni fyrir viku síðan. Árásarmaðurinn hafði reynt að ræna úr versluninni. Forstjórinn segir starfsmenn hafa gert allt rétt miðað við aðstæður og þakkar lögreglunni fyrir fagleg vinnubrögð. Það var að morgni þriðjudagsins 17. janúar sem ræninginn sótti verslunina heim. Starfsmaður verslunarinnar varð var við að hann ætlaði að stela vörum úr búðinni og stöðvaði hann. Skipti þá engum toga heldur réðst ræninginn á starfsmanninn með hnefana á lofti. Með áverka eftir árásina Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°Norður, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir starfsmanninn ekki vera mikið slasaðan en hann sé með áverka. Árásin átti sér stað inni í versluninni. „Það er mjög sjaldgæft að það sé veist að starfsfólki en það er gerð tilraun til þjófnaðar því miður allt of oft. Það er í fæstum tilfellum sem það eru einhverjar líkamlegar árásir. Sem betur fer er það ekki algengt,“ segir Helgi. Samkvæmt heimildum fréttastofu var starfsmaðurinn sem um ræðir kýldur af ræningjanum en samstarfsmenn brugðust hárrétt við að mati Helga, aðstoðuðu starfsmanninn og hringdu á lögreglu. Hann segir starfsmenn ekki eiga að leggja sig í hættu til að stöðva þjófa. „Þeir eiga ekki að leggja líf sitt og limi í hættu. Það er alveg deginum ljósara. Þeir starfsmenn sem voru á vakt þarna brugðust mjög faglega við og gerðu allt rétt. Höfðu samband við lögreglu, lögreglan kom fljótt og brást við einstaklega faglega. Ég verð að hrósa lögreglunni í Hafnarfirði. Það er okkar reynsla af þeim að þeir eru með mjög fagleg vinnubrögð, bara lögreglan yfirhöfuð,“ segir Helgi. Ræninginn verður kærður Fyrirtækið mun kæra ræningjann sem og starfsmaðurinn sem varð fyrir árásinni. Þá verður starfsmanninum boðin áfallahjálp á kostnað fyrirtækisins. „Það eru ákveðnir ferlar sem fara í gang ef eitthvað svona á sér stað. Við tökum þessu mjög alvarlega og lítum á að okkar hlutverk sé að vernda starfsfólkið okkar í hvívetna,“ segir Helgi. Lögreglumál Garðabær Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Það var að morgni þriðjudagsins 17. janúar sem ræninginn sótti verslunina heim. Starfsmaður verslunarinnar varð var við að hann ætlaði að stela vörum úr búðinni og stöðvaði hann. Skipti þá engum toga heldur réðst ræninginn á starfsmanninn með hnefana á lofti. Með áverka eftir árásina Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°Norður, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir starfsmanninn ekki vera mikið slasaðan en hann sé með áverka. Árásin átti sér stað inni í versluninni. „Það er mjög sjaldgæft að það sé veist að starfsfólki en það er gerð tilraun til þjófnaðar því miður allt of oft. Það er í fæstum tilfellum sem það eru einhverjar líkamlegar árásir. Sem betur fer er það ekki algengt,“ segir Helgi. Samkvæmt heimildum fréttastofu var starfsmaðurinn sem um ræðir kýldur af ræningjanum en samstarfsmenn brugðust hárrétt við að mati Helga, aðstoðuðu starfsmanninn og hringdu á lögreglu. Hann segir starfsmenn ekki eiga að leggja sig í hættu til að stöðva þjófa. „Þeir eiga ekki að leggja líf sitt og limi í hættu. Það er alveg deginum ljósara. Þeir starfsmenn sem voru á vakt þarna brugðust mjög faglega við og gerðu allt rétt. Höfðu samband við lögreglu, lögreglan kom fljótt og brást við einstaklega faglega. Ég verð að hrósa lögreglunni í Hafnarfirði. Það er okkar reynsla af þeim að þeir eru með mjög fagleg vinnubrögð, bara lögreglan yfirhöfuð,“ segir Helgi. Ræninginn verður kærður Fyrirtækið mun kæra ræningjann sem og starfsmaðurinn sem varð fyrir árásinni. Þá verður starfsmanninum boðin áfallahjálp á kostnað fyrirtækisins. „Það eru ákveðnir ferlar sem fara í gang ef eitthvað svona á sér stað. Við tökum þessu mjög alvarlega og lítum á að okkar hlutverk sé að vernda starfsfólkið okkar í hvívetna,“ segir Helgi.
Lögreglumál Garðabær Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira